Bergur-Huginn ehf., sem er dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur lagt fram kæru til matvælaráðuneytisins á ákvörðun Fiskistofu um að svipta togarann Vestmannaey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vikur fyrir viktunarbrot.
Hefur togarinn, sem Bergur-Huginn gerir út, verið sviptur veiðileyfi frá og með 6. janúar til 19. janúar.
Fiskistofa segir í ákvörðun sinni um veiðileyfissviptinguna að „um alvarleg og meiriháttar brot skipstjóra og áhafnarmeðlima að ræða framin af stórkostlegu gáleysi, sem hefði leitt til verulegs ávinnings fyrir málsaðila hefðu þau ekki komist upp“.
Vegna þessa kveðst Fiskistofa ekki ástæðu til að áminna eða veita lágmarksleyfissviptingu þrátt fyrir að um sé að ræða fyrsta brot.
Krefst Bergur-Huginn þess að ákvörðun Fiskistofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refsingunni á meðan matvælaráðuneytið hefur kæruna til meðferðar.
„Svipting leyfa til veiða er þungbær refsing,“ segir í kærunni, sérstaklega í ljósi þess að um stuttan fyrirvara er að ræða. Sviptingin mun taka í gildi rúmum mánuði eftir að kæran var gefin út.
Bergur-Huginn telur ekki neinn ásetning hafa legið að baki þess að bílstjóri á vegum Eimskips hafi ekið á brott með rúm tíu tonn af ýsu heldur hafi verið um mannleg mistök að ræða sem leiddi til þess að bílstjórinn fór ekki á bílvog og fékk ekki vigtunarnótu.
Í ákvörðun Fiskistofu segir það hins vegar ekki skipta máli þar sem ábyrgðin á því að afli sé vigtaður á herðum skipstjóra.
Telur Bergur-Huginn að Fiskistofa hafi ekki útskýrt með fullnægjandi hætti hvernig viðvera skipstjóra og áhafnarmeðlima hefði getað komið í veg fyrir atburðarásina sem leiddi til mannlegra mistaka sem ökumaður Eimskipa gerðist sekur um.
Telur félagið einnig að meðalhófs hafi ekki verið gætt í ákvörðun Fiskistofu og að stofnunin hafi með engu móti sinnt rannsóknarskyldu sinni með fullnægjandi hætti, „m.a. með því að hafa ekki rætt við þá starfsmenn félagsins sem viðstaddir voru viktunina.“
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.2.25 | 600,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.2.25 | 521,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.2.25 | 378,11 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.2.25 | 295,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.2.25 | 235,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.2.25 | 262,34 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.2.25 | 339,48 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
17.2.25 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 236 kg |
Ýsa | 216 kg |
Þorskur | 142 kg |
Langa | 86 kg |
Keila | 45 kg |
Karfi | 29 kg |
Samtals | 754 kg |
17.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.532 kg |
Ýsa | 1.659 kg |
Steinbítur | 186 kg |
Keila | 34 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 4.416 kg |
17.2.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 1.806 kg |
Þorskur | 1.559 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Karfi | 28 kg |
Samtals | 3.498 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 17.2.25 | 600,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 17.2.25 | 521,02 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 17.2.25 | 378,11 kr/kg |
Ýsa, slægð | 17.2.25 | 295,90 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 17.2.25 | 235,11 kr/kg |
Ufsi, slægður | 17.2.25 | 262,34 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Gullkarfi | 17.2.25 | 339,48 kr/kg |
Litli karfi | 22.10.24 | 15,00 kr/kg |
17.2.25 Kristján HF 100 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 236 kg |
Ýsa | 216 kg |
Þorskur | 142 kg |
Langa | 86 kg |
Keila | 45 kg |
Karfi | 29 kg |
Samtals | 754 kg |
17.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína | |
---|---|
Þorskur | 2.532 kg |
Ýsa | 1.659 kg |
Steinbítur | 186 kg |
Keila | 34 kg |
Karfi | 5 kg |
Samtals | 4.416 kg |
17.2.25 Benni ST 5 Landbeitt lína | |
---|---|
Ýsa | 1.806 kg |
Þorskur | 1.559 kg |
Steinbítur | 105 kg |
Karfi | 28 kg |
Samtals | 3.498 kg |