Íslenski fiskiskipaflotinn landaði 114,5 þúsund tonnum í ágúst sem er 10% meiri afli en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða rúmlega tíu þúsund tonna aukningu í afla og má rekja það aðallega til makrílveiða sem skiluðu 10,5 þúsund fleiri tonnum í ágúst síðastliðnum en 2022.
Þetta má lesa úr talnagögnum Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að landað var 78 þúsund tonnum af uppsjávarafla í ágúst á móti 32 þúsund tonnum af botnfiskafla.
Þorskaflinn dregst saman um 11% í 12.697 tonn sem er ekki óvænt í ljósi þess hve margir kláruðu heimidlir sínar í vor. Þá jókst ýsuaflinn um 29% í 5.659 tonn auk þess sem skipin lönduðu 6.036 tonnum af karfa sem er 32% meira en í ágúst í fyrra.
Heildarafli á fiskveiðiárinu 2022/2023 var 1.370 þúsund tonn sem er 9% minni afli en landað var fiskveiðiárið á undan.
Mestu áhrfin í tonnum má rekja til sveiflna í loðnuaflanum en vertíðin í vetur skilaði 330 þúsund tonnum sem er 37% minni afli en á vertíðinni á undan. Er þróunin í takti við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um minni hámarksafla í tegundinni Þá jókst kolmunnaaflinn og makrílaflinn.
Afli botnfisktegunda dróst saman um 25 þúsund tonn milli fiskveiðiára og var mesti samdrátturinn í þorski og karfa, en mikil aukning var í ýsuaflanum. Á fiskveiðiárinu má búast við að þorskaflinn aukist í samræmi við ráðgjöf, á það einnig við karfa og ýsu þar sem myndarleg aukning hefur átt sér stað í útgefnum veiðiheimildum.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.9.23 | 528,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.9.23 | 423,91 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.9.23 | 320,82 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.9.23 | 279,02 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.9.23 | 276,10 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.9.23 | 282,59 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.9.23 | 278,95 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 25.9.23 | 139,79 kr/kg |
26.9.23 Háey Ii Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.831 kg |
Ýsa | 1.053 kg |
Samtals | 2.884 kg |
26.9.23 Breki VE 61 Botnvarpa | |
---|---|
Langa | 1.485 kg |
Steinbítur | 967 kg |
Samtals | 2.452 kg |
26.9.23 Ísak AK 67 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.677 kg |
Samtals | 2.677 kg |
26.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.111 kg |
Ufsi | 797 kg |
Ýsa | 667 kg |
Samtals | 2.575 kg |
26.9.23 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 19.288 kg |
Samtals | 19.288 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 26.9.23 | 528,30 kr/kg |
Þorskur, slægður | 26.9.23 | 423,91 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 26.9.23 | 320,82 kr/kg |
Ýsa, slægð | 26.9.23 | 279,02 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 26.9.23 | 276,10 kr/kg |
Ufsi, slægður | 26.9.23 | 282,59 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 26.9.23 | 278,95 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 25.9.23 | 139,79 kr/kg |
26.9.23 Háey Ii Lína | |
---|---|
Þorskur | 1.831 kg |
Ýsa | 1.053 kg |
Samtals | 2.884 kg |
26.9.23 Breki VE 61 Botnvarpa | |
---|---|
Langa | 1.485 kg |
Steinbítur | 967 kg |
Samtals | 2.452 kg |
26.9.23 Ísak AK 67 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.677 kg |
Samtals | 2.677 kg |
26.9.23 Sæþór EA 101 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 1.111 kg |
Ufsi | 797 kg |
Ýsa | 667 kg |
Samtals | 2.575 kg |
26.9.23 Þinganes SF 25 Botnvarpa | |
---|---|
Þorskur | 19.288 kg |
Samtals | 19.288 kg |