Þorskar undir meðalþyngd fyrri ára

Haustmæling Hafrannsóknastofnunar sýnir að meðalyngd þorsks sé undir meðaltali áranna …
Haustmæling Hafrannsóknastofnunar sýnir að meðalyngd þorsks sé undir meðaltali áranna 1996 til 2024. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Meðalþyngdir flestra árganga þorsks mældust undir meðaltali áranna 1996–2024 í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar sem fram fór 27. september til 29. október í fyrra, að því er segir í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um niðurstöður stofnmælingar botnfiska sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar.

Þar segir þó að stofnvísitalan hafi verið svipuð og undanfarin þrjú ár, en er þó yfir meðaltali áranna 1996 til 2024. Þá mældist yngsti árgangur þorsks undir meðalstærð í fjölda en eins árs þorskur er nálægt langtímameðaltali.

Í skýrslunni segir jafnframt að útbreiðsla þorsks er svipuð og í fyrra. Mest fékkst af þorski djúpt norðvestur, norður og austur af landinu og meira fékkst fyrir norðan land en í fyrra

Í leiðangrinum tóku togararnir Breki VE-61 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 þátt í verkefninu ásamt rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni HF-200.

Slakur árgangur í ýsu en óvenju stór ufsi

Fram kemur að stofnvísitala ýsu sé enn há eins og undanfarin tvö ár og sýnir áframhaldandi sterka stöðu stofnsins í kjölfar góðrar nýliðunar. „Árgangar ýsu sem nú eru 3–5 ára mælast yfir meðalstærð en árgangar 0–3 ára undir meðalstærð í fjölda.“

Þó segir að þessi fyrsta mæling á 2024 árgangi ýsu gefi til kynna að hann sé slakur. „Árgangar 2019–2021 hafa reynst sterkir og eru fjöldavísitala 3–5 ára ýsu yfir meðaltali. Hins vegar er árgangar frá 2022 og 2023 undir meðaltali.“

Stofnmæling botnfiska að hausti hefur verið framkvæmd með sama hætti …
Stofnmæling botnfiska að hausti hefur verið framkvæmd með sama hætti síðan 1996. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun/Svanhildur Egilsdóttir

Stofnvísitala ufsa mældist svipuð og undanfarin fimm ár og er langt undir langtímameðaltali. Fram kemur að hækkun vísitölunnar árin 2014 til 2018 mátti rekja til stórra árganga frá 2012 til 2014. „Vísitölur ufsa eru oft háar vegna mikils afla í fáum togum og öryggismörk mælinganna eru þá há eins og var árin 2004 og 2018.“

Þá sýnir lengdardreifing að fjöldi 25 til 35 sentímetra ufsa er langt yfir meðaltali. „Þessi óvenju háa vísitala endurspeglast í aldursskiptri vísitölu 1 árs ufsa sem má að mestu leyti rekja til einnar stöðvar innst í Faxaflóa og þarf því að taka með fyrirvara. Fjöldi ufsa í öðrum lengdarflokkum er við eða undir langtímameðaltali.“

Lækkandi vísitölur fleiri stofna

Í skýrslunni má lesa að vísitala gullkarfa lækkaði en vísitala djúpkarfa er hærri en árin tvö á undan. Nýliðun í þessum stofnum er sögð lítil sem engin en það hefur verrið staðan um árbil. Vísitala blálöngu er undir langtímameðaltali en vísitala gulllax mælist há og langt yfir meðaltali áranna 1996 til 2024.

Fram kemur í færslunni á vef Hafrannsóknastofnunar að „litlar breytingar eru í vísitölum ýmissa annarra nytjategunda frá því í fyrra og má þar nefna þykkvalúru, steinbít, hlýra, löngu og keilu. Vísitala hlýra er enn langt undir langtímameðaltali. Vísitala ýmissa kaldsjávartegunda heldur áfram að lækka og er áberandi lág í nokkrum tegundum.“

Þá kemur fram að botnhiti sjávar á grynnstu stöðvunum (1 til 200 metra) hafi hækkað fyrir vestan og sunnan, en farið lækkandi fyrir norðvestan og norðaustan. „Greina má lítils háttar hækkun á meðalhita við botn í kalda djúpsjónum (> 400 m) fyrir norðvestan og norðaustan land.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 939 kg
Ýsa 91 kg
Keila 32 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.077 kg
16.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 2.037 kg
Þorskur 353 kg
Steinbítur 173 kg
Karfi 24 kg
Langa 16 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 2.611 kg
16.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 200 kg
Steinbítur 61 kg
Keila 19 kg
Hlýri 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 299 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 596,55 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,13 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 218,11 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 248,63 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,93 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 939 kg
Ýsa 91 kg
Keila 32 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 1.077 kg
16.1.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 2.037 kg
Þorskur 353 kg
Steinbítur 173 kg
Karfi 24 kg
Langa 16 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 2.611 kg
16.1.25 Sara EA 31 Landbeitt lína
Þorskur 200 kg
Steinbítur 61 kg
Keila 19 kg
Hlýri 11 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 299 kg

Skoða allar landanir »