Úrskurður Persónuverndar hvorki fugl né fiskur

Formaður smábátaeigenda telur öruggt að Fiskistofa hafi fylgst með smábáti …
Formaður smábátaeigenda telur öruggt að Fiskistofa hafi fylgst með smábáti á veiðum með dróna. mbl.is/Alfons

Persónuvernd úrskurðaði á dögunum að Fiskistofa hafi brotið persónuverndarlög með því að taka upp myndbönd af tveimur veiðiferðum fiskiskips með dróna.  

Í úrskurði Persónuverndar kemur fram að forsvarsmenn fiskiskipsins hefðu kvartað yfir að Fiskstofa hafi fylgst með veiðum með dróna og gerðu krafa að um að Persónvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddu myndbandsupptökum.  

Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum fiskiskipsins hafi ekki grundvallast af vinnsluheimild, sem samrýmdist hvorki meginreglur persónuverndarlaga um gagnsæi, né reglum um fræðsluskyldu.  

Þar sem breytingar hafi átt sér stað á heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga, þótti ekki tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum.  

Þá var Fiskistofu óheimilt að eyða myndbandsupptökum úr málaskrá sinni nema með heimild frá Þjóðskjalasafni.  

Hafa kvartað undan aðferðum Fiskistofu 

Arthur Bogason formaður Landssamtaka smábátaeigenda telur næsta víst að smábátur hafi lagt inn kvörtunina.   

„Það er nær öruggt að Fiskistofa var að fylgjast með smábáti og við skrifuðum Persónuvernd á sínum tíma erindi, þar sem við kvörtuðum yfir þessum aðferðum. Við höfum ekki upplýsingar um hvort þessi úrskurður sé eitt af þeim málum sem við erum með eða eitthvað annað,” segir Artúr í samtali við mbl. 

Að hans mati kveði Persónvernd ekki afdráttarlaus um heimildir Fiskistofu til að fylgjast með veiðum.  

Mér finnst úrskurðurinn vera hvorki fugl né fiskur og það vanti afgerandi niðurstöður um að þessi aðferð Fiskistofu sé einfaldlega röng. Þetta er ekkert annað en njósnastarfsemi sem á ekkert skylt við heilbrigt fiskveiðieftirlit,” segir Arthur.  

Hann gefur ekki mikið fyrir þær skýringar Fiskistofu að myndbönd séu ekki tekin upp nema sé verið að fremja augljós brot.  

„Það skiptir engu máli á hvaða tímapunkti Fiskistofa byrjar að taka upp. Menn geta þurft að gera þarfir sínar eða skipt um föt úti á dekki. Þarna eru bara einhverjir aðilar að fylgjast með viðkomandi og það gengur ekki,” segir Arthur.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.10.24 539,07 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.24 597,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.24 272,73 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.24 215,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.24 249,02 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.24 296,23 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.10.24 202,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.24 Rifsari SH 70 Dragnót
Skarkoli 573 kg
Þorskur 351 kg
Ýsa 107 kg
Sandkoli 31 kg
Ufsi 23 kg
Þykkvalúra 6 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.093 kg
2.10.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.373 kg
Ýsa 2.155 kg
Skarkoli 326 kg
Skrápflúra 225 kg
Langlúra 86 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 9 kg
Þykkvalúra 9 kg
Steinbítur 5 kg
Langa 3 kg
Samtals 6.201 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.10.24 539,07 kr/kg
Þorskur, slægður 2.10.24 597,53 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.10.24 272,73 kr/kg
Ýsa, slægð 2.10.24 215,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.10.24 249,02 kr/kg
Ufsi, slægður 2.10.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 27.9.24 251,00 kr/kg
Gullkarfi 2.10.24 296,23 kr/kg
Litli karfi 25.9.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 2.10.24 202,30 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.10.24 Rifsari SH 70 Dragnót
Skarkoli 573 kg
Þorskur 351 kg
Ýsa 107 kg
Sandkoli 31 kg
Ufsi 23 kg
Þykkvalúra 6 kg
Steinbítur 2 kg
Samtals 1.093 kg
2.10.24 Grímsey ST 2 Dragnót
Þorskur 3.373 kg
Ýsa 2.155 kg
Skarkoli 326 kg
Skrápflúra 225 kg
Langlúra 86 kg
Karfi 10 kg
Ufsi 9 kg
Þykkvalúra 9 kg
Steinbítur 5 kg
Langa 3 kg
Samtals 6.201 kg

Skoða allar landanir »