Ólst upp á Fídjí og rannsakar nú loðnu á Íslandi

Warsha segir nemendur Sjávarútvegsháskóla SÞ öðlast á Íslandi þekkingu sem …
Warsha segir nemendur Sjávarútvegsháskóla SÞ öðlast á Íslandi þekkingu sem styrkir þá í faglegu rannsóknar- og stefnumótunarstarfi í sínu heimalandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það á eflaust við um marga lesendur að flesta daga ársins gætu þeir miklu frekar hugsað sér að vera í góða veðrinu suður á Fídjí en í slyddu, snjókomu og rökkri uppi á Íslandi. Warsha Singh, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, hlær þegar blaðamaður spyr hana hvað hún var eiginlega að hugsa að ferðast alla leið frá sólríku paradísareyjunni í Kyrrahafinu til að setjast að á Íslandi.

Sagan hófst þegar hún fékk áhuga á lífríki sjávar sem unglingur:

„Að menntaskóla loknum afréð ég að leggja stund á háskólanám í sjávarlíffræði heima á Fídjí, þar sem ég er fædd og uppalin. Í framhaldinu fékk ég starf hjá sjávarútvegsráðuneytinu þar og í gegnum þá stöðu bauðst mér að sitja námskeið hjá Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi,“ segir Warsha í viðtali í síðasta blaði 200 mílna.

Hún kom fyrst til Íslands árið 2005 en að námskeiðinu loknu sneri Warsha aftur til Fídjí og starfaði þar um skeið við Suður-Kyrrahafsháskólann, en bauðst svo námsstyrkur og skólapláss hjá Háskóla Íslands þar sem hún lauk mastersgráðu í umhverfisfræðum og síðar doktorsgráðu í gerð vistfræðilíkana. Hún tók líka að sér kennslustörf hjá Sjávarútvegsháskólanum og gekk að lokum til liðs við Hafrannsóknastofnun árið 2018.

Rannsóknir á loðnustofninum

Störf Wörshu hjá Hafró snúa einkum að ástandi íslenska loðnustofnsins og segir hún að frá sjónarhóli fræðimannsins sé lífríkið í hafinu umhverfis Íslands á margan hátt áhugaverðara rannsóknarefni en þær sjávarlífverur sem synda og svífa um heitt og sólríkt Kyrrahafið. Nýting veiðistofna er líka með allt öðrum hætti á Fídjí en á Íslandi en hægt að yfirfæra sumt af því sem íslenskir fræðimenn hafa lært um ábyrga stjórnun fiskveiða.

„Túnfiskur er einna verðmætastur af þeim afla sem sjómenn á Fídjí færa í land en fiskinn veiða þeir á mjög stóru hafsvæði og er veiðunum stýrt af fjölþjóðlegum samtökum. Er því um allt annars konar verkefni að ræða en sjálfbæra nýtingu stofna innan íslensku fiskveiðilögsögunnar, en samt margt sem reynsla Íslendinga getur kennt íbúum Fídjí s.s. um öflun og úrvinnslu gagna.“

Um þau störf Wörshu sem fást við stofnmælingar og mat á ástandi uppsjávartegunda segir hún að æskilegt væri að beina meira fjármagni til rannsókna á tegundum á borð við loðnu og að margt sé enn á huldu varðandi lífsferil og hegðun stofna sem íslenskur sjávarútvegur reiðir sig á.

„Því meiri gögnum sem við getum safnað saman og unnið úr, því betur getum við áttað okkur á hverju skrefi í lífsferli stofnanna og hvernig þættir í umhverfinu geta orðið þess valdandi að stofnar stækka eða minnka. Með meiri og betri gögn í höndunum mætti líka reikna með minni vikmörkum í útreikningum og þar með auknu svigrúmi til að ákvarða meiri kvóta frekar en minni.“

Viðtalið úr blaði 200 mílna í heild má finna hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 25 kg
Samtals 645 kg
9.7.25 Sólin RE 4 Handfæri
Þorskur 234 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 240 kg
9.7.25 Víkin EA 717 Handfæri
Þorskur 753 kg
Ufsi 160 kg
Karfi 1 kg
Samtals 914 kg
9.7.25 Edda SI 200 Handfæri
Þorskur 808 kg
Ufsi 63 kg
Karfi 12 kg
Samtals 883 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.7.25 487,32 kr/kg
Þorskur, slægður 9.7.25 504,21 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.7.25 438,34 kr/kg
Ýsa, slægð 9.7.25 392,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.7.25 191,44 kr/kg
Ufsi, slægður 9.7.25 163,20 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 9.7.25 268,22 kr/kg
Litli karfi 7.7.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.7.25 Ásdís EA 89 Handfæri
Þorskur 566 kg
Ufsi 54 kg
Karfi 25 kg
Samtals 645 kg
9.7.25 Sólin RE 4 Handfæri
Þorskur 234 kg
Ufsi 6 kg
Samtals 240 kg
9.7.25 Víkin EA 717 Handfæri
Þorskur 753 kg
Ufsi 160 kg
Karfi 1 kg
Samtals 914 kg
9.7.25 Edda SI 200 Handfæri
Þorskur 808 kg
Ufsi 63 kg
Karfi 12 kg
Samtals 883 kg

Skoða allar landanir »