Skerða þorsk og makrílkvóta í Norðursjó

Sjómenn Evrópusambandsins syrgja líklega áframhaldandi vandræði þorsksins í Norðursjó.
Sjómenn Evrópusambandsins syrgja líklega áframhaldandi vandræði þorsksins í Norðursjó. AFP

Nýverið var tekin ákvörðun um heildarkvóta fleiri tegunda í Norðursjó, Skagerrak og Jótlandshafi fyrir árið 2025. Mikill samdráttur verður í útgefnum veðiheimildum í þorski, makríl og síld, auk þó nokkrum samdrætti í ýsu og veiðibann á brisling.

Heimilt verður að veiða 19.910 tonn af þorski úr Norðursjó á næsta ári og er það 20% minni afli en heimilt var að landa á þessu ári. Þá verður einnig 20% samdráttur í þorskkvótanum í Skagerrak og mun hann vera aðeins 2.846 tonn.

Aðeins verður heimilt að landa þorski úr Jótlandshafi sem meðafla, að hámarki 72 tonn og er það 17,2% minni afli en heimilt hefur verið að landa árinu 2024. Þá þarf að nota veiðarfæri sem sneiða hjá þorsknum þegar veiðar eru stundaðar á þessu svæði. Ekki verður lengur í boði sértækur viðbótarkvóti fyrir fiskiskip sem samþykkja rafræna myndavélavöktun, að því er fram kemur í tilkynningu á vef danska matvælaráðuneytisins.

Aukning í lýsu og skarkola

Ýsukvóti í Norðursjó árið 2025 verður 95.862 tonn og er það 5,5% minni kvóti en á þessu ári. Einnig verður 5,5% samdráttur í ýsukvótanum í Skagerrak og Jótlandshafi þar sem heildarkvótinn nemur 5.892 tonnum.

Sjómenn á svæðinu geta þó fagnað lýsukvóta næsta árs í Norðursjó sem eykst um 45,8% og verður heil 111.861 tonn, en skerðist um 32,7% í Skagerrakk og Jótlandshafi þar sem heimilt verður að veiða 455 tonn.

Lýsukvótinn eykst verulega milli ára.
Lýsukvótinn eykst verulega milli ára. AFP

Góð tíðindi eru einnig af skarkolanum og geta útgerðirnar í Norðursjó og Skagerrak landað 14,2% meira af tegundinni, annars vegar 155 þúsund tonn og hins vegar tæplega 21 þúsund tonn. Engin breyting verður á skarkolakvótanum í Jótlandshafi milli ára og verður hann 2.349 tonn.

Meira gott er að frétta af fleiri tegundum svo sem sólflúrunni og aukast heimildir í tegundinni í Norðursjó um 172% milli ára og nemur heildarkvóti næsta árs tíu þúsund tonn á næsta ári. Í Skagerrak og Jótlandshafi lækkar kvóti hins vegar u rúman þriðjung í 209 tonn.

Töluverður samdráttur í makríl og síld

Heimilt verður að veiða 576 þúsund tonn af makríl í Norðursjó, Skagerrak og Jótlandshafi á næsta ári og er það 22% minni heildarafli en á árinu 2024.

Þá minnkar síldarkvótinn í Norðursjó og Ermasundi úr 510 þúsund tonnum í 388 þúsund tonn, auk þess sem veiði á síld í Skagerrak og Jótlandshafi verður takmörkuð við 22.793 tonn sem er 23,3% minni hámarksafli en á þessu ári.

Á þessu ári mátti veiða 117 þúsund tonn af brislingi í Norðursjó, 2.437 tonn í Ermarsundi og 26 þúsund tonn í Skagerrak og Jótlandshafi, alls tæp 146 þúsund tonn. Tegundin verður hins vegar friðuð á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »