„Fyrsti kostur að komast aftur til Grindavíkur“

Óli Björn Björgvinsson, skipstjóri á Grindavíkurskipinu Sighvati GK-57.
Óli Björn Björgvinsson, skipstjóri á Grindavíkurskipinu Sighvati GK-57. mbl.is/Sigurður Bogi

Óli Björn Björgvinsson er skipstjóri og Grindvíkingur, sem hefur verið úti á sjó síðan áður en Grindavíkurbær var rýmdur á föstudag. Hann segir erfitt og sérstakt að vera svona langt frá fjölskyldunni sinni, en kveðst þó hafa orðið rólegri þegar hann vissi að konan hans og dóttir væru komnar úr bænum á föstudag. 

Óli Björn, sem er fæddur og uppalinn í Grindavík, starfar sem skipstjóri á Sighvati GK-57. Hann býr í Grindavík með konunni sinni og yngstu dóttur þeirra, en á einnig uppkomin börn sem búsett eru í Keflavík og í Noregi. 

„Maður verður að halda bara haus“

Hann segir mestu furðu að hann nái að halda haus, svona langt frá fjölskyldu sinni, á þessum erfiðu tímum. 

„Maður verður að halda bara haus. Við erum fjórtán um borð, en bara tveir sem búum í Grindavík. Maður verður að halda haus og sinna vinnunni sinni, það er ekkert annað í boði,“ segir Óli Björn sem kveðst þó vera á heimleið, fyrr en áætlað var. 

Spurður hvað tekur við þegar þeir koma í land segir Óli Björn að menn fái smá andrými áður en þeir halda aftur á sjó. Þann tíma hyggst hann nýta með fjölskyldunni sinni sem komst til Grindavíkur í dag og gat „hreinsað helvíti vel út úr húsinu“, eins og Óli Björn kemst að orði. 

Átti von á því að húsið væri skemmt

Hann segir gott að hægt hafi verið að sækja persónulegar eigur auk þess sem húsið þeirra hjóna var í betra ástandi en þau höfðu átt von á. 

„Það sá ekki á húsinu í dag þegar konan mín kom þangað. Maður var alveg gáttaður miðað við lætin sem voru þarna. Ég er með svona glerhús, eða sólhús, sem meira að segja stóð þetta af sér,“ segir Óli Björn sem er búsettur mjög ofarlega, vestan megin í bænum. 

„Maður átti alveg von á því að það væru einhverjar skemmdir á húsinu. En þetta verður voðalega skrítið og óvissuástand ef það gýs ekki, verða þá bara áfram skjálftar og læti? Það verður svo mikið óvissuástand. Þetta er einhverra vikna prósess að sjá hvernig þetta þróast,“ segir Óli Björn hálf skelkaður yfir ástandinu. 

Hrærður yfir stuðningnum frá þjóðinni

„Þetta eru svakalegar hamfarir sem hafa átt sér stað þarna og maður er búinn að vera hálf dofinn og nánast snöktandi á köflum,“ segir hann og bætir við: 

„Líka hrærður yfir þessum stuðningi og hvernig þjóðin bregst við þessu, það eru alls staðar opnar dyr.“

Sem dæmi segir Óli Björn að á laugardaginn hafi maður, sem hann var með á veiði í sumar en þekkir lítið, haft samband við sig og boðið sér íbúð. 

Lítið búinn að velta framtíðinni fyrir sér

Spurður út í framtíðina og hvort hann sjái fyrir sér að búa áfram í Grindavík, segist Óli Björn lítið vera búinn að velta því fyrir sér. Hann segir það þó vera fyrsta kost enda fæddur og uppalinn í Grindavík. 

„Það verður fyrsti kostur að komast aftur til Grindavíkur. Ef það verður talið í lagi að búa þarna, maður veit ekkert. Þetta er svo nýskeð að maður á alveg eftir að pæla í þessu, það er erfitt að segja til um það.“  

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.11.23 445,79 kr/kg
Þorskur, slægður 28.11.23 480,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.11.23 219,54 kr/kg
Ýsa, slægð 28.11.23 227,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.11.23 196,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.11.23 277,29 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 28.11.23 251,38 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.23 217,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.23 Gulltoppur GK 24 Línutrekt
Þorskur 226 kg
Ýsa 215 kg
Hlýri 7 kg
Karfi 6 kg
Keila 6 kg
Langa 3 kg
Samtals 463 kg
28.11.23 Ottó N Þorláksson VE 5 Botnvarpa
Karfi 57.993 kg
Samtals 57.993 kg
28.11.23 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 37.078 kg
Karfi 18.144 kg
Ýsa 7.852 kg
Ufsi 7.433 kg
Steinbítur 1.275 kg
Skarkoli 767 kg
Þykkvalúra 471 kg
Langa 345 kg
Hlýri 334 kg
Grálúða 44 kg
Blálanga 41 kg
Samtals 73.784 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.11.23 445,79 kr/kg
Þorskur, slægður 28.11.23 480,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.11.23 219,54 kr/kg
Ýsa, slægð 28.11.23 227,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.11.23 196,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.11.23 277,29 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 28.11.23 251,38 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.23 217,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.23 Gulltoppur GK 24 Línutrekt
Þorskur 226 kg
Ýsa 215 kg
Hlýri 7 kg
Karfi 6 kg
Keila 6 kg
Langa 3 kg
Samtals 463 kg
28.11.23 Ottó N Þorláksson VE 5 Botnvarpa
Karfi 57.993 kg
Samtals 57.993 kg
28.11.23 Áskell ÞH 48 Botnvarpa
Þorskur 37.078 kg
Karfi 18.144 kg
Ýsa 7.852 kg
Ufsi 7.433 kg
Steinbítur 1.275 kg
Skarkoli 767 kg
Þykkvalúra 471 kg
Langa 345 kg
Hlýri 334 kg
Grálúða 44 kg
Blálanga 41 kg
Samtals 73.784 kg

Skoða allar landanir »