Reksturinn í Bretlandi seldur á þúsund pund

Bjarni ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir ekki hafa tekist að …
Bjarni ármannsson, forstjóri Iceland Seafood, segir ekki hafa tekist að snúa við rekstrinum í Bretlandi. Ljósmynd/Iceland Seafood

Iceland Seafood International (ISI) hefur gengið frá sölu á 100% af hlutafé í dótturfélaginu Iceland Seafood UK (IS UK) í Betlandi til danska fiskvinnslufyrirtækisins Espersen A/S. Í tilkynningu til Kauphallarinnar er kaupverðið sagt eitt þúsund sterlingspund, jafnvirði 166.740 íslenskra króna, en kaupunum fylgja ekki eignir.

Mikill halli hefur verið í rekstri breska dótturfélagsins og hefur ISI reynt nokkrum sinnum að selja reksturinn. Í tvígang hafa verið undirritaðar viljayfirlýsingar en kaupendur bakkað út úr fyrirhuguðum samningum.

Tap ISI vegna reksturs IS UK á fyrstu átta mánuðum ársins er áætlað 15 milljónir punda samkvæmt tilkynningunni, um það bil 2,5 milljarðar íslenskra króna. „Í þessari upphæð er virðisrýrnun rekstrarfjármuna upp á 7,1 milljónir punda, 1,32 milljónir punda af birgðaafskriftum og sölutap á hlutafé upp á 0,3 milljónir punda.“

Fasteignir, vélar og búnaður fylgja ekki kaupunum en verður selt til annars dótturfélags ISI, Iceland Seafood Barraclough, sem síðan rekstur IS UK tekur á leigu. Að loknu leigutímabili fasteigna mun IS UK hafa kauprétt, en í tilfelli véla og búnaðar er gert ráð fyrir að leigutaki eignist eignirnar að loknu leigutímabili.

„Að samningum loknum mun ISI breyta innbyrðis lánum í hlutafé og leggja til frekara eigið fé til að jafna út neikvæðan eiginfjárjöfnuð og jafna rekstrartap til ársloka, samkvæmt samkomulagi aðila. Eftir innspýtingu á eigin fé mun bókfært virði eigin fjár við verklok nema 0,3 milljónum punda. Samkvæmt samningnum er söluverð 100% hlutarins 1.000 pund sem þýðir að sölutap bréfanna verður 0,3 milljónir punda,“ segir í tilkynningunni. Sölutapið er því jafnvirði um 50 milljóna íslenskra króna.

Krefjandi ár að baki

„Eftir fjögur krefjandi ár í Bretlandi höfum við ákveðið að losa um starfsemi IS UK með verulegu tapi. Við erum fullviss um að þetta sé rétt ákvörðun fyrir Iceland Seafood sem fyrirtæki. Þessi fjárfesting hefur verið mikill kostnaður fyrir félagið og hluthafa þess. Þetta hefur verið mjög erfiður markaður á þessum árum og við höfum reynt með gríðarlegu átaki að snúa þessu við án árangurs,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri ISI, í tilkynningu vegna uppgjörs annars ársfjórðungs.

„Ég er þess fullviss að hagsmunum starfsmanna okkar og viðskiptavina sé vel borgið innan Espersen AS og ég óska Espersen alls hins besta á þessum markaði. Og ég tel að þeir geti notað eignirnar betur en við höfum getað, vegna sterkrar stöðu þeirra á virðisaukandi sjávarafurðamarkaði í Bretlandi,“ segir hann.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.12.23 475,84 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.23 435,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.23 236,55 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.23 200,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.12.23 242,95 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.23 246,34 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.23 229,31 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.12.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.23 Sisimiut GR 6 - 18 (OXVQ) GL 999 Botnvarpa
Þorskur 570.799 kg
Arnarfjarðarskel 202.440 kg
Ufsi 2.103 kg
Grálúða 923 kg
Samtals 776.265 kg
4.12.23 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 8.478 kg
Þorskur 1.583 kg
Keila 270 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 10.354 kg
4.12.23 Háey Ii Lína
Þorskur 3.949 kg
Ýsa 1.269 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Karfi 1 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 5.226 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 4.12.23 475,84 kr/kg
Þorskur, slægður 4.12.23 435,60 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.12.23 236,55 kr/kg
Ýsa, slægð 4.12.23 200,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.12.23 242,95 kr/kg
Ufsi, slægður 4.12.23 246,34 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 4.12.23 229,31 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.12.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

4.12.23 Sisimiut GR 6 - 18 (OXVQ) GL 999 Botnvarpa
Þorskur 570.799 kg
Arnarfjarðarskel 202.440 kg
Ufsi 2.103 kg
Grálúða 923 kg
Samtals 776.265 kg
4.12.23 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 8.478 kg
Þorskur 1.583 kg
Keila 270 kg
Hlýri 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 10.354 kg
4.12.23 Háey Ii Lína
Þorskur 3.949 kg
Ýsa 1.269 kg
Hlýri 4 kg
Keila 2 kg
Karfi 1 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 5.226 kg

Skoða allar landanir »