Mikill samdráttur útflutningsverðmæta

Útskipun á fiskimjöli í Neskaupstað. 63% samdráttur varð í útflutningsverðmætum …
Útskipun á fiskimjöli í Neskaupstað. 63% samdráttur varð í útflutningsverðmætum fiskimjöls í október miðað við sama mánuð í fyrra. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ágúst Blöndal

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 26,9 milljörðum króna í október samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan og er það tæplega 14% samdráttur miðað við sama mánuð á síðasta ári. Vakin er athygli á því í greiningu Radarsins að gengi krónunnar hafi að jafnaði verið rétt rúmlega 1% lægra í október síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra og er samdrátturinn því aðeins meiri í erlendri mynt, eða tæp 15%.

Fram kemur að útflutningsverðmæti flestra afurðaflokka dróst saman á milli ára í október, að ferskum, söltuðum og þurrkuðum afurðum undanskildum. Þannig var rúmlega 2% aukning í útflutningsverðmæti ferskra afurða á milli ára og rétt um 1% aukning á söltuðum og þurrkuðum afurðum.

Mynd/Radarinn

Mesti samdrátturinn er í fiskimjöli og var útfluttningsverðmæti þess í október 1,3 milljarður sem er 2,3 milljörðum minna en í sama mánuði á síðasta ári, nemur samdrátturinn 63%. Næst mest munar um heilfrystan fisk og minnkar útflutningsverðmæti slíkra afurða um 22%. Á eftir fylgir flokkurinn aðrar sjávarafurðir sem dragast saman um 26%, en undir það heyra t.a.m. loðnuhrogn. Þá drógust útflutningsverðmæti rækju saman um 26%, lýsi um 5% og frystum flökum um 5%.

Á fyrstu tíu mánuðum ársins nema útflutningsverðmæti sjávarafurða um 280 milljörðum króna sem er rúmlega 6% samd´rattur frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til gengisbreytinga. Samd´rattur hefur orðið í öllum afurðaflokkum, að heilfrystum fiski undanskildum, en þar er aukning upp á rúm 15% á milli ára á föstu gengi.

Mynd/Radarinn

Viðbótarkvótinn barst seint

„Þar sem einungis er um fyrstu bráðabirgðatölur að ræða í október liggur sundurliðun niður á tegundir ekki fyrir í mánuðinum, en miðað við þróunina á fyrstu 9 mánuðum ársins má gera ráð fyrir að grálúða og loðna spili stórt hlutverk í téðri aukningu. Þetta er þó eflaust eina tilfellið sem loðnan hefur áhrif til hækkunar, enda eru aðrir afurðaflokkar þar sem hún er fyrirferðarmikil að dragast saman á milli ára. Ber hér fyrst að nefna flokkinn „aðrar sjávarafurðir“ þar sem loðnuhrogn koma við sögu. Þar er samdráttur upp á tæp 25% á milli ára. Hann skrifast að stærstum hluta á verulegar verðlækkanir á loðnuhrognum sem má rekja til þess hversu mikil framleiðslan var. Það má svo aftur rekja til hversu miklu var bætt við loðnukvótann rétt í þann mund sem verðmætasti hluti loðnuverðtíðarinnar var að hefjast,“ segir í greiningu Radarsins.

Fullyrt er að hefði viðbótarkvótinn í loðnu sem gefinn var seint út fengist fyrr hefði mun meiri afla verið ráðstafað í bræðslu. „Þetta hefur jafnframt orðið til þess að talsverður samdráttur er í útflutningsverðmæti á fiskimjöli og lýsi á milli ára, eða samanlagt um 12% á föstu gengi.“

Þá varð 11% samdráttur í í útflutningsverðmætum frystra flaka á fyrstu tíu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. „Þar má telja að samdráttur í veiðum á ufsa eigi stærstan hlut en um þriðjungs samdráttur var í ufsaafla á fyrstu 10 mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.“

Mynd/Radarinn
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.11.23 428,68 kr/kg
Þorskur, slægður 30.11.23 427,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.11.23 205,54 kr/kg
Ýsa, slægð 30.11.23 162,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.11.23 181,44 kr/kg
Ufsi, slægður 30.11.23 243,15 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 30.11.23 218,00 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.11.23 255,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.11.23 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 434 kg
Ufsi 351 kg
Ýsa 73 kg
Samtals 858 kg
30.11.23 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 775 kg
Ufsi 601 kg
Karfi 58 kg
Samtals 1.434 kg
30.11.23 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 20.061 kg
Samtals 20.061 kg
30.11.23 Frár VE 78 Botnvarpa
Þorskur 22.204 kg
Ufsi 1.355 kg
Ýsa 857 kg
Langa 662 kg
Skötuselur 656 kg
Karfi 243 kg
Skarkoli 206 kg
Samtals 26.183 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 30.11.23 428,68 kr/kg
Þorskur, slægður 30.11.23 427,14 kr/kg
Ýsa, óslægð 30.11.23 205,54 kr/kg
Ýsa, slægð 30.11.23 162,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 30.11.23 181,44 kr/kg
Ufsi, slægður 30.11.23 243,15 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 30.11.23 218,00 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 30.11.23 255,50 kr/kg

Fleiri tegundir »

30.11.23 Særún EA 251 Þorskfisknet
Þorskur 434 kg
Ufsi 351 kg
Ýsa 73 kg
Samtals 858 kg
30.11.23 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 775 kg
Ufsi 601 kg
Karfi 58 kg
Samtals 1.434 kg
30.11.23 Jóhanna Gísladóttir GK 357 Botnvarpa
Karfi 20.061 kg
Samtals 20.061 kg
30.11.23 Frár VE 78 Botnvarpa
Þorskur 22.204 kg
Ufsi 1.355 kg
Ýsa 857 kg
Langa 662 kg
Skötuselur 656 kg
Karfi 243 kg
Skarkoli 206 kg
Samtals 26.183 kg

Skoða allar landanir »