„Það eru allir í sárum yfir þessu“

Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK-7, segist vera …
Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK-7, segist vera með hugan hjá Grindvíkingum en skipið er á leið í land og mun landa í Hafnarfirði. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta eru vissulega óþægilegar aðstæður maður er bara með hugann hjá þeim þarna heima. Ég bjó í Grindavík í 18 ár og flutti bara í fyrra. Maður þekkir alla þarna,“ segir Benedikt Páll Jónsson, skipstjóri á grindavíkurskipinu Páli Jónssyni GK-7. Skipið er statt á Vestfjarðarmiðum er blaðamaður nær tali af honum.

Hann segir aðeins einn í áhöfninni búa í Grindavík. „Þetta snertir þá sem búa þarna mest en þetta snertir samt okkur alla, það eru allir í sárum yfir þessu.“

Vinnsla afla í húsakynnum Vísis í Grindavík er nú ómöguleg vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem nú er uppi vegna yfirvofandi hættu á eldgosi á svæðinu. Unnið hefur verið hörðum höndum við að bjarga verðmætum útgerðarinnar og hafa að minnsta kosti 25 vörubílar flutt fisk úr húsakynnum félagsins sem varð eftir við rýmingu á föstudag.

„Við erum á leiðinni í land, vorum kallaðir suður eftir til að landa í Hafnarfirði og vitum ekki meir. Þetta eru óvissutímar sem eru bara alltaf óþægilegir. Maður veit ekkert hvað verður með útgerðarmynstrið eða neitt í framhaldinu,“ segir Benedikt Páll. Gert er ráð fyrir að skipið leggi við bryggju í nótt.

Þrátt fyrir erfiða stöðu í Grindavík hefur túrinn gengið vel að sögn skipstjórans. „Það er búið að vera ágætis veiði hérna. Erum búnir að vera við Djúpið, við 12 mílna línuna, að reyna við ýsuna og það hefur bara gengið nánast merkilega vel. Fengum ágætis afla þetta eru 325 kör í fjórum lögnum og erum bara kátir með það.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.23 449,40 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.23 541,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.23 252,99 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.23 227,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.23 218,18 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.23 261,24 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.23 198,44 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.12.23 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.12.23 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.723 kg
Ýsa 6.121 kg
Langa 244 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 49 kg
Karfi 47 kg
Ufsi 24 kg
Samtals 13.277 kg
2.12.23 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 49 kg
Samtals 49 kg
2.12.23 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 318 kg
Keila 273 kg
Ýsa 164 kg
Karfi 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.12.23 449,40 kr/kg
Þorskur, slægður 3.12.23 541,63 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.12.23 252,99 kr/kg
Ýsa, slægð 3.12.23 227,46 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.12.23 218,18 kr/kg
Ufsi, slægður 3.12.23 261,24 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 3.12.23 198,44 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.12.23 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.12.23 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.723 kg
Ýsa 6.121 kg
Langa 244 kg
Keila 69 kg
Steinbítur 49 kg
Karfi 47 kg
Ufsi 24 kg
Samtals 13.277 kg
2.12.23 Emilía AK 57 Gildra
Þorskur - Noregi 49 kg
Samtals 49 kg
2.12.23 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 318 kg
Keila 273 kg
Ýsa 164 kg
Karfi 4 kg
Ufsi 4 kg
Samtals 763 kg

Skoða allar landanir »

Loka