„Ríkur vilji þjóðarinnar til aukins gagnsæis“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að í frumvarpi hennar sem kynnt …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að í frumvarpi hennar sem kynnt verður í samráðsgátt í nóvember mun taka tillit til kröfu um aukið gagnsæi í sjávarútvegi. Lósmynd/stjórnarráðið: Sigurjón Ragnar

„Verkefnið er ekki að fara frá okkur enda ríkur vilji þjóðarinnar til aukins gagnsæis í sjávarútvegi,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Segir hún matvælaráðuneytið hafa haustið 2022 ákveðið að „semja við Samkeppniseftirlitið um athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Samkeppniseftirlitið hefur það hlutverk samkvæmt lögum að fylgjast með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi og hafði stofnunin haft áform um athugun á stjórnunar- og eignatengslum en skortur á rekstrarsvigrúmi stóð í vegi fyrir því að athugunin gæti hafist.“

Eins og kunnugt er orðið krafðist Samkeppniseftirlitið ítarlegra upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, en Brim hf. neitaði að afhenda umrædd gögn og var fyrirtækinu beitt dagsektum að 3,5 milljóna króna á dag. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að verkefnið samræmdist ekki hlutverki stofnunarinnar og voru því dagsektirnar ólögmætar.

„Í kjölfar þess að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála féll í síðustu viku um heimildir Samkeppniseftirlitsins varð ljóst að samningi ráðuneytisins við Samkeppniseftirlitið verður slitið. Samkeppniseftirlitið hefur hins vegar gefið það út að stofnunin hafi tekið ákvörðun um að hefja á ný athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi, í samræmi við skýrar heimildir og hlutverk eftirlitsins,“ skrifar Svandís í pistli sínum.

Svar við háværum kröfum

Hún segir kröfu um aukið gagnsæi í sjávarútvegi vera háværa meðal almennings. „Það er mín bjargfasta trú að með því að auka gegnsæið skapist betri skilyrði fyrir trausti milli sjávarútvegs og almennings. Það er staðreynd að aukið gagnsæi hefur jákvæð áhrif á ýmsa þætti viðskiptalífs. Það eykur líkur á að fyrirtæki sýni ábyrgð og dregur úr líkum á að farið sé á svig við reglur.“

Aukið gagnsæi er lykilatriði í að tryggja bætta stjórnunarhætti auk þess sem það dragi úr líkum á hagsmunaárekstrum sem ýtir undir að ákvarðanir séu teknar með hagsmuni almennings og hluthafa að leiðarljósi, fullyrðir Svandís.

„Festist ógagnsæi í sessi til lengri tíma hefur það einnig neikvæð áhrif á traust almennings á stofnunum og á samfélagslegt traust. Stjórnvöld eru meðvituð um þessa stöðu, enda er fjallað um aukið gagnsæi í sjávarútvegi í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. [...] En ef við vitum ekki hvar við erum er erfiðara að finna rétta stefnu. Kortlagning á stöðu stjórnunar- og eignatengsla var talin þáttur í því að komast að því hver núverandi staða er.“

Frumvarpsdrög í nóvember

Þá boðar hún að drög að nýjum heildarlögum um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar verði birt í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember, en stefnt er að því að leggja fyrir Alþingi frumvarp í janúar.

Svandís segir að í drögunum verði tekið mið af tillögum um gagnsæi í skýrslu Auðlindarinnar okkar. „Enda er það mikilvæg forsenda aukinnar sáttar um sjávarútveg að gagnsæi sé ekki til skrauts heldur veruleiki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.12.23 378,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.23 514,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.23 194,93 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.23 178,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.23 167,06 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.23 184,61 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.23 250,66 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.11.23 260,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.23 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Langa 169 kg
Karfi 39 kg
Steinbítur 38 kg
Þorskur 22 kg
Hlýri 18 kg
Keila 13 kg
Samtals 299 kg
1.12.23 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 552 kg
Ýsa 339 kg
Keila 32 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 939 kg
1.12.23 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 164 kg
Langa 107 kg
Karfi 27 kg
Þorskur 16 kg
Hlýri 8 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 328 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 1.12.23 378,74 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.23 514,58 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.23 194,93 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.23 178,32 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.23 167,06 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.23 184,61 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.23 250,66 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.11.23 260,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.23 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Langa 169 kg
Karfi 39 kg
Steinbítur 38 kg
Þorskur 22 kg
Hlýri 18 kg
Keila 13 kg
Samtals 299 kg
1.12.23 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 552 kg
Ýsa 339 kg
Keila 32 kg
Steinbítur 16 kg
Samtals 939 kg
1.12.23 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 164 kg
Langa 107 kg
Karfi 27 kg
Þorskur 16 kg
Hlýri 8 kg
Steinbítur 6 kg
Samtals 328 kg

Skoða allar landanir »

Loka