Samherji hlaut 100 milljónir til orkuskipta

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráherra, Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur, …
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku-, og loftslagsráherra, Hjörvar Kristjánsson skipaverkfræðingur, Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri landvinnslu ÚA., Dagný Lind Kristjánsdóttir í stjórn Samherja hf., Haraldur Benediktsson stjórnarformaður Orkusjóðs. Ljósmynd/Samherji

Orkusjóður styrkir verkefni verkefni Samherja sem felst í því að hanna lausn og breyta ísfisktogara félagsins þannig að skipið geti nýtt grænt rafeldsneyti um 100 milljónir króna. Áætlaður kostnaður vegna verkefnisins er tveir milljarðar króna og munu breytingarnar draga verulega úr kolefnislosun.

Þetta kemur fram í færslu á vef Samherja.

Styrkir orkusjóðs séu liður í aðgerðum stjórnvalda til að mæta markmiðum í loftslagsmálum og voru þeir kynntir í byrjun mánaðar.

„Þetta er viðamikið verkefni. Í fyrsta lagi viljum við sem ábyrgur aðili leggja okkar að mörkum að Ísland taki stór skref í átt að settum markmiðum í loftslagsmálum. Sömuleiðis viljum við stuðla að því að innlend fyrirtæki öðlist þekkingu á þeirri tækni sem þarf til að keyra skip á kolefnisfríu eldsneyti og vinnum því náið með leiðandi fyrirtækjum á þessu sviði,“ er haft eftir Hjörvaru Kristjánssyni skipaverkfræðingi.

Systurskipin Björg EA 7 , Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur …
Systurskipin Björg EA 7 , Kaldbakur EA 1 og Björgúlfur EA 312 Ljósmynd/Samherji

„Þær áætlanir sem við erum að vinna með núna, gera ráð fyrir að breyta skipi þannig að hægt verði að draga úr losun koldíoxíðs um 75% eða sem samsvarar þrjú þúsund tonnum á ári. Við erum þegar í viðræðum við ýmis fyrirtæki í tengslum við þetta verkefni, auk þess sem mikil þekking er innan Samherja, sem hvortveggja gerir okkur kleift að vinna alla þætti með ákveðnum og hnitmiðum hætti. Allt er þetta kostnaðarsamt og eins og fyrr segir gera okkar áætlanir ráð fyrir því að kostnaðurinn við breytingar á einu skipi nálgist tvo milljarða króna,“ segir hann.

„Við höfum alla burði til að vera í forystu á heimsvísu vegna framlags til umhverfismála. Íslenskur sjávarútvegur er í fararbroddi á mörgum sviðum og við hjá Samherja erum vel í stakk búin til að hefja fyrir alvöru undirbúning að því að keyra skipin á kolefnisfríu eldsneyti. Þessi styrkur Orkusjóðs er ánægjuleg staðfesting á því að við erum á réttri braut,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í færslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.9.23 481,38 kr/kg
Þorskur, slægður 24.9.23 529,80 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.9.23 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 24.9.23 241,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.9.23 277,81 kr/kg
Ufsi, slægður 24.9.23 303,65 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.23 301,00 kr/kg
Gullkarfi 24.9.23 259,19 kr/kg
Litli karfi 21.9.23 13,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.9.23 Sævar SF 272 Handfæri
Ufsi 1.089 kg
Þorskur 436 kg
Samtals 1.525 kg
23.9.23 Gísli Súrsson GK 8 Lína
Þorskur 418 kg
Hlýri 165 kg
Karfi 85 kg
Keila 64 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 738 kg
23.9.23 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 283 kg
Hlýri 277 kg
Grálúða 213 kg
Karfi 135 kg
Keila 84 kg
Ufsi 40 kg
Ýsa 5 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.039 kg

Skoða allar landanir »