Sandsíli aldrei verið fleiri

Lengdarmælingar sýna að flest sílin eru frá því í ár …
Lengdarmælingar sýna að flest sílin eru frá því í ár eða í fyrra. Ljósmynd/Hafrannsóknarstofnun

Aldrei hefur mælst jafnmikið af sandsíli við strendur landsins og nú. Þetta kemur fram í tilkynningu Hafrannsóknarstofnunar.

Ástands sandsílis var kannað í leiðangri á Bjarna Sæmundsyni HF 30 en slíkar könnunarferðir hafa verið farnar árlega frá árinu 2006.

Í ár mældist mesti þéttleiki sandsíla frá upphafi en í leiðangrinum voru tekin sýni með sandsílaplóg á þremur svæðum, Faxaflóa, Vestmannaeyjum að Vík í Mýrdal og Ingólfshöfða.

Aukningin mest við Vestmannaeyjar

Aukningin var mest við Vestmannaeyjar að Vík, en þar var þéttleikinn um tvöfalt meiri en árið 2021 sem var það mesta til þessa.

Í Faxaflóa var magnið svipað og það hefur best verið áður en við Ingólfshöfða fékkst mun minna af síli en á hinum svæðunum, en þar hefur fengist lítið af sílum fyrir utan fyrstu ár vöktunar.

Út frá skoðun á lengdardreifingu kom í ljós að uppstaða aflans nú í ár er seiði frá því í vor og árs gömul síli.

Myndritið sýnir þéttleika sandsíla í plóg á öllum svæðunum. Gráar …
Myndritið sýnir þéttleika sandsíla í plóg á öllum svæðunum. Gráar súlur sýna gögn úr sandsílaleiðöngrum í júlí en bláar súlur sýna gögn eftir að rannsóknin færðist yfir á Bjarna Sæmundsson HF 30 af leigubátum, en leiðangurinn er um mánuði seinna en áður. Árið 2016 var aðeins farið á tvö svæði, Faxaflóa og Vestmannaeyjar-Vík.

Afföllin há fyrsta árið

Þegar nýliðun stofnsins er könnuð er stuðst við fjölda eins árs síla því fjöldi seiða, 0 ára síla, getur verið mjög breytilegur og afföllin há fyrsta árið en það er helst sú staðreynd sem orsakar sveiflur í þéttleika stofnsins.

Líklegustu ástæður affallsins er mikið afrán fyrsta sumarið og einnig að sílin þurfa að ná góðum vexti til að lifa af fyrsta veturinn, til að eiga nægan forða þegar þau liggja meira og minna grafin í sandinn í svokölluðu vetrarástandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Skarkoli 1.240 kg
Sandkoli 184 kg
Langlúra 96 kg
Ýsa 46 kg
Þorskur 11 kg
Skrápflúra 10 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 4 kg
Þykkvalúra 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.600 kg
3.10.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 4.234 kg
Ýsa 2.308 kg
Skarkoli 1.169 kg
Steinbítur 343 kg
Sandkoli 194 kg
Skrápflúra 135 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 8.423 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Skarkoli 1.240 kg
Sandkoli 184 kg
Langlúra 96 kg
Ýsa 46 kg
Þorskur 11 kg
Skrápflúra 10 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 4 kg
Þykkvalúra 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.600 kg
3.10.24 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 4.234 kg
Ýsa 2.308 kg
Skarkoli 1.169 kg
Steinbítur 343 kg
Sandkoli 194 kg
Skrápflúra 135 kg
Ufsi 40 kg
Samtals 8.423 kg

Skoða allar landanir »