Skora á Bjarna að bíða með ákvörðun um hvalveiðar

Sambandið skorar á Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, um …
Sambandið skorar á Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, um að bíða með ákvörðun hvalveiðileyfis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það væri óeðlileg og óvönduð stjórnsýsla að hlaupa nú til á tíma minnihlutastarfsstjórnar, með afar takmarkað umboð, og binda hendur næstu ríkisstjórnar og ríkisstjórna framtíðarinnar í jafn umdeildu og hápólitísku máli og hvalveiðarnar eru.“

Þetta kemur fram í áskorun stjórnar Dýraverndarsambands Íslands (DÍS) til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra.

Sambandið skorar á hann að bíða með ákvörðun um hvalveiðileyfi.

Eins og greint hefur verið frá hefur Hval­ur hf. sótt um leyfi til mat­vælaráðuneyt­is­ins til veiða á langreyði. Óskað er eftir því að leyfið verði ótíma­bundið eða að það gildi til tíu eða fimm ára og fram­leng­ist sjálf­krafa um eitt ár í senn við lok hvers starfs­árs.

Um að ræða skuldbindandi ákvörðun

„Í gær föstudaginn 25. október kom það fram hjá forsætisráðherra að umsókn um leyfi til veiða á langreyðum hafi borist matvælaráðuneytinu. Ráðherra sagði við fréttamenn að afloknum ríkisstjórnarfundi að til greina kæmi að afgreiða umsóknina á tímabili starfsstjórnarinnar og þá mögulega fyrir næstu Alþingiskosningar.

Í fyrradag bárust þær fréttir að helsti stuðningsmaður hvalveiða á Alþingi, Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafi verið valinn sérlegur fulltrúi forsætisráðherra í matvælaráðuneytinu,“ segir í áskoruninni.

Segir þar enn fremur að Jón Gunnarsson hafi sagt að það kæmi til greina að afgreiða umsóknina um hvalveiðar nú á næstunni.

„Umsókn Hvals hf. um veiðar á langreyðum er til 5 – 10 ára. Hér gæti því verið um að ræða skuldbindandi og stefnumarkandi ákvörðun ekki aðeins fyrir næstu ríkisstjórn heldur þær ríkisstjórnir sem koma þar á eftir í allt að áratug héðan í frá.“

Óeðlileg og óvönduð stjórnsýsla

Segir í áskoruninni að umsóknir hvalveiðifyrirtækja um veiðileyfi, eins og Hvals hf., hafi alla jafna verið afgreiddar á sama ári og veiðum sé ætlað að hefjast og þá á fyrsta eða öðrum ársfjórðungi þess sama árs. Því væri það óeðlileg og óvönduð stjórnsýsla að veita leyfið núna.

Bendir þá DÍS á að starfshópur forsætisráðherra sé nú að störfum þar sem metnir séu hagsmunir Íslands og alþjóðlegar skuldbindingar þegar hvalveiðar eru annars vegar og mikilvægt sé að bíða þeirrar niðurstöðu áður en frekari ákvarðanir eru teknar.

„Dýraverndarsamband Íslands skorar á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra að bíða með ákvörðun um hvalveiðar þar til niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um hvalveiðar liggur fyrir og að ný ríkisstjórn með meirihlutastuðningi Alþingis hefur tekið við að afloknum kosningum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.24 537,57 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.24 446,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.24 396,25 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.24 306,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.24 15,00 kr/kg
Ufsi, slægður 5.12.24 227,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 5.12.24 280,52 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.12.24 290,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 618 kg
Samtals 618 kg
6.12.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.765 kg
Ufsi 12.734 kg
Ýsa 6.038 kg
Skarkoli 4.717 kg
Langa 921 kg
Karfi 649 kg
Skötuselur 214 kg
Sandkoli 203 kg
Steinbítur 115 kg
Þykkvalúra 80 kg
Keila 60 kg
Samtals 52.496 kg
6.12.24 Frár VE 78 Botnvarpa
Ýsa 13.489 kg
Þorskur 10.890 kg
Langa 2.185 kg
Samtals 26.564 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.24 537,57 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.24 446,19 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.24 396,25 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.24 306,98 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.24 15,00 kr/kg
Ufsi, slægður 5.12.24 227,47 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 5.12.24 280,52 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 5.12.24 290,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

6.12.24 Fjóla SH 7 Plógur
Ígulker Bf A 618 kg
Samtals 618 kg
6.12.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.765 kg
Ufsi 12.734 kg
Ýsa 6.038 kg
Skarkoli 4.717 kg
Langa 921 kg
Karfi 649 kg
Skötuselur 214 kg
Sandkoli 203 kg
Steinbítur 115 kg
Þykkvalúra 80 kg
Keila 60 kg
Samtals 52.496 kg
6.12.24 Frár VE 78 Botnvarpa
Ýsa 13.489 kg
Þorskur 10.890 kg
Langa 2.185 kg
Samtals 26.564 kg

Skoða allar landanir »

Loka