Segja nóg komið og hóta aðgerðum

Stórir kaupendur uppsjávarafurða benda á að aðeins er ár þar …
Stórir kaupendur uppsjávarafurða benda á að aðeins er ár þar til þeir hyggjast hætta að kaupa makríl, norsk-íslenska síld og kolmunna verði ofveiðinni ekki hætt. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú er komið nóg. Það er kominn tími til að landa lausnum og hætta ofveiði í Norðaustur-Atlantshafi,“ segir í opnu bréfi sem verndarsamtök uppsjávarstofna á Norður-Atlantshafi hafa sent ráðherrum sjávarútvegsmála í Bretlandi, Noregi, Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Rússlandi auk framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu.

Tvö ár eru liðin frá því að samtökin, sem starfa undir skammstöfuninni NAPA (North Atlantic Pelagic Advocacy Group), tilkynntu á Hringborði Norðurslóða í Hörpu að 40 stórir alþjóðlegir kaupendur uppsjávarafurða hafi skuldbundið sig til að leita að öðrum afurðum ná strandríkin ekki að komast að samkomulagi innan þriggja ára sem tryggir að veiðar á makríl, norsk-íslenskri síld og kolmunna verði innan vísindalegrar ráðgjafar. Fresturinn rennur s.s. út á næsta ári.

Strandríkin eru sammála um að fylgja ráðgjöf um hámarksveiði, en eru engu nær hvað varðar samninga um hvernig eigi að skipta aflahlutdeildunum og því hafa ríkin gefið út veiðiheimildir til sinna skipa sjálfstætt á grundvelli þess hlutdeildar sem ríkin segjast eiga tilkall til. Vegna þessa hafa stofnarnir þrír verið ofveiddir um nokkurt skeið.

„Strandríki, framtíð fiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi er í þínum höndum. Hvað þarf til að þú styður sjálfbæra sjósókn og vel stjórnaðar fiskveiðar?“ er spurt í bréfi NAPA.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til staðar um skiptingu aflahlutdeildar milli strandríkjanna. Kort/mbl.is

Leita annarra hráefna

„Við, NAPA, erum fulltrúar heimsmarkaðs sjávarafurða á Norðaustur-Atlantshafi. Við erum að skrifa þér til að segja þér að nú sé komið nóg. Sjálfbærar fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi verða að vera forgangsverkefni ykkar. […] Við biðjum ykkur um að hverfa ekki frá viðræðum þessa árs án samhljóða og sjálfbærs samkomulags um afla fyrir árið 2024,“ sagði í bréfinu.

„Aðgerðarleysi ykkar hingað til dregur birgðakeðjuna til að endurskoða kaupákvarðanir sínar. Ef ekki næst sjálfbær stjórnun [veiða] munu félagsmenn okkar íhuga að taka málin í sínar hendur.“

Í bréfinu er vísað til yfirlýsinga fjölda fyrirtækja og er sérstaklega vakin athygli á því að breska verslunarkeðjan Asda hyggst hætta að kaupa makríl frá veiðisvæði 27, sem er alþjóðleg skilgreining á Norðaustur-Atlantshafi. Jafnframt heitir Skretting Norway, í Noregi, því að hætta að kaupa fiskimjöl sem framleitt er með kolmunna.

„Við myndum hætta að kaupa þetta hráefni þar sem við vinnum eftir háum stöðlum um ábyrg innkaup,“ segir í yfirlýsingu Biomar sem er stór framleiðandi fóðurs fyrir fiskeldi. Auk þess hyggst breska kráarkeðjan Young´s ekki ætla að kaupa afurðir sem innihalda fisk frá þessu svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.25 594,51 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.25 681,62 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.25 408,59 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.25 301,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.25 245,35 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.25 302,81 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.25 328,80 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.1.25 Sæfari HU 212 Landbeitt lína
Þorskur 1.830 kg
Ýsa 900 kg
Hlýri 43 kg
Steinbítur 38 kg
Samtals 2.811 kg
22.1.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 3.466 kg
Þorskur 2.322 kg
Keila 13 kg
Ufsi 8 kg
Karfi 8 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 5.821 kg
22.1.25 Steinunn SF 10 Botnvarpa
Þorskur 16.770 kg
Ufsi 3.238 kg
Samtals 20.008 kg

Skoða allar landanir »