Opnar kvíar bannaðar á vesturströnd BNA

Eldi í opnum sjókvíum hefur verið bannað í Washington-ríki. Með …
Eldi í opnum sjókvíum hefur verið bannað í Washington-ríki. Með því er slík starfsemi bönnuð á allri vesturströnd Bandaríkjanna. Ljósmynd/Daniel Schwen

Auðlindaráð Washington-ríkis (Board of Natural Resources) samþykkti í síðustu viku bann við eldi í opnum sjókvíum í ríkinu. Fyrir eru slík bönn í Kaliforníu, Oregon og Alaska, er því með ákvörðuninni búið að banna eldi í opnum sjókvíum á allri vesturströnd Bandaríkjanna.

Ekki verður þó öll strandlengja Norður-Ameríku án sjókvíaeldis. Enn er heimilt að stunda sjókvíaeldi í opnum kvíum í Bresku Kólombíu í Kanada. Til stóð að leggja fyrir kanadíska þingið frumvarp um bann við slíku eldi frá miðju ári 2029, en með afsögn forsætisráðherrans Justin Trudeau er orðin töluverð óvissa um það hvort verður af slíkum áformum.

Löng deila

Deilt hefur verið um í árabil í Washington-ríki um bann við eldi í opnum sjókvíum en greinin hefur upplifað sífellt aukna mótbyr í takti við álitshnekki undanfarin ár. Stærsti skellurinn var líklega árið 2017 þegar 250 þúsund eldislaxar sluppu úr sjókví í Puget-sund.

Fyrst var reynt að setja bann 2022, en það var fellt úr gildi með dómi árið 2023.

„Það er til fólk sem finnst í lagi að líta framhjá áhættunni vegna skammtímagróða,“ hefur Seattle Times eftir Emma Helverson, framkvæmdastjóra Wild Fish Conservancy, sem afhenti ráðinu meira en 3.000 undirskriftir til stuðnings bannsins auk stuningsyfirlýsingar frá fleiri en 180 samtökum.

„Laxinn okkar hefur haft nóg af áskorunum og þarf ekki þessar fóðrunarstöðvar,“ sagði Jeremy Wilbur formaður Swinomish ættbálksins.

Ekki allir fylgjandi

Ekki voru þó allir á einu máli og studdi S´Kallam ættbálkurinn, sem á stóran hlut í eldisfyrirtæki á svæðinu, áframhaldandi sjókvíaeldi þar sem greinin veiti mikilvæg atvinnutækifæri.

John Fiorillo, ritstjóri Intrafish sem hefur aðsetur í Seattle, sagði í leiðara að bannið væri „Vandræðalegt áfall fyrir fiskeldi og matvælaöryggi í Bandaríkjunum“. Telur hann skammtímasýn hafa ráðið för og með ákvörðuninni sé vegið að atvinnugrein sem gæti reynst sífellt mikilvægari á heimsvísu, bannið sé aðeins til þess fallið að stimpla vesturströnd Bandaríkjanna út úr samkeppninni og þróun á sviði fiskeldis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.2.25 600,33 kr/kg
Þorskur, slægður 17.2.25 521,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.2.25 378,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.2.25 295,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.2.25 235,11 kr/kg
Ufsi, slægður 17.2.25 262,34 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 17.2.25 339,48 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 236 kg
Ýsa 216 kg
Þorskur 142 kg
Langa 86 kg
Keila 45 kg
Karfi 29 kg
Samtals 754 kg
17.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 2.532 kg
Ýsa 1.659 kg
Steinbítur 186 kg
Keila 34 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.416 kg
17.2.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Ýsa 1.806 kg
Þorskur 1.559 kg
Steinbítur 105 kg
Karfi 28 kg
Samtals 3.498 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 17.2.25 600,33 kr/kg
Þorskur, slægður 17.2.25 521,02 kr/kg
Ýsa, óslægð 17.2.25 378,11 kr/kg
Ýsa, slægð 17.2.25 295,90 kr/kg
Ufsi, óslægður 17.2.25 235,11 kr/kg
Ufsi, slægður 17.2.25 262,34 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 17.2.25 339,48 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

17.2.25 Kristján HF 100 Lína
Steinbítur 236 kg
Ýsa 216 kg
Þorskur 142 kg
Langa 86 kg
Keila 45 kg
Karfi 29 kg
Samtals 754 kg
17.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Þorskur 2.532 kg
Ýsa 1.659 kg
Steinbítur 186 kg
Keila 34 kg
Karfi 5 kg
Samtals 4.416 kg
17.2.25 Benni ST 5 Landbeitt lína
Ýsa 1.806 kg
Þorskur 1.559 kg
Steinbítur 105 kg
Karfi 28 kg
Samtals 3.498 kg

Skoða allar landanir »