Vilja framlengja samstarf við Rússa

Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir stefnt að því að …
Marianne Sivertsen Næss, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir stefnt að því að halda áfram samstarfinu við Rússland um veiðistjórnun í Barentshafi. Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Ekki virðist sem úrsögn Rússlands úr Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) mun hafa áhrif á samstarf Norðmanna við Rússa um fiskveiðistjórnun í Barentshafi, að minnsta kosti ekki um sinn ef marka má orð Marianne Sivertsen Næss sjávarútvegsráðherra Noregs.

Við spurningu 200 mílna um það hvort úrsögn möguleg Rússlands úr ICES mun hafa afleiðingar fyrir samstarfið svarar hún: „Samningaviðræður Noregs og Rússlands um stjórnun fiskveiða fara fram í þessari viku. Almennt get ég sagt að stefnt sé að því eins og undanfarin ár að halda áfram fiskveiðistjórnunarsamstarfi Noregs og Rússlands. Mikilvægt er að tryggja langtíma og sjálfbæra stjórnun fiskistofna á norðursvæðum.“

Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp rússnesku ríkisstjórnarinnar að segja upp samningnum um ICES sem er vísindaráð sem gefur út ráðleggingar um nýtingu sjávarauðlinda með markmið um að stuðla að sjálfbærni og standa vörð um viðkvæm vistkerfi hafsins.

Samstarf þrátt fyrir útilokun

Rússland varð útilokað frá fullri þátttöku í starfsemi ráðsins í mars 2022 í kjölfar þess að ólögmæt innrás þeirra í Úkraínu hófst. Allt frá þeim tíma hafa rússnesk stjórnvöld mótmælt ákvörðuninni og hótað úrsögn nema aðild verði veitt að fullu á ný.

Norsk yfirvöld hafa þó viðhaldið nýtingarstjórnunarsamstarfi sínu við Rússland í Barentshafi og sagt það stuðla að því að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofna á svæðinu og þannig vernda hagsmuni Noregs.

Rússar hafa hins vegar verið sakaðir um að standa ekki við ákvæði samninga við Noreg og sendu til að mynda samtökin Fiskebåt norskum yfirvöldum bréf síðastliðinn vetur þar sem því var haldið fram að rússneskir togarar væru að veiða undirmálsþorsk (smávaxinn þorsk) í óhóflegu magni, að því er fram kom í umfjöllun Kyst og Fjord.

Þetta sögðu samtökin ógna þorskstofninum í Barentshafi, en þorskkvótinn hefur sætt gríðarlegum skerðingum á undanförnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.11.24 490,95 kr/kg
Þorskur, slægður 10.11.24 677,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.11.24 339,32 kr/kg
Ýsa, slægð 10.11.24 311,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.11.24 94,09 kr/kg
Ufsi, slægður 10.11.24 315,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 10.11.24 299,16 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 7.329 kg
Þorskur 193 kg
Hlýri 49 kg
Samtals 7.571 kg
9.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 803 kg
Keila 165 kg
Ýsa 32 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.004 kg
9.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 300 kg
Hlýri 27 kg
Ýsa 11 kg
Ufsi 10 kg
Karfi 9 kg
Keila 9 kg
Steinbítur 8 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 379 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.11.24 490,95 kr/kg
Þorskur, slægður 10.11.24 677,86 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.11.24 339,32 kr/kg
Ýsa, slægð 10.11.24 311,54 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.11.24 94,09 kr/kg
Ufsi, slægður 10.11.24 315,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 10.11.24 299,16 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 3.11.24 277,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.11.24 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Ýsa 7.329 kg
Þorskur 193 kg
Hlýri 49 kg
Samtals 7.571 kg
9.11.24 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 803 kg
Keila 165 kg
Ýsa 32 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 1.004 kg
9.11.24 Óli Á Stað GK 99 Línutrekt
Þorskur 300 kg
Hlýri 27 kg
Ýsa 11 kg
Ufsi 10 kg
Karfi 9 kg
Keila 9 kg
Steinbítur 8 kg
Langa 3 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 379 kg

Skoða allar landanir »

Loka