Norskt hvalskip með metveiði

Norska hvalskipið Kato veiddi 220 hrefnur á sex mánaða túr …
Norska hvalskipið Kato veiddi 220 hrefnur á sex mánaða túr sem var að ljúka. Dag Myklabust skipstjóri kveður fólk vel hafa þær skoðanir sem það vilji á veiðunum en þær þurfi að styðjast við rök. mbl.is/Jim Smart

Norska hvalskipið Kato, það stærsta í hvalveiðiflota landsins, hefur ekki verið fengsælla nokkru sinni en á yfirstandandi vertíð og hefur nú veitt 220 hrefnur. Kato landar nú í Ålesund eftir hálfs árs úthald.

„Við höfum veitt um 370 tonn og það er metveiði,“ segir Dag Myklebust skipstjóri í samtali við norska ríkisútvarpið NRK en hann á 54 ára feril að baki við hvalveiðar. Kveður hann áhöfnina hafa verið heppna með veður auk þess að hafa oftar en ekki náð að vera á réttum stað á réttum tíma. Þannig skýrir hann fengsæld áhafnarinnar í túrnum.

Öll veiðin verður útflutt til Japans sem skipstjórinn telur jákvætt þar sem þar í landi sé meira nýtt af hvalnum en í Noregi þar sem aðeins kjötið sé nýtt.

Berjast fyrir banni

Þrátt fyrir metveiði áhafnarinnar á Kato í þessum túr er enn töluvert eftir óveitt af kvóta þessarar vertíðar sem er 1.200 hvalir. Það sem af er hafa 506 verið veiddir en stofninn við Noreg telur um 100.000 dýr.

Aðeins Ísland, Japan og Noregur leyfa hvalveiðar og hafa norsku dýraverndarsamtökin Noha löngum barist fyrir því að veiðarnar verði bannaðar í Noregi. Siri Martinsen, upplýsingafulltrúi samtakanna, kveður margar ástæður fyrir þessu.

„Það er með tilliti til dýraverndarsjónarmiða, einn af hverjum fimm veiddum hvölum þjáist umtalsvert auk þess sem við horfum til umhverfissjónarmiða, hvalir eru hafinu mikilvægir. Að lokum hefur vísindaráðið fæðu- og umhverfismála slegið því föstu að þróun hrefnustofnsins sé óþekkt,“ segir Martinsen.

Aldrei eldri en maður upplifir sig

Myklebust skipstjóri segir gagnrýni á hvalveiðar ekki alltaf endurspegla raunveruleikann. „Fólki verður að leyfast að hafa mismunandi skoðanir en þær þarf að rökstyðja af þekkingu og með réttum upplýsingum,“ segir hann.

Myklebust er engan veginn tilbúinn að leggja árar í bát þrátt fyrir að vera að heiman mánuðum saman í einu og hafa verið til sjós í á sjötta tug ára. Hann hyggur á fleiri hvalveiðitúra á Kato. „Maður er aldrei eldri en maður upplifir sig, vertíðirnar verða fleiri,“ segir skipstjórinn gamalreyndi.

NRK

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.12.23 440,22 kr/kg
Þorskur, slægður 5.12.23 311,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.12.23 180,45 kr/kg
Ýsa, slægð 5.12.23 147,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.12.23 117,55 kr/kg
Ufsi, slægður 5.12.23 244,07 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 5.12.23 212,86 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.12.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.12.23 Fanney EA 48 Landbeitt lína
Ýsa 1.305 kg
Þorskur 1.253 kg
Samtals 2.558 kg
5.12.23 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 3.570 kg
Ýsa 1.561 kg
Keila 118 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.259 kg
5.12.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.675 kg
Ýsa 1.048 kg
Samtals 2.723 kg
5.12.23 Glettingur NS 100 Landbeitt lína
Þorskur 3.781 kg
Ýsa 1.425 kg
Keila 91 kg
Ufsi 7 kg
Hlýri 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.313 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 5.12.23 440,22 kr/kg
Þorskur, slægður 5.12.23 311,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 5.12.23 180,45 kr/kg
Ýsa, slægð 5.12.23 147,37 kr/kg
Ufsi, óslægður 5.12.23 117,55 kr/kg
Ufsi, slægður 5.12.23 244,07 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 5.12.23 212,86 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 4.12.23 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.12.23 Fanney EA 48 Landbeitt lína
Ýsa 1.305 kg
Þorskur 1.253 kg
Samtals 2.558 kg
5.12.23 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 3.570 kg
Ýsa 1.561 kg
Keila 118 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi 4 kg
Samtals 5.259 kg
5.12.23 Straumey EA 50 Línutrekt
Þorskur 1.675 kg
Ýsa 1.048 kg
Samtals 2.723 kg
5.12.23 Glettingur NS 100 Landbeitt lína
Þorskur 3.781 kg
Ýsa 1.425 kg
Keila 91 kg
Ufsi 7 kg
Hlýri 6 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.313 kg

Skoða allar landanir »