Fyrir yfirstandandi fiskveiðiár er gert ráð fyrir að 800 tonna þorskkvóta verði ráðstafað í svokallaða línuívilnun sem er þriðjungi minna en fékkst í kerfið á síðasta fiskveiðiári. Landssamband smábátaeigenda (LS) vekur athygli á þessu á í færslu á vef sínum og lýsir áhyggjum af framhaldinu.
Í færslunni segir að á síðasta fiskveiðiári sem lauk 31. ágúst hafi þorski verið „of naumt“ skammtað til línuívilnunar. „Aðeins 1.100 tonn sem voru uppurin í lok maí. Upp úr miðjum júlí var fallist á beiðni LS um viðbót, skilaði 115 tonnum sem entist út fiskveiðiárið. Línuívilnun nýttist 52 bátum á fiskveiðiárinu sem gerðir voru út frá 33 stöðum.“
Línuívilnun er ætlað að auka rekstraröryggi smærri útgerða og veitir dagróðrabátum á línuveiðum heimild, að uppfylltum skilyrðum í reglugerð, til að landa afla umfram þann kvóta sem bátarnir hafa í þorski, ýsu og steinbít. Heimildin er bundin við ákveðið hámark í hverri tegund og skilgreind tímabil.
Skilyrðin sem þarf að uppfylla eru meðal annars að ekki mega önnur veiðarfæri vera um borð í bátnum og báturinn þarf að koma inn til löndunar innan24 klukkustunda frá upphafi veiðiferðar. Hafi línan verið beitt í landi má landa 20% umfram þann afla sem reiknast til kvóta, en var línan stokkuð upp í landi má landa 15% umfram þann afla sem reiknast til kvóta.
LS telur nú línuívilnunarkerfið eiga undir högg að sækja þar sem því er ekki úthlutað nægar veiðiheimildir.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.7.25 | 467,25 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.7.25 | 543,60 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.7.25 | 331,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.7.25 | 357,76 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.7.25 | 214,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.7.25 | 238,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.7.25 | 479,85 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
19.7.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.392 kg |
Ýsa | 1.846 kg |
Skarkoli | 1.835 kg |
Steinbítur | 560 kg |
Skrápflúra | 368 kg |
Þykkvalúra | 9 kg |
Samtals | 7.010 kg |
19.7.25 Helgi SH 67 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 678 kg |
Samtals | 678 kg |
19.7.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 351 kg |
Samtals | 351 kg |
19.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 167 kg |
Samtals | 167 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 18.7.25 | 467,25 kr/kg |
Þorskur, slægður | 18.7.25 | 543,60 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 18.7.25 | 331,15 kr/kg |
Ýsa, slægð | 18.7.25 | 357,76 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 18.7.25 | 214,25 kr/kg |
Ufsi, slægður | 18.7.25 | 238,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.5.25 | 99,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 16.6.25 | 30,00 kr/kg |
Gullkarfi | 18.7.25 | 479,85 kr/kg |
Litli karfi | 7.7.25 | 11,00 kr/kg |
19.7.25 Bárður SH 81 Dragnót | |
---|---|
Þorskur | 2.392 kg |
Ýsa | 1.846 kg |
Skarkoli | 1.835 kg |
Steinbítur | 560 kg |
Skrápflúra | 368 kg |
Þykkvalúra | 9 kg |
Samtals | 7.010 kg |
19.7.25 Helgi SH 67 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 678 kg |
Samtals | 678 kg |
19.7.25 Hávella ÍS 426 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 351 kg |
Samtals | 351 kg |
19.7.25 Sendlingur ÍS 415 Sjóstöng | |
---|---|
Þorskur | 167 kg |
Samtals | 167 kg |