Aflaverðmæti við fyrstu sölu var 125,7 milljarðar króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Er þetta 19% minna aflaverðmæti en á sama tímabili 2023 þegar verðmæti við fyrstu sölu nam 155 milljörðum króna.
Aflinn á tímabilinu var 741 þúsund tonn en var 1.120 þúsund tonn á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Samdráttinn má aðallega rekja til loðnubrests síðasta vetur og munar um 325 þúsund tonn af loðnu milli ára.
Þá var botnfiskaflinn á fyrstu níu mánuðum ársins 317 þúsund tonn sem er 6% meira en á sama tíma í fyrra og var verðmæti aflans við fyrstu sölu 94,5 milljarðar króna sem er sama verðmæti og á sama tímabili 2023.
Myndarleg aflaaukning var í ýsu sem jókst um 28% milli ára og var verðmæti hennar 14,7 milljarðar á tímabilinu. Þorskaflinn jókst um 3% og skilaði hann um 60 milljöðrum króna.
Landað var 403 þúsund tonnum af uppsjávarafla sem er 49% minna en á fyrstu níu mánuðum 2023 og var verðmæti hans við fyrstu sölu 21,5 milljarðar króna í ár sem er 55% minna en í fyrra.
Auk loðnubrests minnkaði síldaraflinn um 35% og makrílaflinn um 37%, Verulegur samdráttur varð einnig í verðmætum við fyrstu sölu síldar endaði í 5,2 milljörðum og makríls í 7,3 milljörðum. Í kolmunna sést hins vegar að aflinn eykst um 8% og verðmæti hans um 10%.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.12.24 | 632,44 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.12.24 | 739,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.12.24 | 493,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.12.24 | 393,95 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.12.24 | 176,85 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.12.24 | 245,38 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.12.24 | 208,92 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 12.12.24 | 394,00 kr/kg |
12.12.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.313 kg |
Þorskur | 356 kg |
Keila | 23 kg |
Hlýri | 5 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 1.699 kg |
12.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Þorskur | 275 kg |
Keila | 169 kg |
Ýsa | 113 kg |
Ufsi | 5 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 568 kg |
12.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.898 kg |
Ýsa | 1.067 kg |
Hlýri | 54 kg |
Keila | 15 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 5.037 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 12.12.24 | 632,44 kr/kg |
Þorskur, slægður | 12.12.24 | 739,44 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 12.12.24 | 493,22 kr/kg |
Ýsa, slægð | 12.12.24 | 393,95 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 12.12.24 | 176,85 kr/kg |
Ufsi, slægður | 12.12.24 | 245,38 kr/kg |
Djúpkarfi | 8.11.24 | 179,00 kr/kg |
Gullkarfi | 12.12.24 | 208,92 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
Blálanga, óslægð | 12.12.24 | 394,00 kr/kg |
12.12.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 1.313 kg |
Þorskur | 356 kg |
Keila | 23 kg |
Hlýri | 5 kg |
Steinbítur | 2 kg |
Samtals | 1.699 kg |
12.12.24 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Þorskur | 275 kg |
Keila | 169 kg |
Ýsa | 113 kg |
Ufsi | 5 kg |
Steinbítur | 4 kg |
Karfi | 2 kg |
Samtals | 568 kg |
12.12.24 Eskey ÓF 80 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 3.898 kg |
Ýsa | 1.067 kg |
Hlýri | 54 kg |
Keila | 15 kg |
Karfi | 3 kg |
Samtals | 5.037 kg |