Landeldisfyrirtækið Laxey í Vestmannaeyjum hefur lokið við sex milljarða króna hlutafjáraukningu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að fjármagnið komi frá íslenskum fjárfestum. Félagið stendur fyrir uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum, annars vegar seiðaeldisstöð í Friðarhöfn og hins vegar áframeldisstöð í Viðlagafjöru. Gert er ráð fyrir framleiðslu á 32.000 tonnum af laxi árið 2031.
Áframeldisstöðin verður byggð í sex jafnstórum áföngum, en stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn um mitt ár 2024 og fyrsta slátrun fari fram síðla árs 2025.
Í tilkynningunni kemur fram að skilyrði til laxeldis á landi í Vestmannaeyjum séu afar góð og aðstæður hagstæðar. Notast er við endurnýtingarkerfi á vatni í áframeldi, þar sem um 65% af sjónum eru endurnýtt en 35% eru ferskur jarðsjór sem dælt er upp úr borholum á svæðinu.
Gert er ráð fyrir að yfir 50 manns muni starfa hjá fyrirtækinu þegar það hefur náð fullri framleiðslugetu. Fyrri eigendur fyrirtækjanna ÓS ehf. og LEO Seafood ehf. hafa tekið þátt í verkefninu frá upphafi og verða kjölfestufjárfestar í Laxey. Fjölskyldan hefur stundað sjávarútveg í Vestmannaeyjum í 75 ár.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.9.23 | 572,97 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.9.23 | 342,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.9.23 | 350,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.9.23 | 275,28 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.9.23 | 301,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.9.23 | 291,34 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.9.23 | 414,60 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 25.9.23 | 139,79 kr/kg |
27.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.053 kg |
Ýsa | 846 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 2.908 kg |
27.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 340 kg |
Keila | 140 kg |
Hlýri | 36 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 13 kg |
Karfi | 6 kg |
Grálúða | 5 kg |
Samtals | 566 kg |
27.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Þorskur | 706 kg |
Hlýri | 119 kg |
Keila | 74 kg |
Karfi | 44 kg |
Ufsi | 36 kg |
Samtals | 979 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 27.9.23 | 572,97 kr/kg |
Þorskur, slægður | 27.9.23 | 342,96 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 27.9.23 | 350,14 kr/kg |
Ýsa, slægð | 27.9.23 | 275,28 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 27.9.23 | 301,35 kr/kg |
Ufsi, slægður | 27.9.23 | 291,34 kr/kg |
Djúpkarfi | 21.9.23 | 301,00 kr/kg |
Gullkarfi | 27.9.23 | 414,60 kr/kg |
Litli karfi | 21.9.23 | 13,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 25.9.23 | 139,79 kr/kg |
27.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 2.053 kg |
Ýsa | 846 kg |
Steinbítur | 9 kg |
Samtals | 2.908 kg |
27.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
---|---|
Þorskur | 340 kg |
Keila | 140 kg |
Hlýri | 36 kg |
Ýsa | 26 kg |
Steinbítur | 13 kg |
Karfi | 6 kg |
Grálúða | 5 kg |
Samtals | 566 kg |
27.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
---|---|
Þorskur | 706 kg |
Hlýri | 119 kg |
Keila | 74 kg |
Karfi | 44 kg |
Ufsi | 36 kg |
Samtals | 979 kg |