Harma tjón vegna laxaflótta

Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, harmar óhappið sem …
Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish, harmar óhappið sem varð í Patreksfirði í ágúst.

„Það sem helst stendur upp úr er að við bjóðum upp á að farið verði í skönnun á þessum ám sem undir liggja og finnist eldislax verði hann tekinn út,“ segir Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish, í samtali við mbl.is um sleppingu eldislax úr sjókví í Kvígindisdal í Patreksfirði sem kom í ljós 21. ágúst.

Eins og mbl.is greindi nýlega frá fjölgar þeim tilfellum ört þar sem laxveiðimenn verða varir við laxa sem grunsemdir benda til að séu eldislaxar ættaðir frá Patreksfirði.

„Við reynum auðvitað að draga úr því óhappi sem þarna varð,“ heldur Daníel áfram og bætir því við að skönnuninni sem hann ræðir um hafi verið beitt í Noregi með góðum árangri.

„Þar eru fyrirtæki sem hafa komið að þessu og eru tilbúin að gera þetta og fara hratt og vel í það. Auðvitað ber Fiskistofa ábyrgð á þessu og það er hún sem myndi framkvæma þetta. Svo eru það veiðiréttarhafar sem meta hvort þeir vilji láta gera þetta,“ segir framkvæmdastjórinn enn fremur.

Vonandi á allra næstu dögum

Segir hann skönnunina geta lágmarkað tjón veiðréttarhafanna, „ég held að Fiskistofa hafi rætt þetta við Landssamband veiðiréttarhafa í dag og ég held að það sé bara verið að bíða eftir svörum frá þeim um hvað þeir vilji gera. Maður skyldi nú ætla að þeir myndu vilja framkvæma þetta svo menn verða vonandi komnir af stað í þetta á allra næstu dögum,“ segir Daníel Jakobsson að lokum.

Arctic Fish kveðst í fréttatilkynningu harma að eldislax hafi sloppið úr kvíum fyrirtækisins í Patreksfirði.

„Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur. Þess vegna höfum við gripið til aðgerða til að draga úr mögulegum neikvæðum áhrifum af sleppingunni. Við teljum okkur vita hvernig götin mynduðust og vinnum nú að því að tryggja að þetta gerist ekki aftur,“ segir þar meðal annars.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »