Hluti úr sprengju kom í veiðarfærin

Hlutinn af sprengjunni, Árni Rúnar skipstjóri og Björg EA.
Hlutinn af sprengjunni, Árni Rúnar skipstjóri og Björg EA. Samsett mynd/Samherji

Hluti úr breskri sprengju kom í veiðarfæri ísfisktogarans Bjargar EA 7 við veiðar á Rifsbakka í gær, að því er segir í tilkynningu frá Samherja.

Haft var samband við Landhelgisgæslu sem staðfesti að brotið væri af MARK XVII-sprengju, eins og breski herinn notaði í seinni heimsstyrjöldinni.

Samherji vitnar í Árna Rúnar Jóhannesson skipstjóra sem segir að stýrimaðurinn Hreinn Birkisson hafi orðið var við torkennilegan hlut í trollinu og að ákveðið hafi verið að hífa upp veiðarfærin.

Þá hafi komið í ljós að um hlut af sprengjubrot væri að ræða og var strax haft samband við Landhelgisgæsluna.

Lykilatriði að hreyfa ekki við sprengjunum

Árni Rúnar segir að ekkert grín sé að fá þessar gömlu sprengjur í veiðarfærin og um borð. Lykilatriði sé að hreyfa alls ekkert við þeim og allra síst að skila þeim aftur í hafið.

„Sem betur fer var þetta einungis hluti úr sprengju og engin hætta á ferðum. Við þurfum með öðrum orðum ekki að stíma í land, sem þarf að gera ef um er að ræða ósprungnar sprengjur,“ segir Árni Rúnar. 

Engu að síður sé þetta mjög óæskilegt og geta sprengjubrot eins og þessi hæglega skemmt veiðarfæri.

Björg EA nýmáuð við bryggju á Akureyri.
Björg EA nýmáuð við bryggju á Akureyri. Ljósmynd/Samherji
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 1.384 kg
Samtals 1.384 kg
13.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 2.712 kg
Þorskur 1.330 kg
Steinbítur 1.015 kg
Skarkoli 415 kg
Langa 17 kg
Samtals 5.489 kg
13.7.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.710 kg
Þorskur 272 kg
Samtals 1.982 kg
13.7.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 1.384 kg
Samtals 1.384 kg
13.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 2.712 kg
Þorskur 1.330 kg
Steinbítur 1.015 kg
Skarkoli 415 kg
Langa 17 kg
Samtals 5.489 kg
13.7.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.710 kg
Þorskur 272 kg
Samtals 1.982 kg
13.7.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »