Aðalfundur LS haldinn í fertugasta sinn

Arthur Bogason formaður LS bendi spjótum sínum að stjórnvöldum í …
Arthur Bogason formaður LS bendi spjótum sínum að stjórnvöldum í ávarpi sínu. Eggert Jóhannesson

Það var þétt setið á fertugasta aðalfundi Landssambands smábátaeigenda (LS) sem fer nú fram í Háteigssalnum á Grand hótel í Reykjavík.

Arthur Bogason formaður LS setti fundinn og einnig ávarpaði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra fundargesti. Stærstu tíðindi fundarins voru þau að Bjarni Jónsson þingmaður Vinstri græna kom í pontu eftir að Arthur og Guðlaugur höfðu lokið málinu sínu og lýsti því yfir að hann hafi sagt sig úr flokkunum.

Arthur fór yfir víðan völl í ávarpinu sínu og sendi hann stjórnvöldum tóninn vegna stöðu smábáta útgerða í Grímsey.

„Hvernig má það vera við sem höfum alist upp við ströndina, upplifum ár eftir ár að löggjafinn nýti öll tækifæri til að hindra, þann sjálfsagða rétt hvers og eins að sækja lífsbjörg í þessa sameiginlegu auðlind,” sagði Arthur.

Í því sambandi vísaði Arthur til útgerðamanna í Grímsey sem höfðu undanfarin ár haft undanþágu frá reglugerð sem skyldar þá að vinna allan afla á staðnum. Nýlega hafði þeim verið upplýst að sú undanþága yrði ekki framlengd.

„Nýjasta dæmið um þennan fáránleika er sá raunveruleiki sem blasir nú við Grímseyingum. Umhverfis útvörð þennan í norðri liggja gjöful fiskimið sem lögðu grundvöll að byggðinni fyrir um það bil eitt þúsundum árum,” sagði Arthur.

Gagnrýnir boðaða kvótasetningu á grásleppu

Hann sagði að LS hafi í gegnum tíðina þurft að glíma við fjöldan allan af óvönduðum lögum og reglugerðum.

„Besta dæmið um slíkt sem ég veit um eftir öll þessi ár um óvönduð og óboðleg vinnubrögð Alþingis, eru nýlega samþykkt lög um kvótasetningu grásleppunnar. Það er engu líkara að allir nefndarmenn atvinnuveganefndar og allir embættismenn atvinnuvegaráðuneytisins, séu annað hvort ólæsir eða illilega lesblindir,” sagði Arthur.

Að hans mati séu lögin um kvótasetningu grásleppurnar vera stórkostlegt klúður hjá stjórnvöldum, enda aldrei séð eins hroðvirknisleg vinnubrögð frá stofnun samtakanna.

Það var þungt yfir sumum fundargestum vegna áforma stjórnvalda að …
Það var þungt yfir sumum fundargestum vegna áforma stjórnvalda að setja kvóta á grásleppuna. Eggert Jóhannesson


 

Guðlaug Þór Þórðarson umhversráðherra sagðist vera eini ráðherran sem þorði …
Guðlaug Þór Þórðarson umhversráðherra sagðist vera eini ráðherran sem þorði að koma á fundinn, við góðar undirtektir fundargesta. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.25 477,72 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.25 560,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.25 441,31 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.25 409,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.25 194,67 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.25 263,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.25 145,17 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.25 Byr AK 120 Handfæri
Þorskur 780 kg
Ufsi 35 kg
Ýsa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 818 kg
23.6.25 Mollý RE 68 Handfæri
Þorskur 95 kg
Ufsi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 114 kg
23.6.25 Sæli AK 173 Handfæri
Þorskur 664 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 690 kg
23.6.25 Hugrún MB 85 Handfæri
Þorskur 496 kg
Ufsi 141 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 642 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.6.25 477,72 kr/kg
Þorskur, slægður 23.6.25 560,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.6.25 441,31 kr/kg
Ýsa, slægð 23.6.25 409,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.6.25 194,67 kr/kg
Ufsi, slægður 23.6.25 263,24 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.5.25 99,00 kr/kg
Djúpkarfi 16.6.25 30,00 kr/kg
Gullkarfi 23.6.25 145,17 kr/kg
Litli karfi 18.6.25 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

23.6.25 Byr AK 120 Handfæri
Þorskur 780 kg
Ufsi 35 kg
Ýsa 2 kg
Karfi 1 kg
Samtals 818 kg
23.6.25 Mollý RE 68 Handfæri
Þorskur 95 kg
Ufsi 10 kg
Ýsa 9 kg
Samtals 114 kg
23.6.25 Sæli AK 173 Handfæri
Þorskur 664 kg
Ufsi 19 kg
Ýsa 6 kg
Karfi 1 kg
Samtals 690 kg
23.6.25 Hugrún MB 85 Handfæri
Þorskur 496 kg
Ufsi 141 kg
Ýsa 4 kg
Karfi 1 kg
Samtals 642 kg

Skoða allar landanir »