Enga stund að éta 10 milljónir loðna

Þorskurinn getur speglað torfumyndanir loðnu, sem telja milljónir einstaklinga, og …
Þorskurinn getur speglað torfumyndanir loðnu, sem telja milljónir einstaklinga, og étið helming hennar á stuttum tíma. Ljósmynd/Erlendur Bogason

Til að komast af í heimshöfunum hafa tegundir eins og loðna þróað varnarviðbrögð og safnast þær saman í stórar torfur þegar þeim er ógnað. Vísindamenn hafa hins vegar í fyrsta sinn getað greint hvernig þessi hegðun loðnu gerir hana berskjaldaðri gagnvart svöngum þorski, að því er fram kom í desemberblaði 200 mílna.

Vísindamenn hins virta háskóla Massachusetts Institute of Technology (MIT) í Bandaríkjunum og Háskólans í Bergen í Noregi segjast hafa fylgst með samspili þorsks og loðnu þegar loðnan á suðurleið til hrygningar mætir þorskinum úti af Noregi.

Með því að nýta bergmálsmælingar og sérstaka myndgreiningartækni gátu þeir séð hvernig loðnur byrjuðu að hópast saman og mynduðu risavaxna torfu sem spannaði tugi kílómetra. Þorskurinn á svæðinu speglaði þessa hegðun og myndaði eigin torfu. Þorskarnir réðust síðan á loðnuna og áætla vísindamennirnir að hann hafi á stuttum tíma lagt sér til munns um helming loðnutorfunnar, um 10 milljónir loðna.

Fjallað er um rannsóknina í greininni „Rapid predator-prey balance shift follows critical-population-density transmission between cod (Gadus morhua) and capelin (Mallotus villosus)“ sem birt var nýverið í vísindatímaritinu Nature Communications Biology.

Í færslu um rannsóknina á vef MIT er fullyrt að um sé að ræða stærsta afránsatburð sem mældur hefur verið, bæði hvað varðar fjölda einstaklinga (fiska) og með tilliti til þess svæðis þar sem atburðurinn átti sér stað.

Nánar má lesa um málið í desemberblaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.1.25 629,30 kr/kg
Þorskur, slægður 20.1.25 694,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.1.25 415,51 kr/kg
Ýsa, slægð 20.1.25 287,52 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.1.25 279,87 kr/kg
Ufsi, slægður 20.1.25 251,32 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 20.1.25 234,68 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.1.25 Fjølnir GK 757 Lína
Þorskur 7.098 kg
Ýsa 2.880 kg
Langa 582 kg
Samtals 10.560 kg
20.1.25 Bergur VE 44 Botnvarpa
Þorskur 39.967 kg
Ýsa 11.514 kg
Ufsi 4.916 kg
Karfi 3.517 kg
Samtals 59.914 kg
20.1.25 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Steinbítur 8.204 kg
Þorskur 4.428 kg
Skarkoli 4.215 kg
Karfi 2.194 kg
Ýsa 1.184 kg
Þykkvalúra 889 kg
Samtals 21.114 kg

Skoða allar landanir »