Veruleg aukning í ýsu og ufsa í maí

Baldvin Njálsson GK kemur til hafnar. Íslenski flotinn landaði töluvert …
Baldvin Njálsson GK kemur til hafnar. Íslenski flotinn landaði töluvert meira af ýsu, ufsa og karfa í maí síðastliðnum en sama mánuð í fyrra. mbl.is/Hafþór

Íslenski fiskiskipaflotinn landaði 87 þúsund tonnum í maí síðastliðnum og er það 14% minn afli en í sama mánuði 2023, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Má rekja samdráttinn til uppsjávartegunda en athygli vekur að botnfiskaflinn eykst um 19% og vegur þar þungt veruleg aukning í ufsa, ýsu og karfa.

Í maí var landað 5.260 tonnum af ufsa sem er 48% meira en í sama mánuði í fyrra og var á sama tíma landað rúmlega átta þúsund tonnum af ýsu sem er 46% aukning milli ára. Þá jókst magn af lönduðum karfa um 32% og endaði í 4.199 tonnum. Einnig var góður gangur í flatfiskveiðum og jókst aflinn um 34%.

Í maí var landað tæplega 38 þúsund tonnum af uppsjávarafla sem er 37% minna en á þessu tímabili á síðasta ári. Munar þar langmestu um kolmunnann sem var nánast öll uppistaða uppsjávaraflans í maí í ár og 2023. Samdráttur í kolmunna má líklega rekja til minni veiða í kjölfar einstaklega góðrar vertíðar í vetur.

Heildarafli á tólf mánaða tímabili frá júní 2023 til maí 2024 var rúmlega 1,08 milljón tonn sem var 25% minna en aflinn á sama tólf mánaða tímabili ári fyrr. Munar þar um 400 þúsund tonn af loðnu sem fékkst tímabilið á undan en sem kunnugt er varð loðnubrestur síðastliðinn vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 15.923 kg
Þorskur 788 kg
Skarkoli 385 kg
Steinbítur 260 kg
Sandkoli 49 kg
Samtals 17.405 kg
12.7.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Steinbítur 5.773 kg
Þorskur 2.880 kg
Ýsa 363 kg
Skarkoli 263 kg
Sandkoli 90 kg
Þykkvalúra 36 kg
Samtals 9.405 kg
12.7.24 Nóney BA 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.017 kg
Samtals 1.017 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.7.24 Bárður SH 81 Dragnót
Ýsa 15.923 kg
Þorskur 788 kg
Skarkoli 385 kg
Steinbítur 260 kg
Sandkoli 49 kg
Samtals 17.405 kg
12.7.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Steinbítur 5.773 kg
Þorskur 2.880 kg
Ýsa 363 kg
Skarkoli 263 kg
Sandkoli 90 kg
Þykkvalúra 36 kg
Samtals 9.405 kg
12.7.24 Nóney BA 11 Grásleppunet
Grásleppa 1.017 kg
Samtals 1.017 kg

Skoða allar landanir »