Segir hnignunina ekki tengjast sjókvíaeldi

Jens Garðar Helgason er aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins Kaldvíkur hf.
Jens Garðar Helgason er aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins Kaldvíkur hf. mbl.is/María Matthíasdóttir

Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri sjókvíaeldisfyrirtækisins Kaldvíkur hf., segir ákvörðun umhverfisstofnunar Noregs um að loka 33 laxveiðiám ekki koma á óvart þar sem áður hafi verið gripið til svipaðra aðgerða.

Þá segir hann hnignun laxastofnsins hér á landi ekki tengjast sjókvíaeldi heldur ofveiði í laxveiðiám.

„Eins og ég les þessar fréttir í Noregi að þá er náttúrulega verið að verja árnar fyrir veiðiálagi og þetta er ekkert í fyrsta skipti sem þetta hefur verið gert í Noregi. Meðal annars ef það hafa verið miklir þurrkar eða annað þá hafa árnar verið verndaðar frá veiðiálaginu sem er í ánum og það er það sama sem er að gerast núna,“ segir Jens og heldur áfram:

„En þetta hefur ekkert með sjókvíaeldi að gera, þetta hefur bara með aukið veiðiálag í ánum og minnkandi stofna og það er í rauninni afleiðingin af þessu. Eins og kom fram á ráðstefnu sem var núna á dögunum hjá Hafrannsóknastofnun er ein helsta ástæðan fyrir slæmu ástandi stofnana hér að það er bara of mikið drepið í ánum. Það hefur ekkert með sjókvíaeldi að gera. Og hnignun stofnsins hér á Íslandi, sjókvíaeldið er það tiltölulega ný byrjað að það eru aðrar skýringar á því, eins og annars staðar í Norður Atlantshafi.“

Lokanirnar ákveðið stýringartæki

Svona út frá þínum bæjardyrum séð, væri þetta eitthvað sem væri ráðlegt að gera hér á landi?

„Við sjáum bara hvernig stýringin er á til dæmis rjúpunni, þar sem að veiðar eru leyfðar tímabundið eða mismikið eftir því hvernig ástandið er á stofnunum. Það hlýtur að vera verkefni Hafrannsóknastofnunar og jafnvel Fiskistofu að fylgjast með ástandi stofnsins, alveg eins og þau fylgjast með ástandi annarra stofna, og vega og meta það hvort að það eigi að veiða úr stofnunum eða ekki. Þar liggur ábyrgðin, hjá Hafrannsóknastofnun,“ segir Jens.

„En ég er ekki fiskifræðingur og get ekki lagt mat á það nákvæmlega hvort það ætti að stoppa veiðarnar á Íslandi.“

Jens segir lokanir líkt og þær sem að Norðmenn beita nú vera ákveðið stýringartæki, líkt og við höfum hérlendis fyrir aðra fiskistofna.

„Hér er það algjörlega undir veiðiréttarhöfunum og veiðileyfasölunum komið hvað þeir eru með mikið veiðiálag í ánum. Menn geta fjölgað stöngum í ánum og annað og veiðitíminn er alltaf sá sami, 90 dagar. Þannig að, það er svolítið öðruvísi, hér á Íslandi er það einungis þeir sem veiða fiskinn sem stýra veiðiálaginu en ekki Hafrannsóknastofnun eins og hún gerir með aðra fiskistofna,“ segir Jens.

„Ekki bein afleiðing af sjókvíaeldinu“

Þannig það væri kannski eitthvað sem væri vert að skoða hérlendis?

„Ja, eins og ég segi, ég er ekki fiskifræðingur en ég hefði haldið að Hafró þyrfti að hafa þetta til hliðsjónar, að minnsta kosti ef að þeir telja að ástand laxastofnanna hér sé orðið hvimleitt. Og ég held að Ísland sé nú besta dæmið um það að ástand stofna sé ekki bein afleiðing af sjókvíaeldinu.

Ég sá það nú að í Morgunblaðinu var búið að hringja í einhvern andstæðing sjókvíaeldisins til þess að fá hans álit, og auðvitað var hans niðurstaða sú að þetta væri sjókvíaeldið í Noregi. En því er ekki fyrir að fara hér á Íslandi. Það er eitthvað að gerast í Norður-Atlantshafinu, allar rannsóknir benda til þess, það eru breytingar í hafinu. Við sjáum það líka bara á öðrum fiskistofnum hvernig þeir eru að þróast, laxinn er ekki undanskilinn þar. Þá er bara spurningin hvort það á að vera með óheft veiðiálag og veiðiálag sem ekkert eftirlit er með í ánum, það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Jens.

Og það er einmitt það sem þér þykir að ætti að heyra undir Hafrannsóknastofnun þá ef ég skil þig rétt?

„Ja, ég hefði haldið að Hafrannsóknastofnun eða Fiskistofa hljóti að bera ábyrgð á veiðistýringu á þessum fiskistofni alveg eins og öðrum fiskistofnum við Íslandsstrendur,“ segir Jens.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.262 kg
Ýsa 1.107 kg
Steinbítur 275 kg
Hlýri 93 kg
Keila 29 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.769 kg
23.7.24 Kristín ÓF 49 Handfæri
Þorskur 518 kg
Samtals 518 kg
23.7.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 3.054 kg
Ýsa 2.405 kg
Steinbítur 140 kg
Keila 35 kg
Hlýri 23 kg
Langa 23 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.683 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.7.24 543,10 kr/kg
Þorskur, slægður 23.7.24 302,28 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.7.24 348,33 kr/kg
Ýsa, slægð 23.7.24 156,94 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.7.24 95,95 kr/kg
Ufsi, slægður 23.7.24 281,08 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 23.7.24 593,78 kr/kg
Litli karfi 23.7.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.7.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 4.262 kg
Ýsa 1.107 kg
Steinbítur 275 kg
Hlýri 93 kg
Keila 29 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.769 kg
23.7.24 Kristín ÓF 49 Handfæri
Þorskur 518 kg
Samtals 518 kg
23.7.24 Margrét GK 33 Lína
Þorskur 3.054 kg
Ýsa 2.405 kg
Steinbítur 140 kg
Keila 35 kg
Hlýri 23 kg
Langa 23 kg
Karfi 3 kg
Samtals 5.683 kg

Skoða allar landanir »