Kaldvík hefur samstarf við Aquabyte

Kaldvík er stærsti frmaleiðandi eldislax á Íslandi.
Kaldvík er stærsti frmaleiðandi eldislax á Íslandi. Ljósmynd/Kaldvík

Kaldvík, stærsta laxeldisfyrirtæki á Íslandi, og norska tæknifyrirtækið Aquabyte hafa hafið samstarf, en norska fyrirtækið sérhæfir sig í gagnadrifnum eftirlitskerfum fyrir fiskeldi.

Fram kemur í fréttatilkynningu að Kaldvík mun innleiða Aquabyte-kerfi á sínum eldissvæðum og í samstarfi munu fyrirtækin þróa lausnir sem merkmið er um að verði sniðnar að þörfum íslensks laxeldis.

„Við völdum Aquabyte eftir ítarlegan samanburð á kerfum á markaðnum. Ákvörðun okkar byggðist á getu Aquabyte til að skara fram úr á fjórum lykilsviðum: velferðareftirliti, lífmassamælingu, eftirfylgni við afhendingar og nákvæmni við talningu á lús,“ segir Kjartan Lindbøl, framkvæmdastjóri sjóeldis hjá Kaldvík, í tilkynnignunni.

„Fyrir okkur var mikilvægt að skapa sterkt samband á milli allrar okkar starfsemi og birgjans sem við myndum vinna með. Á þessu sviði stóð Aquabyte sig betur en önnur fyrirtæki sem voru borin saman,“ segir Kjartan.

Kjartan Lindbøl, framkvæmdastjóri sjóeldis hjá KAldvík.
Kjartan Lindbøl, framkvæmdastjóri sjóeldis hjá KAldvík. Ljósmynd/iLaks:Tina Totland Jenssen

Með áætlaða framleiðslu upp á 17.500 tonn árið 2024 er Kaldvík (áður Ice Fish Farm) stærsti framleiðandi eldislax á Íslandi. Kaldvík rekur átta eldissvæði sem eru staðsett á austurlandi auk tveggja seiðastöðva á landi. Fyrirtækið er skráð á Euronext Growth Oslo og Nasdaq First North Growth Market á Íslandi.

„Við erum spennt að hefja þetta samstarf við Kaldvík. Þetta er framsækið fyrirtæki sem skilur mikilvægi gagna og þann virðisauka sem gagnadrifin nálgun veitir í fiskeldi,“ segir Kamilla Svindseth, sölustjóri hjá Aquabyte, en  Kaldvík er þegar farið að innleiða Aquabyte-kerfi á sínum eldissvæðum og er lagt upp með að hafa kerfi í hverri kví.

„Með því að deila gögnum og þekkingu verða fyrirtækin tvö í einstakri stöðu til að þróa gagnadrifin eftirlits- og ákvarðanakerfi enn frekar, sem takast á við einstakar líffræðilegar og landfræðilegar áskoranir við eldi á Íslandi,“ útskýrir Svindseth.

Kamilla Svindseth sölustjóri Aquabyte.
Kamilla Svindseth sölustjóri Aquabyte. Ljósmynd/Aquabyte
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.24 531,57 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.24 444,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.24 394,22 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.24 311,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.24 214,33 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.24 294,37 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.24 178,23 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.24 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.24 Fjølnir GK 757 Lína
Ýsa 2.739 kg
Þorskur 1.981 kg
Langa 1.543 kg
Samtals 6.263 kg
7.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.440 kg
Þorskur 4.453 kg
Langa 6 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 10.901 kg
7.12.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.041 kg
Þorskur 2.760 kg
Steinbítur 59 kg
Samtals 6.860 kg
7.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Þorskur 2.675 kg
Ýsa 402 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 3.099 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 6.12.24 531,57 kr/kg
Þorskur, slægður 6.12.24 444,41 kr/kg
Ýsa, óslægð 6.12.24 394,22 kr/kg
Ýsa, slægð 6.12.24 311,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 6.12.24 214,33 kr/kg
Ufsi, slægður 6.12.24 294,37 kr/kg
Djúpkarfi 8.11.24 179,00 kr/kg
Gullkarfi 6.12.24 178,23 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.12.24 262,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.12.24 Fjølnir GK 757 Lína
Ýsa 2.739 kg
Þorskur 1.981 kg
Langa 1.543 kg
Samtals 6.263 kg
7.12.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Ýsa 6.440 kg
Þorskur 4.453 kg
Langa 6 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 10.901 kg
7.12.24 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Ýsa 4.041 kg
Þorskur 2.760 kg
Steinbítur 59 kg
Samtals 6.860 kg
7.12.24 Kristinn HU 812 Línutrekt
Þorskur 2.675 kg
Ýsa 402 kg
Hlýri 22 kg
Samtals 3.099 kg

Skoða allar landanir »

Loka