Afmyndaður lax í boði „Arctic Fúsk“

Jón segir engan vilja borga fyrir afmyndaðan lax.
Jón segir engan vilja borga fyrir afmyndaðan lax. mbl.is/Óttar

Mótmælandi á Austurvelli, sem hélt uppi skilti þar sem mátti sjá afmyndaðan sjókvíaeldislax, segist þreyttur á því að íslenskt ríkisvald beygi sig á fjóra fætur þegar kemur að sjálftöku erlendra fyrirtækja hér á landi. 

„Mér er bara annt um íslenska laxinn og friðhelgi hans. Ég er orðinn leiður á þessari sjálftöku erlendra fyrirtækja hér á íslandi og hvernig íslenskt ríkisvald virðist alltaf beygja sig niður á fjórar þegar kemur að svoleiðis málum,“ segir Jón Gautason. Í bakgrunni mátti heyra eldræður og mótmælendur hrópa hvatningarorðin „lengi lifi íslenski laxinn!“

Enginn vill borga fyrir afmyndaðan lax

Hér ertu með myndir af afmynduðum laxi. Hvað viltu undirstrika með því?

Skilaboðin eru þau að ég vil ekki sjá þetta í ám landsins,“ segir Jón og bætir við að hann sé tengdur landeiganda í Norðurárdal.

„Þau hafa hluta af sinni afkomu af því að halda ánni. Ef svona veiðist í ánni þar þá dregst úr afkomunni í norðurhlutanum. Fyrir utan að það vill ekki nokkur maður borga fleiri hundruð þúsund fyrir að veiða svona í íslenskum ám.“

Lúsaeitri var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við …
Lúsaeitri var hellt yfir Austurvöll og yfir dauða fiska við Alþingishúsið í dag. mbl.is/Óttar

Slysasleppingarnar „toppurinn á ísjakanum“

Annar mótmælandi, Gísli Sigurðsson, sem hefur tekið þátt í þessari baráttu í 10 til 12 ár, segir sjókvíaeldið ekki aðeins hafa slæm áhrif á villta silungastofna heldur séu umhverfisáhrifin gríðarleg.

„Það verður mengun í lífríkinu í kringum kvíarnar, þetta hefur áhrif á fuglalíf og villta silungastofna sem eru á sveimi þarna í kring. Það er ekki bara laxinn sem er undir. Það koma efni frá fóðrinu og frá lyfjum sem eru notuð.“

Gísli Sigurðsson (t.v.) hefur lengi verið viðloðandi baráttu gegn sjókvíaeldi.
Gísli Sigurðsson (t.v.) hefur lengi verið viðloðandi baráttu gegn sjókvíaeldi. mbl.is/Óttar

Slysasleppingar, aðalhvatinn að mótmælunum, séu aðeins toppurinn á ísjakanum.

„Þær gera það að verkjum að laxarnir ganga upp í árnar og núna eins og á stendur, akkúrat á réttum tíma svo þeir geti blandað sér þar í hrygningu. Þá gerist það sem við höfum óttast mest. Að það verði þessi genablöndun við villta íslenska laxastofninn sem mun á endanum ganga að öllum dauðum ef þetta heldur áfram.“

Aðspurður segir hann að lokuð kerfi í sjó og landeldi sé mun betri kostur og hafi ekki nærri því jafnslæm áhrif á umhverfið og sjókvíaeldi.

„Tengslin og peningarnir, því miður“

Bára Einarsdóttir var á meðal fjölda mótmælenda sem báru nælu í barminum til þess að standa með íslenskri náttúru og villta íslenska laxinum.

Finnst þér stjórnvöld hafa gert nóg í þessum málaflokki?

„Nei. Mér finnst þau hafa brugðist algjörlega. Mín von er að þeir fari að vakna.“

mbl.is/Óttar

Spurð hvort hún teli að banna eigi sjókvíaeldi eða grípa til aukins eftirlits segir hún:

„Það á alfarið að banna þetta vegna þess að þetta er hvorki gott fyrir náttúruna né dýrin sjálf. Ef þetta fer upp á land og það er hugsað um dýrin eins og þau séu lifandi verur þá værum við miklu sáttari.“ Spurð hvað hún haldi að aftri stjórnvöldum segir hún:

„Ég held það séu kannski tengslin og peningarnir, því miður.“

Nú fór umhverfisráðherra upp á svið við mismikinn fögnuð. Hefurðu trú á stjórnvöldum hvað þessi mál varðar?

„Ég held miðað við það sem hann sagði að það verði erfitt að bakka til baka. Hann verður að standa við þessi stóru orð sem voru látin falla. Hann veit að þetta er ekki rétt.“

Bára Einarsdóttir.
Bára Einarsdóttir. mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.10.24 554,20 kr/kg
Þorskur, slægður 8.10.24 480,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.10.24 284,15 kr/kg
Ýsa, slægð 8.10.24 176,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.10.24 191,55 kr/kg
Ufsi, slægður 8.10.24 277,11 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 8.10.24 298,51 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.10.24 Sighvatur GK 57 Lína
Þorskur 24.967 kg
Samtals 24.967 kg
9.10.24 Digri NS 60 Handfæri
Þorskur 1.260 kg
Samtals 1.260 kg
9.10.24 Séra Árni GK 135 Handfæri
Ufsi 1.342 kg
Samtals 1.342 kg
8.10.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 7.248 kg
Ýsa 1.372 kg
Steinbítur 157 kg
Keila 3 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 8.783 kg
8.10.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.038 kg
Steinbítur 410 kg
Ýsa 181 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 11.631 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 8.10.24 554,20 kr/kg
Þorskur, slægður 8.10.24 480,54 kr/kg
Ýsa, óslægð 8.10.24 284,15 kr/kg
Ýsa, slægð 8.10.24 176,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 8.10.24 191,55 kr/kg
Ufsi, slægður 8.10.24 277,11 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 8.10.24 298,51 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 7.10.24 197,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.10.24 Sighvatur GK 57 Lína
Þorskur 24.967 kg
Samtals 24.967 kg
9.10.24 Digri NS 60 Handfæri
Þorskur 1.260 kg
Samtals 1.260 kg
9.10.24 Séra Árni GK 135 Handfæri
Ufsi 1.342 kg
Samtals 1.342 kg
8.10.24 Beta GK 36 Línutrekt
Þorskur 7.248 kg
Ýsa 1.372 kg
Steinbítur 157 kg
Keila 3 kg
Skarkoli 3 kg
Samtals 8.783 kg
8.10.24 Benni ST 5 Landbeitt lína
Þorskur 11.038 kg
Steinbítur 410 kg
Ýsa 181 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 11.631 kg

Skoða allar landanir »