Takmarka veiðar vegna stöðunnar í Grindavík

Bergur VE kemur til hafnar í Vestmannaeyjum.
Bergur VE kemur til hafnar í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Guðmundur Alfreðsson

Veiðum ísfisktogaranna Bergs VE og Vestmannaeyjar VE er nú stýrt þannig að mun meiri takmarkanir eru settar á aflann sem veiddur er hverju sinni en áður. Ástæðan er að ekki er unnt að landa afla til vinnslu í Grindavík.

Bergur VE  kom til löndunar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi með 65 tonna afla. „Þetta var mest ýsa og þorskur sem fékkst á Gula teppinu og á Breiðdalsgrunni,“ segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi VE, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.

„Veður var ágætt í túrnum. Þetta var skammturinn sem við máttum taka en lokunin hjá Vísi í Grindavík hefur veruleg áhrif á það hvernig veiðum hjá okkur er háttað,“ sagði Jón.

Vestmannaey VE kom til hafnar í morgun með 60 tonna …
Vestmannaey VE kom til hafnar í morgun með 60 tonna afla. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Guðmundur Alfreðsson

Vestmannaey VE lagði svo að bryggju í Vestmannaeyjum í morgun með 60 tonn. „Við máttum taka ákveðinn skammt sem ákveðinn er í samræmi við stöðuna í Grindavík. Aflinn hjá okkur var mest ýsa. Við tókum eitt hol út af Hornafirði en síðan var veitt á Breiðdalsgrunni og Skrúðsgrunni. Það var þokkalegt nag yfir daginn en rólegri veiði á nóttunni,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, í færslunni.

Gert er ráð fyrir að Bergur haldi til veiða á ný á morgun en ekki er vitað með vissu hvenær Vestmannaey heldur til veiða.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.11.23 445,78 kr/kg
Þorskur, slægður 28.11.23 480,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.11.23 219,73 kr/kg
Ýsa, slægð 28.11.23 227,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.11.23 196,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.11.23 277,29 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 28.11.23 251,37 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.23 217,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.23 Vigur SF 80 Lína
Ýsa 2.512 kg
Þorskur 519 kg
Langa 340 kg
Keila 52 kg
Samtals 3.423 kg
28.11.23 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 539 kg
Samtals 539 kg
28.11.23 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 512 kg
Samtals 512 kg
28.11.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 11.724 kg
Ýsa 1.996 kg
Langa 38 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 13.786 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 28.11.23 445,78 kr/kg
Þorskur, slægður 28.11.23 480,71 kr/kg
Ýsa, óslægð 28.11.23 219,73 kr/kg
Ýsa, slægð 28.11.23 227,78 kr/kg
Ufsi, óslægður 28.11.23 196,67 kr/kg
Ufsi, slægður 28.11.23 277,29 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 28.11.23 251,37 kr/kg
Litli karfi 16.11.23 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 28.11.23 217,88 kr/kg

Fleiri tegundir »

28.11.23 Vigur SF 80 Lína
Ýsa 2.512 kg
Þorskur 519 kg
Langa 340 kg
Keila 52 kg
Samtals 3.423 kg
28.11.23 Dagrún HU 121 Þorskfisknet
Þorskur 539 kg
Samtals 539 kg
28.11.23 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 512 kg
Samtals 512 kg
28.11.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt
Þorskur 11.724 kg
Ýsa 1.996 kg
Langa 38 kg
Ufsi 28 kg
Samtals 13.786 kg

Skoða allar landanir »