Segir óvissu í pólitík ógna eftirspurn hérlendis

Íslenska sjávarútvegssýningin var sett í Smáranum í Kópavogi í gær og mun hún standa yfir dagana 18.-20. september. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í heim sjávarútvegsins, allt frá því hvernig hefðbundum veiðum í atvinnuskyni er háttað til þess hvernig afurðir eru meðhöndlaðar til kælingar, frystingar, vinnslu og pökkunar svo fátt eitt sé nefnt.

Tæknifyrirtækið Kapp sérhæfir sig í kæli- og frystiþjónustu og er eitt þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem kynna þjónustu sína á sjávarútvegssýningunni í ár líkt og þau síðustu, en á ári hverju setur Kapp upp glæsilegan sýningarbás í tilefni sýningarinnar.

Freyr Friðriksson eigandi Kapps ræddi starfsemi fyrirtækisins við útsendara Morgunblaðsins og mbl.is sem létu sig ekki vanta á sýninguna.

Tryggja og viðhalda ferskleika sjávarafurða

„Við erum svona fyrst og fremst að kynna umhverfisvænar lausnir núna í kælingu og frystingu,“ segir Freyr í samtali við Stefán Einar Stefánsson blaðamann Morgunblaðsins. Viðtalið má sjá og heyra í fullri lengd í meðfylgjandi myndskeiði en einnig verður samtalið rakið hér að neðan. 

Tæknilausnir Kapps eru í stöðugri þróun og gegna veigamiklu hlutverki fyrir sjávarútveginn, þar sem þær tryggja og viðhalda ferskleika sjávarafurða. Kapp þjónustar þó ekki eingöngu sjávarútveginn, heldur býður fyrirtækið einnig upp á heildarlausnir til kælingar og frystingar fyrir verslanir og vöruhús.

„Við erum að sinna verslunum Krónunnar og við erum að sinna N1 og svo erum við mikið í heildverslunum og svo í sjávarútvegi. Við förum víða,“ lýsir Freyr starfsemi Kapps.

Mikil eftirspurn eftir þjónustu Kapps erlendis

Þetta er vara og þjónusta sem þið eruð að flytja út í stórum stíl. Ég hef nú reynt að ná á þig nokkrum sinnum og þú ert alltaf utan þjónustusvæðis.

„Já, ég ferðast mikið. Þetta ár er búið að vera sérstakt að því leytinu til að eftirspurnin hérna heima hefur aðeins dregist saman í nýjum búnaði en aftur á móti hefur eftirspurnin erlendis, sérstaklega á vesturströndinni í Bandaríkjunum, verið að aukast og þar höfum við verið að ná ágætis árangri. Þess vegna er ég að ferðast mikið.“  

Hvað er það sem veldur þessari minnkandi eftirspurn hérna heima, er það efnahagsástandið?

„Já, efnahagsástandið og svo náttúrulega bara háir vextir og minnkandi fjárfestingargeta væntanlega hjá fyrirtækjum og margt sem veldur því. Svo náttúrulega bara óvissa í pólitík.“

Já, hún hjálpar ekki til. 

„Hún hjálpar ekki til sko.“

Ráðherrann verður nú hérna á eftir. Þú hlýtur að taka tal á henni.

„Hún hlýtur að droppa við hjá mér. Hún alla vega droppaði við hjá mér á sýningunni í Barselóna þannig að ég trúi ekki öðru en að hún kíki aftur við.“

Já, já. Þið eruð orðin málkunnug. En þú nefndir Seattle sérstaklega og vesturströnd Bandaríkjanna. Þú ert að færa út kvíarnar í Bandaríkjunum.

„Já, við erum búin að vinna jafnt og þétt inn á þessum markaði síðan 2018 og tókum ákvörðun um það núna í byrjun þessa árs að fjárfesta í félagi þar sem við tökum við núna 1. nóvember. Hugsunin þar er sú að nýta það sem við höfum verið að gera hérna heima, það er að segja svona þjónustulega séð, og komast þannig inn í stærri hluta af kökunni þar og bjóða þar með okkar þjónustu sem við höfum verið að veita hérna heima þar ytra ásamt því að framleiða búnað hjá því fyrirtæki.“

Og eruð þið þá að innleiða nýja tækni úr þeirra ranni í þeim efnum?

„Við munum klárlega nota það sem þeir hafa verið að framleiða eitthvað hérna heima en fyrst og fremst erum við að horfa til þess að geta framleitt okkar búnað þar.“

Þú nefnir pólitíkina og óvissuna. Það eru kosningar í síðasta lagi á næsta ári, hvernig sjáið þið næsta ár fyrir ykkur, verður þetta meira þjónustuþungt eða ný fjárfesting? 

„Núna í ár er það þannig að þjónustan hefur aukist um sirka 28-30% á móti minni eftirspurn í búnaði þannig að ég hef trú á því að ef pólitíkin fer ekki eitthvað að breytast og það fer að koma svona „first seen“ á það hvað menn sjá til lands í þessu þá held ég að þetta verði bara áfram óvissa og það er ekkert hægt að búa við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.10.24 417,67 kr/kg
Þorskur, slægður 11.10.24 455,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.10.24 229,45 kr/kg
Ýsa, slægð 11.10.24 203,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.10.24 241,47 kr/kg
Ufsi, slægður 11.10.24 257,52 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 11.10.24 201,63 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.10.24 195,15 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.10.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Ufsi 569 kg
Þorskur 466 kg
Samtals 1.035 kg
12.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.151 kg
Ýsa 2.333 kg
Langa 264 kg
Ufsi 171 kg
Keila 150 kg
Steinbítur 97 kg
Karfi 43 kg
Skarkoli 17 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 9.230 kg
12.10.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Ýsa 81 kg
Steinbítur 60 kg
Þorskur 24 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 188 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 11.10.24 417,67 kr/kg
Þorskur, slægður 11.10.24 455,85 kr/kg
Ýsa, óslægð 11.10.24 229,45 kr/kg
Ýsa, slægð 11.10.24 203,19 kr/kg
Ufsi, óslægður 11.10.24 241,47 kr/kg
Ufsi, slægður 11.10.24 257,52 kr/kg
Djúpkarfi 3.10.24 196,31 kr/kg
Gullkarfi 11.10.24 201,63 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.10.24 195,15 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.10.24 Haukafell SF 111 Handfæri
Ufsi 569 kg
Þorskur 466 kg
Samtals 1.035 kg
12.10.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 6.151 kg
Ýsa 2.333 kg
Langa 264 kg
Ufsi 171 kg
Keila 150 kg
Steinbítur 97 kg
Karfi 43 kg
Skarkoli 17 kg
Hlýri 4 kg
Samtals 9.230 kg
12.10.24 Geirfugl GK 66 Línutrekt
Ýsa 81 kg
Steinbítur 60 kg
Þorskur 24 kg
Hlýri 23 kg
Samtals 188 kg

Skoða allar landanir »