Eldgosaáhrif áberandi í aflatölum

Um helmingi minna var landað í Grindavík á síðasta ár …
Um helmingi minna var landað í Grindavík á síðasta ár en 2023. mbl.is/Eyþór Árnason

Þegar rýnt er í löndunartölur Fiskistofu sést að á síðasta ári jókst landaður botnfiskafli í mörgum höfnum á landinu, þó hvergi meira en í Hafnarfirði þar sem bættust við rúm tíu þúsund tonn og varð bærinn þriðja stærsta löndunarhöfn botnfisks á síðasta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ekki verður annað séð en að stóran hluta af þessari þróun megi rekja til áhrifa eldgosa og jarðhræringa á Reykjanesi með tilheyrandi rýmingu og lokunum í Grindavík. Þar var á síðasta ári aðeins landað rúmlega 16 þúsund tonnum sem er um það bil helmingi minna aflamagn en árið 2023, en þá var Grindavík næststærsta löndunarhöfn botnfiskafla.

Mikillar aukningar í lönduðum botnfiskafla gætti einnig í Reykjavík þar sem í fyrra var landað 65.579 tonnum af botnfiski, sem er rúmlega sjö þúsund tonna aukning frá árinu á undan.

53% aflans í fimm höfnum

Afli íslenska flotans var á síðasta ári rúmlega milljón tonn en árið á undan var heildaraflinn tæplega 1,4 milljónir tonna. Munar þar aðallega um 325 þúsund tonna loðnuvertíð veturinn 2023 en ekki var veidd loðna á síðasta ári.

Mestum afla var landað í Neskaupstað og næstmestum afla í Vestmannaeyjum. Á eftir fylgir Vopnafjörður, Eskifjörður og svo Reykjavík. Athygli vekur að í þessum fimm höfnum þar sem mestum afla var landað í fyrra var samtals landað 539 þúsund tonnum, eða um 53% heildaraflans. Vert er að geta þess að uppsjávaraflinn vegur þungt í þessum samanburði og var hann í fyrra var 545 þúsund tonn, en aflanum var aðeins landað í ellefu höfnum hér á landi.

Vekur sérstaka athygli að Reykhólar ná á lista yfir helstu löndunarhafnir landsins, en þar er landað stórþara. Var stórþaraflinn sem þar var borinn að bryggju rúm 19 þúsund tonn.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 592,27 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,67 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 213,09 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 247,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,73 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 5.224 kg
Ufsi 939 kg
Karfi 209 kg
Ýsa 177 kg
Langa 9 kg
Samtals 6.558 kg
16.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.317 kg
Ýsa 9.185 kg
Ufsi 171 kg
Karfi 97 kg
Hlýri 96 kg
Steinbítur 37 kg
Langa 10 kg
Grálúða 8 kg
Samtals 35.921 kg
16.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.603 kg
Ufsi 474 kg
Samtals 2.077 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.1.25 592,27 kr/kg
Þorskur, slægður 16.1.25 467,97 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.1.25 378,67 kr/kg
Ýsa, slægð 16.1.25 178,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.1.25 213,09 kr/kg
Ufsi, slægður 16.1.25 247,48 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 26.7.23 10,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 14.1.25 21,00 kr/kg
Djúpkarfi 6.1.25 90,00 kr/kg
Gullkarfi 16.1.25 286,73 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.1.25 Sæþór EA 101 Þorskfisknet
Þorskur 5.224 kg
Ufsi 939 kg
Karfi 209 kg
Ýsa 177 kg
Langa 9 kg
Samtals 6.558 kg
16.1.25 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 26.317 kg
Ýsa 9.185 kg
Ufsi 171 kg
Karfi 97 kg
Hlýri 96 kg
Steinbítur 37 kg
Langa 10 kg
Grálúða 8 kg
Samtals 35.921 kg
16.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Þorskur 1.603 kg
Ufsi 474 kg
Samtals 2.077 kg

Skoða allar landanir »