Veiðum ísfisktogaranna Bergs VE og Vestmannaeyjar VE er nú stýrt þannig að mun meiri takmarkanir eru settar á aflann sem veiddur er hverju sinni en áður. Ástæðan er að ekki er unnt að landa afla til vinnslu í Grindavík.
Bergur VE kom til löndunar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi með 65 tonna afla. „Þetta var mest ýsa og þorskur sem fékkst á Gula teppinu og á Breiðdalsgrunni,“ segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi VE, í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
„Veður var ágætt í túrnum. Þetta var skammturinn sem við máttum taka en lokunin hjá Vísi í Grindavík hefur veruleg áhrif á það hvernig veiðum hjá okkur er háttað,“ sagði Jón.
Vestmannaey VE lagði svo að bryggju í Vestmannaeyjum í morgun með 60 tonn. „Við máttum taka ákveðinn skammt sem ákveðinn er í samræmi við stöðuna í Grindavík. Aflinn hjá okkur var mest ýsa. Við tókum eitt hol út af Hornafirði en síðan var veitt á Breiðdalsgrunni og Skrúðsgrunni. Það var þokkalegt nag yfir daginn en rólegri veiði á nóttunni,“ segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, í færslunni.
Gert er ráð fyrir að Bergur haldi til veiða á ný á morgun en ekki er vitað með vissu hvenær Vestmannaey heldur til veiða.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 28.11.23 | 445,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 28.11.23 | 480,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 28.11.23 | 219,73 kr/kg |
Ýsa, slægð | 28.11.23 | 227,78 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 28.11.23 | 196,67 kr/kg |
Ufsi, slægður | 28.11.23 | 277,29 kr/kg |
Djúpkarfi | 20.10.23 | 253,00 kr/kg |
Gullkarfi | 28.11.23 | 251,37 kr/kg |
Litli karfi | 16.11.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 28.11.23 | 217,88 kr/kg |
28.11.23 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.512 kg |
Þorskur | 519 kg |
Langa | 340 kg |
Keila | 52 kg |
Samtals | 3.423 kg |
28.11.23 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 539 kg |
Samtals | 539 kg |
28.11.23 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 512 kg |
Samtals | 512 kg |
28.11.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 11.724 kg |
Ýsa | 1.996 kg |
Langa | 38 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 13.786 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 28.11.23 | 445,78 kr/kg |
Þorskur, slægður | 28.11.23 | 480,71 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 28.11.23 | 219,73 kr/kg |
Ýsa, slægð | 28.11.23 | 227,78 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 28.11.23 | 196,67 kr/kg |
Ufsi, slægður | 28.11.23 | 277,29 kr/kg |
Djúpkarfi | 20.10.23 | 253,00 kr/kg |
Gullkarfi | 28.11.23 | 251,37 kr/kg |
Litli karfi | 16.11.23 | 10,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 28.11.23 | 217,88 kr/kg |
28.11.23 Vigur SF 80 Lína | |
---|---|
Ýsa | 2.512 kg |
Þorskur | 519 kg |
Langa | 340 kg |
Keila | 52 kg |
Samtals | 3.423 kg |
28.11.23 Dagrún HU 121 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 539 kg |
Samtals | 539 kg |
28.11.23 Agnar BA 125 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 512 kg |
Samtals | 512 kg |
28.11.23 Öðlingur SU 19 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 11.724 kg |
Ýsa | 1.996 kg |
Langa | 38 kg |
Ufsi | 28 kg |
Samtals | 13.786 kg |