Matvælaráðherra hefur ákveðið að auka aflaheimild upp á 2 þúsund tonn af þorski á yfirstandandi strandveiðitímabili.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð sem heimilar aukna aflaheimild. Heildarráðstöfun í þorski til strandveiða átti að vera 10 þúsund tonn en verða nú í stað 12 þúsund tonn.
Lög gera ráð fyrir að hverjum strandveiðibát verði heimilað að stunda veiðar í tólf daga í maí, júní, júlí og ágúst.
„Með þessari aukningu hækkar hlutfall strandveiða á þorski upp í rúm 55% af þorski innan félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Svo stórum hluta heimilda hefur ekki verið ráðstafað til strandveiða áður,“ segir í tilkynningunni.
Aukningin kemur af skiptimarkaði, þar af 1.300 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl.
„Þessi ákvörðun er tekin til að rétta af þann halla sem er afleiðing þess fyrirkomulags sem hefur verið á strandveiðum þar sem sum byggðarlög hafa borið skarðan hlut frá borði,“ er haft eftir Bjarkeyju í tilkynningunni.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.10.24 | 511,08 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.10.24 | 456,72 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.10.24 | 295,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.10.24 | 268,99 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.10.24 | 216,49 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.10.24 | 246,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 14.10.24 | 79,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.10.24 | 231,33 kr/kg |
Litli karfi | 25.9.24 | 7,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 14.10.24 | 192,00 kr/kg |
14.10.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 4.375 kg |
Langa | 1.238 kg |
Keila | 132 kg |
Steinbítur | 75 kg |
Karfi | 36 kg |
Þorskur | 29 kg |
Samtals | 5.885 kg |
14.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 137 kg |
Ýsa | 73 kg |
Hlýri | 47 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Langa | 16 kg |
Samtals | 295 kg |
14.10.24 Toni NS 20 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.018 kg |
Ýsa | 1.432 kg |
Keila | 114 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.581 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.10.24 | 511,08 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.10.24 | 456,72 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.10.24 | 295,48 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.10.24 | 268,99 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.10.24 | 216,49 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.10.24 | 246,11 kr/kg |
Djúpkarfi | 14.10.24 | 79,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.10.24 | 231,33 kr/kg |
Litli karfi | 25.9.24 | 7,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 14.10.24 | 192,00 kr/kg |
14.10.24 Kristinn HU 812 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 4.375 kg |
Langa | 1.238 kg |
Keila | 132 kg |
Steinbítur | 75 kg |
Karfi | 36 kg |
Þorskur | 29 kg |
Samtals | 5.885 kg |
14.10.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 137 kg |
Ýsa | 73 kg |
Hlýri | 47 kg |
Steinbítur | 22 kg |
Langa | 16 kg |
Samtals | 295 kg |
14.10.24 Toni NS 20 Lína | |
---|---|
Þorskur | 3.018 kg |
Ýsa | 1.432 kg |
Keila | 114 kg |
Steinbítur | 15 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.581 kg |