„Varla er það vilji ráðherrans“

MAST hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8.
MAST hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8. mbl.is/Kristinn Magnússon

Matvælastofnun, MAST, hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna þess sem hún segir vera alvarleg brot á velferð dýra við veiðar á langreyði. 

Í tilkynningu MAST segir að við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september sl. hitti dýrið utan tilgreinds marksvæðis með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax. Við slík atvik beri veiðimönnum samkvæmt nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það hafi ekki verið gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum síðar. 

Spil varð óvirkt um stund

Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. lýsir atburðarásinni þannig að skutullinn hafi hitt dýrið skammt ofan við skilgreint marksvæði. Hvalurinn hafi særst og kafað og síðan tekið út línu sem fest var við skutulinn. Þegar farið var að hífa, þ.e. draga línuna inn með spili, hafi krókur losnað og slegist í hlíf á spilinu sem varð til þess að spilið varð óvirkt um tíma og hvorki hægt að hífa né slaka. Þá var farið í það að skera hlífina burt með slípirokk, en á meðan synti hvalurinn framan við skipið utan skotfæris, en skv. reglugerð má ekki skjóta hval utan 25 metra færis. Á meðan var unnið að því að gera spilið virkt á ný og segir Kristján að það hafi tekið um 20 mínútur.

Tók upp myndskeið á síma

Meðan á þessu gekk hafi eftirlitsmaður á vegum MAST og Fiskistofu myndað atburðarásina á símann sinn og dregið myndina af hvalnum ýmist að eða frá, þannig að svo hafi virst sem hvalurinn hafi verið innan skotfæris annað veifið, þótt svo hafi alls ekki verið, því spilið var óvirkt og línan á milli hvals og skips alltaf jafn löng, að sögn Kristjáns. Segir hann að því sé ranglega haldið fram af MAST að hvalurinn hafi verið í skotfæri á meðan unnið var að því að gera spilið nothæft á ný.

„Starfsmönnum Matvælastofnunar virðist ómögulegt að skilja þessa atburðarás, þótt þetta liggi í augum uppi hjá flestu öðru fólki,“ segir Kristján. Hann bendir einnig á að ef reynt hefði verið að elta hvalinn uppi meðan á þessu gekk hefði slaki komið á línuna og hún mögulega lent í skrúfu hvalbátsins sem síðan hefði orðið til þess að hvalurinn hefði sloppið burtu særður. „Varla er það vilji ráðherrans,“ segir Kristján Loftsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.23 572,97 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.23 342,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.23 350,14 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.23 275,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.23 301,35 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.23 291,34 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.23 414,60 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.053 kg
Ýsa 846 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 2.908 kg
27.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 340 kg
Keila 140 kg
Hlýri 36 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 13 kg
Karfi 6 kg
Grálúða 5 kg
Samtals 566 kg
27.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 706 kg
Hlýri 119 kg
Keila 74 kg
Karfi 44 kg
Ufsi 36 kg
Samtals 979 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 27.9.23 572,97 kr/kg
Þorskur, slægður 27.9.23 342,96 kr/kg
Ýsa, óslægð 27.9.23 350,14 kr/kg
Ýsa, slægð 27.9.23 275,28 kr/kg
Ufsi, óslægður 27.9.23 301,35 kr/kg
Ufsi, slægður 27.9.23 291,34 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 27.9.23 414,60 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 25.9.23 139,79 kr/kg

Fleiri tegundir »

27.9.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 2.053 kg
Ýsa 846 kg
Steinbítur 9 kg
Samtals 2.908 kg
27.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 340 kg
Keila 140 kg
Hlýri 36 kg
Ýsa 26 kg
Steinbítur 13 kg
Karfi 6 kg
Grálúða 5 kg
Samtals 566 kg
27.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 706 kg
Hlýri 119 kg
Keila 74 kg
Karfi 44 kg
Ufsi 36 kg
Samtals 979 kg

Skoða allar landanir »