Mjög ólíklegt er að makríll mun sjást upp með öllu landinu í sumar eins og árið 2014. Jafnframt er ekki líklegt að hann verði áberandi í miklu magni á Íslandsmiðum.
Þetta sagði Anna Heiða Ólafsdóttir, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnunar, á málstofu í húsakynnum stofnunarinnar sem haldin var í dag. Vísaði hún meðal annars til samdráttar í stofnstærðinni.
Tók hún þó fram að það sé ómögulegt á grundvelli núverandi þekkingu að spá fyrir með vissu hvort makríllinn mun sjást á Íslandsmiðum í sumar.
Í erindi sínu fór Anna Heiða yfir niðurstöður fleiri mismunandi rannsókna á makrílnum og geta fjölmargar ólíkar breytur haft áhrif á göngur makrílsins. Hafa göngur makrílsins verið óútskýrðar um nokkurt skeið en ljóst þykir að einungis hitastig og framboð af ætu virðist ekki vera nóg til að útskýra hvert fiskurinn leitar.
Makríllinn vill helst halda sér í sjó sem er á bilinu átta til þrettán stig og er vitað að stærri fiskur hafi getu til að ganga lengra og þola kaldari sjó að sögn Önnu Heiðu. Kann því stofnstærðin að hafa áhrif á útbreiðslu tegundarinnar því umhverfis Ísland er sjór oft á mörkum þess að vera of kaldur fyrir makrílinn.
Makrílstofninn hefur minnkað mikið samkvæmt niðurstöðum vísindamanna, en vegna skort á samningum milli strandríkja hefur veiði verið á bilinu 9-86% umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) á hverju ári frá 2010.
Þá benda rannsóknir til þess að hrygningarsvæði makrílsins hafi stækkað til norðurs aðallega vegna hækkandi hitastigs í Noregshafi.
Anna Heiða sagði það geta haft þau áhrif að stofninn leiti frekar með hafstraumum upp með Noregi á fæðugöngu að lokinni hrygningu í stað þess að leita vestur, enda er það styttra að sækja í fæðuna þá leið.
Stofnstærðin sem og breytingar í hrygningarsvæði makrílsins gæti því dregið úr líkum á því að hann gangi til vesturs inn í íslenska lögsögu.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.11.24 | 524,80 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.11.24 | 522,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.11.24 | 308,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.11.24 | 241,31 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.11.24 | 126,31 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.11.24 | 295,63 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.10.24 | 124,11 kr/kg |
Gullkarfi | 7.11.24 | 327,20 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 1.308 kg |
Skrápflúra | 718 kg |
Þorskur | 465 kg |
Skarkoli | 225 kg |
Sandkoli | 205 kg |
Steinbítur | 104 kg |
Samtals | 3.025 kg |
7.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 97 kg |
Skarkoli | 77 kg |
Ýsa | 20 kg |
Sandkoli | 10 kg |
Steinbítur | 6 kg |
Samtals | 210 kg |
7.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.985 kg |
Ýsa | 1.796 kg |
Steinbítur | 143 kg |
Ufsi | 12 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 9.943 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 7.11.24 | 524,80 kr/kg |
Þorskur, slægður | 7.11.24 | 522,36 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 7.11.24 | 308,19 kr/kg |
Ýsa, slægð | 7.11.24 | 241,31 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 7.11.24 | 126,31 kr/kg |
Ufsi, slægður | 7.11.24 | 295,63 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.10.24 | 124,11 kr/kg |
Gullkarfi | 7.11.24 | 327,20 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 3.11.24 | 277,00 kr/kg |
7.11.24 Ólafur Bjarnason SH 137 Dragnót | |
---|---|
Ýsa | 1.308 kg |
Skrápflúra | 718 kg |
Þorskur | 465 kg |
Skarkoli | 225 kg |
Sandkoli | 205 kg |
Steinbítur | 104 kg |
Samtals | 3.025 kg |
7.11.24 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 97 kg |
Skarkoli | 77 kg |
Ýsa | 20 kg |
Sandkoli | 10 kg |
Steinbítur | 6 kg |
Samtals | 210 kg |
7.11.24 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 7.985 kg |
Ýsa | 1.796 kg |
Steinbítur | 143 kg |
Ufsi | 12 kg |
Skarkoli | 7 kg |
Samtals | 9.943 kg |