„Algjör ófögnuður“

Hluti gámsins í trollinu.
Hluti gámsins í trollinu. Ljósmynd/Friðrik Sigmarsson

Ísfisktogarinn Bergur VE lenti í því í fyrrinótt að fá hlut af gámi frá Eimskip í trollið þegar hann var á landleið til Vestmannaeyja af Austfjarðamiðum.

Í frétt á vef Síldavinnslunnar segir að ákveðið að hafi verið að taka lokahol túrsins á Pétursey. Þegar trollið var síðan tekið upp kom í ljós að því fylgdu hliðar úr gámi sem augljóslega var kominn frá Eimskip.

Spurður hvort þetta hafi ekki verið óvæntur afli sagði skipstjórinn Jón Valgeirsson:

„Nei, það er varla hægt að segja það. Það eru gámar víða á hafsbotni og ætti ekki að koma neinum á óvart miðað við hvernig skipin sem flytja þá eru hlaðin. Fyrir okkur eru þessir gámar auðvitað algjör ófögnuður.“

Hann segir að þetta hafi verið stærsti hlutinn af hliðum gámsins sem kom upp með trollinu en þeir hafi verið heppnir að því leiti að veiðafærið virðist ekki hafa orðið fyrir skemmdum.

Það eru gámar víða á hafsbotni.
Það eru gámar víða á hafsbotni. Ljósmynd/Friðrik Sigmarsson

„Í vor voru fréttir af því að skip hefði misst eina 15 gáma í sjóinn úti fyrir suðurströndinni og voru einhverjir að giska á að þessi gámur væri einn af þeim. Það getur hins vegar ekki verið því skipið missti gámana á Síðugrunni sem er 30 mílum austar en sá staður sem við fengum gámaleifarnar á,“ segir skipstjórinn.

Jón segir að komið hafi verið með leifar gámsins í land þar sem þeim verði fargað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.509 kg
Þorskur 42 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 2.585 kg
3.10.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Skarkoli 1.240 kg
Sandkoli 184 kg
Langlúra 96 kg
Ýsa 46 kg
Þorskur 11 kg
Skrápflúra 10 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 4 kg
Þykkvalúra 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.600 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 3.10.24 512,81 kr/kg
Þorskur, slægður 3.10.24 483,48 kr/kg
Ýsa, óslægð 3.10.24 258,32 kr/kg
Ýsa, slægð 3.10.24 230,35 kr/kg
Ufsi, óslægður 3.10.24 263,75 kr/kg
Ufsi, slægður 3.10.24 289,63 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 3.10.24 260,89 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.10.24 186,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

3.10.24 Fanney EA 48 Línutrekt
Ýsa 1.501 kg
Þorskur 1.335 kg
Hlýri 33 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 2.871 kg
3.10.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 2.509 kg
Þorskur 42 kg
Steinbítur 34 kg
Samtals 2.585 kg
3.10.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Skarkoli 1.240 kg
Sandkoli 184 kg
Langlúra 96 kg
Ýsa 46 kg
Þorskur 11 kg
Skrápflúra 10 kg
Hlýri 4 kg
Steinbítur 4 kg
Þykkvalúra 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 1.600 kg

Skoða allar landanir »