„Ég er á margan hátt nokkuð bjartsýnn“

Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Vilhelm Þoirsteinsson.
Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Vilhelm Þoirsteinsson. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Það mikilvægasta í umræðunni um íslenskan sjávarútveg er alþjóðleg samkeppnishæfni hans, segir Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja í færslu á vef útgerðarinnar.

„Ég er á margan hátt nokkuð bjartsýnn á árið. Ný ríkisstjórn segir brýnt að auka verðmætasköpun og stöðugleika í efnahagslífinu, sem ég tek heilshugar undir. Lykilatriði í þessum efnum er að útflutningsgreinar okkar séu samkeppnishæfar á alþjóðlegum mörkuðum. Ég tel að sjávarútvegur geti lagt töluvert af mörkum til þessa mikilvæga markmiðs og vonandi ber okkur gæfu til að atvinnugreinin geti átt gott og árangursríkt samstarf við stjórnvöld um aukna verðmætasköpun í útgerð, fiskvinnslu og fiskeldi,“ segir hann.

Útskýrir Þorsteinn að Samherja hafi tekist að hafa vinnsluna starfandi alla virka daga síðasta árs, nema tvo daga í nóvember sökum veðurs.

Markaðurinn kallar eftir því að það sé stöðugt framboð afurða alla daga ársins að sögn hans. en um nokkurt skeið hefur verið rætt um mikilvægt samkeppnisforskot sem myndast við að geta tryggt viðskiptavinum stöðugleika í afhendingu afurða.

„Þessa dagana nýtum við til dæmis allt það pláss sem gefst í flugi frá landinu til að koma afurðum okkar til kaupenda. Ferskur íslenskur fiskur var kominn á diska neytenda 4. janúar.“

Kemur fram í færslunni að ísfisktogarar Samherja héldu til veiða skömmu eftir miðnætti fimmtudaginn 2. janúar 2025 og vinnsla í landvinnslum félagsins hófst um morguninn. Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson og frystitogarinn Snæfell fóru til veiða 3. janúar.

Keppa við láglaunasvæði

„Víða um land eru kraftmikil sjávarútvegsfyrirtæki með fjölda fólks í vel launuðum heilsársstörfum. Undir er ekki aðeins lífsafkoma sjómanna og starfsfólks í landi heldur einnig rekstur þeirra fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn,“ segir Þorsteinn.

Bendir hann á að stærstu hvítfiskvinnslur séu nú að finna í Póllandi og Kína þar sem launakostnaður er aðeins brot af launakostnaði fyrirtækja á Íslandi. „Íslenskur sjávarútvegur er að velta innan við 400 milljörðum króna á meðan sjávarútvegurinn í Noregi veltir um 2.300 milljörðum króna. Við erum með öðrum orðum ekki stór í þessum samanburði.“

„Verðmætasköpunin byggist meðal annars á flókinni og tæknilegri vinnslu, bæði til sjós og lands. Tækniframfarir og fjárfestingar eru forsendur samkeppnishæfni og fyrirtækin þurfa að tryggja viðskiptavinum sínum gæðaafurðir alla daga ársins. Þessar staðreyndir skulum við hafa í huga í allri umræðunni, sem á það til að fara út og suður,“ segir Þorsteinn í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 672,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 323,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.1.25 540,91 kr/kg
Þorskur, slægður 19.1.25 672,17 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.1.25 389,94 kr/kg
Ýsa, slægð 19.1.25 323,26 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.1.25 283,17 kr/kg
Ufsi, slægður 19.1.25 244,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 19.1.25 216,57 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.1.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Ýsa 1.064 kg
Þorskur 298 kg
Steinbítur 47 kg
Keila 17 kg
Hlýri 15 kg
Samtals 1.441 kg
17.1.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.767 kg
Ýsa 5.091 kg
Steinbítur 294 kg
Langa 219 kg
Keila 78 kg
Karfi 20 kg
Samtals 14.469 kg
17.1.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 10.232 kg
Ýsa 1.981 kg
Langa 354 kg
Karfi 37 kg
Steinbítur 26 kg
Samtals 12.630 kg

Skoða allar landanir »