Skoðanakönnun Maskínu fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands (NÍ) leiðir í ljós að 40,5 prósent aðspurðra telja að veiðar á langreyðum veiki stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum.
Spurt var: „Telur þú að veiðar á langreyðum styrki eða veiki stöðu Íslendinga í alþjóðlegum viðskiptum?“
13,3% aðspurðra telja að hvalveiðar styrki stöðu landsins á meðan 46,3% segja að veiðarnar hvorki styrki né veiki stöðu Íslands.
Könnunin var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur eru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri, að því er Maskína greinir frá.
Könnunin fór fram frá 1. til 6. nóvember og voru svarendur 1.500 talsins.
Í tilkynningu frá NÍ segir, að vandræði íslenskra fyrirtækja af útflutningi hvalkjöts séu ekki ný af nálinni.
„Árið 2013 hætti Samskip að flytja kjöt fyrir Hval hf. frá Íslandi til umskipunarhafna í Evrópu og ári síðar hætti Eimskip því líka. Frá þeim tíma hefur Hvalur hf. þurft að leigja skip til þess arna og eftir innrás Rússa í Úkraínu hafa skip Hvals hf. siglt fyrir Góðravonarhöfða með vörur Hvals hf. því ekki þykir óhætt að sigla um Miðjarðarhaf þar eð alþjóðlegur samningur um alþjóðlega verslun með dýr og plöntur í útrýmingarhættu (Convention on International Trande in Endangered Species (CITES)) bannar verslun með afurðir langreyða.
Þekkt er að bandarísk stjórnvöld telji að verslun með hvalkjöt brjóti gegn ákvæðum CITES sem er sterkur alþjóðlegur samningur með yfir 180 aðildarríki. Litið er á verslun langreyðarkjöts sömu augum og verslun með fílabein eða horn af nashyrningum.
Náttúruverndarsamtök Íslands telja brýnt að starfandi matvælaráðherra rannsaki ítarlega hvaða áhrif hvalveiðar geti haft á stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum,“ segir í tilkynningu samtakanna.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.2.25 | 579,39 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.2.25 | 518,89 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.2.25 | 346,26 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.2.25 | 305,04 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.2.25 | 234,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.2.25 | 275,20 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.2.25 | 436,94 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.505 kg |
Þorskur | 492 kg |
Keila | 186 kg |
Hlýri | 151 kg |
Karfi | 39 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 2.391 kg |
14.2.25 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 338 kg |
Þorskur | 85 kg |
Skarkoli | 27 kg |
Samtals | 450 kg |
14.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.254 kg |
Ufsi | 33 kg |
Ýsa | 13 kg |
Karfi | 8 kg |
Samtals | 2.308 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 14.2.25 | 579,39 kr/kg |
Þorskur, slægður | 14.2.25 | 518,89 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 14.2.25 | 346,26 kr/kg |
Ýsa, slægð | 14.2.25 | 305,04 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 14.2.25 | 234,44 kr/kg |
Ufsi, slægður | 14.2.25 | 275,20 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 14.2.25 | 436,94 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
14.2.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.505 kg |
Þorskur | 492 kg |
Keila | 186 kg |
Hlýri | 151 kg |
Karfi | 39 kg |
Steinbítur | 18 kg |
Samtals | 2.391 kg |
14.2.25 Magnús Jón ÓF 14 Grásleppunet | |
---|---|
Grásleppa | 338 kg |
Þorskur | 85 kg |
Skarkoli | 27 kg |
Samtals | 450 kg |
14.2.25 Björn Hólmsteinsson ÞH 164 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 2.254 kg |
Ufsi | 33 kg |
Ýsa | 13 kg |
Karfi | 8 kg |
Samtals | 2.308 kg |