Áhöfnin á Arnari HU-1 getur verið sátt með sitt eftir að hafa skapað verðmæti fyrir 10 milljónir á dag að meðaltali á síðasta túr. Togarinn kom til Sauðárkróks í dag með 810 tonna afla að verðmæti 300 milljóna króna. Er þetta fyrsta löndun frystitogarans á fiskveiðiárinu.
„Veiðiferðin hófst að kvöldi 11. ágúst og stóð hún yfir í 30 daga. Að langstærstum hluta var verið að veiðum á Vestfjarðarmiðum en einnig vorum við á Tungunni og lítillega á fjöllunum,“ segir Bárður Eyþórsson, skipstjóri á Arnari HU, í færslu á vef FISK Seafood.
„Það var fín veiði en við hefðum viljað sjá aðeins meira af ufsa. Mikið af karfa er á halanum og eiga skip oft í vandræðum út af honum. Veður í túrnum var mjög gott fyrir utan 3-4 daga sem kaldaði upp. Skipið er með um 21.500 kassa sem gera um 810 tonn uppúr sjó og aflaverðmætin eru um 300 milljónir,“ segir Bárður.
Drangey SK-2 kom einnig til hafnar á Sauðárkróki í dag og var heildaraflinn um 156 tonn. Uppistaða aflans er þorskur en Drangey hafði verið á veiðum á Deildargrunni.
Þá kom Sigurborg SH-12 til hafnar á Grundarfirði með 82 tonn og var uppistaðan ýsa, karfi, þorskur og steinbítur. Sigurborg var meðal annars á veiðum á Látragrunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.10.23 | 557,22 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.10.23 | 370,84 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.10.23 | 286,06 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.10.23 | 262,07 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.10.23 | 245,14 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.10.23 | 277,56 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.10.23 | 337,70 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 1.10.23 | 208,05 kr/kg |
2.10.23 Lundey SK 3 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.707 kg |
Ýsa | 229 kg |
Samtals | 2.936 kg |
2.10.23 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 9.590 kg |
Skarkoli | 1.925 kg |
Ýsa | 1.479 kg |
Sandkoli | 239 kg |
Steinbítur | 77 kg |
Ufsi | 12 kg |
Samtals | 13.322 kg |
2.10.23 Vörður ÞH 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 28.636 kg |
Samtals | 28.636 kg |
2.10.23 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Ufsi | 95.409 kg |
Þorskur | 70.660 kg |
Karfi | 36.639 kg |
Ýsa | 4.920 kg |
Langa | 1.228 kg |
Steinbítur | 341 kg |
Hlýri | 284 kg |
Skarkoli | 80 kg |
Grálúða | 60 kg |
Blálanga | 48 kg |
Keila | 32 kg |
Þykkvalúra | 19 kg |
Skötuselur | 1 kg |
Samtals | 209.721 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 2.10.23 | 557,22 kr/kg |
Þorskur, slægður | 2.10.23 | 370,84 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 2.10.23 | 286,06 kr/kg |
Ýsa, slægð | 2.10.23 | 262,07 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 2.10.23 | 245,14 kr/kg |
Ufsi, slægður | 2.10.23 | 277,56 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 2.10.23 | 337,70 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 1.10.23 | 208,05 kr/kg |
2.10.23 Lundey SK 3 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.707 kg |
Ýsa | 229 kg |
Samtals | 2.936 kg |
2.10.23 Haförn ÞH 26 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 9.590 kg |
Skarkoli | 1.925 kg |
Ýsa | 1.479 kg |
Sandkoli | 239 kg |
Steinbítur | 77 kg |
Ufsi | 12 kg |
Samtals | 13.322 kg |
2.10.23 Vörður ÞH 44 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 28.636 kg |
Samtals | 28.636 kg |
2.10.23 Akurey AK 10 Botnvarpa | |
---|---|
Ufsi | 95.409 kg |
Þorskur | 70.660 kg |
Karfi | 36.639 kg |
Ýsa | 4.920 kg |
Langa | 1.228 kg |
Steinbítur | 341 kg |
Hlýri | 284 kg |
Skarkoli | 80 kg |
Grálúða | 60 kg |
Blálanga | 48 kg |
Keila | 32 kg |
Þykkvalúra | 19 kg |
Skötuselur | 1 kg |
Samtals | 209.721 kg |