Bjarkey: „Ég styð strandveiðikerfið“

Kjartan Páll Sverrisson formaður Strandveiðifélags Íslands og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir …
Kjartan Páll Sverrisson formaður Strandveiðifélags Íslands og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra styður eflingu strandveiðikerfisins og leitar leiða til að ná því fram.

Þetta kom fram í máli Bjarkeyjar þegar strandveiðimenn afhentu henni áskorun þess efnis að veiðitímabil þeirra verði tryggt út ágúst.

Í hádeginu söfnuðust strandveiðimenn og stuðningsmenn þeirra saman fyrir utan Hörpu og gengu að Austurvelli þar sem þeir kröfðust þess að strandveiðitímabilið verði tryggt út ágúst.

Að óbreyttu stefnir í að aflaheimildir þeirra klárist í kringum næstu mánaðamót.

Mannréttindamál

„Við ætlum að marsera niður á Austurvöll og stilla okkur upp þar. Þar ætlar Bjarkey Olsen að taka á móti okkur og við ætlum að afhenda henni áskorun þess efnis að leyfa okkur að klára vertíðina í ár og að hún noti svo veturinn til að gera kerfið mannsæmandi,“ sagði Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, í samtali við mbl.is áður en hópurinn lagði af stað.

Kjartan segir að um mannréttindamál, sem snúi að búsetu- og atvinnufrelsi, sé að ræða.

„Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna kom með úrskurð þess efnis að það væri mannréttindabrot að leyfa okkur ekki að sækja sjóinn,“ segir Kjartan. 

Strandveiðimenn gengu á Austurvöll þar sem þeir afhentu matvælaráðherra áskorun.
Strandveiðimenn gengu á Austurvöll þar sem þeir afhentu matvælaráðherra áskorun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég styð að strandveiðikerfið verði eflt

Þegar á Austurvöll var komið las Kjartan áskorunina upp fyrir fundargesti og afhenti hana í kjölfarið matvælaráðherra. 

„Ég held að enginn eigi að velkjast í vafa um það að ég styð strandveiðikerfið og ég styð að strandveiðikerfið verði eflt. Fyrir því hef ég talað í gegnum tíðina,“ sagði Bjarkey þegar hún tók á móti áskoruninni.

Bjarkey segir að það hafi komið henni að óvart þegar hún kom inn í ráðuneytið hve þungt fiskveiðikerfið er í vöfum til breytinga.

Þarf meira en einn ráðherra

„Ég reyndi að finna leiðir til að breyta því núna fyrir upphaf vertíðar sem mér tókst ekki en ég er svo bjartsýn að ég trúi því að ég geti fundið einhverjar leiðir til að betrumbæta þetta kerfi og ég mun huga að því að minnsta kosti fyrir þinghaldið næsta haust að lagfæra kerfið frá því sem það er núna,“ segir Bjarkey.

Bjarkey segir þó að málið strandi ekki aðeins á henni: „Við eigum eftir að sjá hvort og hvernig við komum því í gegnum Alþingi Íslendinga. Því einn ráðherra burt séð frá góðum vilja nær því ekki einn í gegn.“

Ætlar að funda með forystunni

Bjarkey kveðst ætla að taka kröfur strandveiðimannanna til skoðunar og jafnvel funda líka með forystu þeirra.

„Ég get þá vonandi lagt eitthvað til breytinga sem lagfærir þetta kerfi betur,“ segir Bjarkey.

Spurð hvort fleira standi í vegi fyrir breytingum en flókin lagaumgjörð og hvort þrýstingur sé frá öðrum aðilum innan sjávarútvegskerfisns að halda kvótahluta smábátaeigenda óbreyttum segir Bjarkey:

„Gagnvart mér er enginn þrýstingur en ég held að það sé ekkert launungarmál að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ekki sama sinnis. Telja ekki að það eigi að auka við strandveiðar en það er bara þeirra skoðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.6.25 514,57 kr/kg
Þorskur, slægður 12.6.25 517,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.6.25 545,85 kr/kg
Ýsa, slægð 12.6.25 434,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.6.25 193,58 kr/kg
Ufsi, slægður 12.6.25 251,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 12.6.25 225,40 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 9,35 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.6.25 Neisti HU 5 Handfæri
Þorskur 735 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 744 kg
12.6.25 Jói BA 4 Handfæri
Þorskur 693 kg
Samtals 693 kg
12.6.25 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 228 kg
Ufsi 39 kg
Samtals 267 kg
12.6.25 Nói ÍS 71 Handfæri
Þorskur 626 kg
Samtals 626 kg
12.6.25 Mjallhvít KE 6 Handfæri
Þorskur 257 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 319 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.6.25 514,57 kr/kg
Þorskur, slægður 12.6.25 517,04 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.6.25 545,85 kr/kg
Ýsa, slægð 12.6.25 434,31 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.6.25 193,58 kr/kg
Ufsi, slægður 12.6.25 251,02 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 12.6.25 12,00 kr/kg
Gullkarfi 12.6.25 225,40 kr/kg
Litli karfi 11.6.25 9,35 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.6.25 Neisti HU 5 Handfæri
Þorskur 735 kg
Ufsi 9 kg
Samtals 744 kg
12.6.25 Jói BA 4 Handfæri
Þorskur 693 kg
Samtals 693 kg
12.6.25 Þura AK 79 Handfæri
Þorskur 228 kg
Ufsi 39 kg
Samtals 267 kg
12.6.25 Nói ÍS 71 Handfæri
Þorskur 626 kg
Samtals 626 kg
12.6.25 Mjallhvít KE 6 Handfæri
Þorskur 257 kg
Karfi 31 kg
Ufsi 31 kg
Samtals 319 kg

Skoða allar landanir »