Skaðabætur gætu numið 2-4 milljörðum króna

Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Frá Hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í bréfi lögmanns Hvals hf. til ríkislögmanns segir að fyrirtækið sé til viðræðu um að aðilar komi sér saman um aðila sem fengnir væru til að leggja mat á tjón félagsins í formi utanmatsréttargerðar án þess þó að bindandi væri fyrir hvorn aðila.

Þess er óskað að meðferð málsins verði hraðað eftir föngum. Segir Hvalur að ekki þurfi að fjölyrða um „þau geigvænlegu áhrif sem ákvörðun ráðherra hefur haft á félagið, ásamt þeim fjölmörgu einstaklingum og fjölskyldum sem í hlut eiga“, eins og komist er að orði í bréfinu.

Orðið fyrir stórfelldum tekjumissi

Hvalur telur blasa við að félagið hafi orðið fyrir stórfelldum tekjumissi af því að hafa ekki getað veitt langreyðar meðan á banninu stóð og síðar hagnýtt. Einnig hafi félagið orðið fyrir stórfelldum fjárútlátum vegna ákvörðunar ráðherrans.

Til frádráttar bótum geti komið þau útgjöld sem spöruðust á meðan bannið varði, einkum vegna launakostnaðar og breytilegs kostnaðar. Fram er tekið í bréfinu að Verkalýðsfélag Akraness líti svo á að einstaklingar eigi launakröfur á hendur Hval vegna þess tíma sem hvalveiðibannið stóð yfir og sama geri Félag skipstjórnarmanna. Sé sú forsenda rétt hafi það eðli málsins samkvæmt áhrif á útreikning skaðabótakröfu. Ef starfsmennirnir yrðu ekki taldir eiga kröfu á Hval, þá hlytu þeir að eiga kröfu á hendur íslenska ríkinu, enda hafi ákvörðun ráðherra valdið þeim tekjutapi með tilheyrandi búsifjum.

Engar fjárhæðir eru nefndar í bréfinu, en nefna má að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur lýst því yfir að hann telji að fjárhæð skaðabótakröfunnar geti orðið á milli tveir og fjórir milljarðar króna vegna þress skaða sem fyrirtækið og starfsmenn þess urðu fyrir, að hans mati.

Nánar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í ­dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.25 467,29 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.25 433,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.25 389,41 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.25 325,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.25 199,01 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.25 233,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.25 229,65 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.25 Benas GK 317 Handfæri
Þorskur 326 kg
Ufsi 50 kg
Karfi 4 kg
Samtals 380 kg
24.6.25 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 2.950 kg
Ýsa 928 kg
Hlýri 53 kg
Keila 37 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 7 kg
Samtals 3.999 kg
24.6.25 Hafbjörg NS 16 Handfæri
Þorskur 755 kg
Samtals 755 kg
24.6.25 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 504 kg
Ufsi 39 kg
Karfi 3 kg
Samtals 546 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 24.6.25 467,29 kr/kg
Þorskur, slægður 24.6.25 433,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 24.6.25 389,41 kr/kg
Ýsa, slægð 24.6.25 325,07 kr/kg
Ufsi, óslægður 24.6.25 199,01 kr/kg
Ufsi, slægður 24.6.25 233,83 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 24.6.25 229,65 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

24.6.25 Benas GK 317 Handfæri
Þorskur 326 kg
Ufsi 50 kg
Karfi 4 kg
Samtals 380 kg
24.6.25 Toni NS 20 Landbeitt lína
Þorskur 2.950 kg
Ýsa 928 kg
Hlýri 53 kg
Keila 37 kg
Steinbítur 24 kg
Karfi 7 kg
Samtals 3.999 kg
24.6.25 Hafbjörg NS 16 Handfæri
Þorskur 755 kg
Samtals 755 kg
24.6.25 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 504 kg
Ufsi 39 kg
Karfi 3 kg
Samtals 546 kg

Skoða allar landanir »