Arðgreiðslur verulega minni í sjávarútvegi

Sjávarútvegsfyrirtækin greiða út minni arð en gengur og gerist í …
Sjávarútvegsfyrirtækin greiða út minni arð en gengur og gerist í viðskiptalífinu. Félögin þurfa sterka efnahagsreikninga til að hafa svigrúm til að bregðast við óvæntum áföllum. mbl.is/Hafþór

Arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði var 34% í sjávarútvegi á árunum 2013 til 2022. Á sama tímabili voru arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu í heild 41% af hagnaði að undanskildum sjávarútvegi.

Kemur þetta fram í gögnum Hagstofu Íslands og gerir Birta Karen Tryggvadóttir, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), þetta að umræðuefni í grein sem birt hefur verið á vef samtakanna.

„Mikið fer fyrir umræðu um sjávarútveg hér á landi. Það er ekki óeðlilegt enda byggir greinin starfsemi sína á nýtingu auðlinda, sem er í eðli sínu pólitískt viðfangsefni. Í þessari umræðu beinist kastljósið stundum að arðgreiðslum og heildarfjárhæð þeirra er þá jafnan fordæmd. Fjárhæðir einar og sér segja þó aðeins takmarkaða sögu ef þær eru ekki settar í samhengi. Staðreyndin er sú að þegar arðgreiðslur í sjávarútvegi eru skoðaðar betur kemur í ljós að þær eru almennt lægri en gengur og gerist í viðskiptahagkerfinu,“ skrifar hún.

Mynd/SFS

Áberandi tortryggni

Birta Karen segir áberandi tortryggni í garð sjávarútvegsfyrirtækja í samfélagsumræðunni þegar félögin greiða arð til hluthafa sinna og bendir á fullyrðingar um að minna skili sér til samfélagsins vegna arðgreiðslna.

„Það er fjarri sanni. Arðgreiðslur eru tól fyrirtækja til að losa út fjármuni sem nýtast ekki lengur í rekstri. Þannig geta fjármunirnir nýst við fjármögnun á öðrum verkefnum sem leiðir síðan vonandi af sér aukna verðmætasköpun með tilheyrandi aukningu á skatttekjum hins opinbera. Þá eru arðgreiðslur einnig forsenda þess að fjármagnseigendur sjái hag sinn í því að leggja fyrirtækjunum til fjármuni. Fyrirtæki eru þannig í stöðugri samkeppni við aðra fjárfestingakosti.“

Þá segir hún meiri áhættu fylgja fjárfestingu í fyrirtækjum en í til að mynda skuldabréfum eða að leggja peninga á bankareikning. „Með aukinni áhættu má jafnan vænta hærri ávöxtunarkröfu fjárfesta, þótt það sé ekki alltaf raunin. Ekki má heldur gleyma því að arðgreiðslur teljast skattskyldar fjármagnstekjur og ríkissjóður nýtur því ríflegrar hlutdeildar í greiddum arði til hluthafa.“

Mikil fjárfestingaþörf

„Það er stundum látið eins og það sé ekkert sérlega flókið að reka fyrirtæki í sjávarútvegi; að menn sæki gull í greipar Ægis án mikillar áhættu eða fyrirhafnar. Það er auðvitað ekki rétt. Rekstur í sjávarútvegi er verulega áhættusamur þar sem duttlungar náttúrunnar, eins og sveiflur í stærð fiskistofna, fela í sér mikinn ófyrirsjáanleika,“ skrifar Birta Karen

Vekur hún athygli á því að þetta óstöðuga umhverfi valdi því að fyrirtækin reyni að byggja upp sterkan efnahagsreikning svo svigrúm sé til að takast á við óvænt áföll. Jafnframt krefst sjávarútvegur verulegra fjárfestinga í skipum og búnaði bæði um borð og vinnslu í landi. Hlaupa slíkar fjárfestingar á milljörðum króna.

„Þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar til þess að standast alþjóðlega samkeppni, stuðla að áframhaldandi framleiðnivexti og verðmætasköpun í sjávarútvegi, í þágu áframhaldandi lífskjarasóknar.“

Birta Karen Tryggvadóttir hagfræðingur.
Birta Karen Tryggvadóttir hagfræðingur. Ljósmynd/SFS

Hagsmunamál allra

Hún segir arðbær og sjálfbær sjávarútvegur vera afrakstur fyrirhyggju og elju.

„ Fyrirtækin hafa verið skynsöm í rekstri sínum og nýtt góðan afrakstur fyrri ára til fjárfestinga þannig að þau verðmæti sem við fáum úr auðlindinni verði meiri í dag en í gær. Aftur á móti er nauðsynlegt að fyrirtæki í sjávarútvegi séu samkeppnishæf um fjármagn. Ef arðsemi annarra fyrirtækja er ávallt hærri þá mun fjármagnið að öllum líkindum leita annað.“

Það er hagsmunamál allra að íslenskur sjávarútvegur sé vel rekinn og arðbær, að sögn Birtu Karenar.

„Arðbær sjávarútvegur stendur undir verðmætum störfum og skilar milljörðum í sameiginlega sjóði í gegnum þau opinberu gjöld sem eigendum, fyrirtækjum og starfsmönnum er gert að greiða. Þá eru ótalin þau fjölmörgu fyrirtæki sem byggja starfsemi sína, að hluta eða að öllu leyti, á tilvist sjávarútvegs. Þau miklu margföldunaráhrif í efnahagslífinu má ekki vanmeta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 1.384 kg
Samtals 1.384 kg
13.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 2.712 kg
Þorskur 1.330 kg
Steinbítur 1.015 kg
Skarkoli 415 kg
Langa 17 kg
Samtals 5.489 kg
13.7.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.710 kg
Þorskur 272 kg
Samtals 1.982 kg
13.7.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.7.24 360,64 kr/kg
Þorskur, slægður 12.7.24 172,00 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.7.24 309,77 kr/kg
Ýsa, slægð 12.7.24 117,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.7.24 179,89 kr/kg
Ufsi, slægður 12.7.24 22,00 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 12.7.24 415,86 kr/kg
Litli karfi 8.7.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 1.7.24 106,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.7.24 Eyrarröst ÍS 201 Handfæri
Þorskur 1.384 kg
Samtals 1.384 kg
13.7.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 2.712 kg
Þorskur 1.330 kg
Steinbítur 1.015 kg
Skarkoli 415 kg
Langa 17 kg
Samtals 5.489 kg
13.7.24 Þorlákur ÍS 15 Dragnót
Skarkoli 1.710 kg
Þorskur 272 kg
Samtals 1.982 kg
13.7.24 Hávella ÍS 426 Sjóstöng
Þorskur 123 kg
Samtals 123 kg

Skoða allar landanir »