Fagna ákvörðun lögreglustjórans

Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, segist ánægður með ákvörðun …
Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, segist ánægður með ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að fella niður sakamálarannsókn í tengslum við strok laxa úr kvíum félagsins 2023. Ljósmynd/Arctic Fish

„Við erum ánægð með að ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókninni sé í samræmi við væntingar okkar. Þetta gefur okkur tækifæri til að loka þessum kafla og einbeita okkur að áframhaldandi vinnu að sjálfbærri laxaframleiðslu,“ segir Stein Ove Tveiten, forstjóri Arctic Fish, í Morgunblaðinu í dag.

Greint var frá því á þriðjudag að lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefði fyrr í mánuðinum ákveðið að fella niður sakamálarannsókn í tengslum við slysasleppingu úr kví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst 2023, er um 3.500 laxar struku út um tvö göt sem höfðu myndast. Er þetta í annað sinn sem málið er fellt niður.

Til skoðunar var hvort Stein Ove bæri refsiábyrgð á því að fiskur slapp úr kví félagsins með því að vanrækja að til staðar væri nauðsynlegur umbúnaður við fiskeldið, en ákvörðun lögreglustjórans var tekin með vísan til 145. greinar í lögum um meðferð sakamála sem bendir til þess að embættið hafi talið gögn málsins ekki nægileg eða líkleg til þess að leiða til sakfellingar.

Gripu til aðgerða

„Eftir atvikið í ágúst 2023 fórum við í ítarlega úttekt og hófum aðgerðir sem bæði styrkja starfsemi okkar og draga úr hættu í framtíðinni,“ svarar Stein Ove, spurður hvað hafi verið gert hjá félaginu til að koma í veg fyrir sambærilegt atvik í framtíðinni.

Hann segir að gripið hafi verið til fleiri aðgerða í þessu samhengi og bendir m.a. á að fóðurdreifara sem stuðlaði að því að gat myndaðist á kvínni hafi verið skipt út, skoðunarferlar á kvíum hafi verið uppfærðir og fylgir því tíðari skoðanir og hraðari eftirfylgni, auk þess sem menntun og þjálfun allra starfsmanna hafi verið efld.

Stein Ove segir einnig aukna áherslu lagða á að uppfæra og innleiða verklagsreglur reglulega. „Auk þess erum við stöðugt að meta tækninýjungar sem geta stuðlað að því að bæta rekstur okkar enn frekar. Við lítum á þennan viðburð sem tækifæri til að læra og þróast, og okkur er mikið í mun að stöðugt hækka gæðaviðmiðin okkar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.2.25 625,25 kr/kg
Þorskur, slægður 7.2.25 509,42 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.2.25 470,28 kr/kg
Ýsa, slægð 7.2.25 248,47 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.2.25 258,44 kr/kg
Ufsi, slægður 7.2.25 307,05 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 7.2.25 393,15 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.2.25 Hafdís SK 4 Dragnót
Þorskur 2.650 kg
Skarkoli 1.994 kg
Sandkoli 359 kg
Steinbítur 134 kg
Ýsa 61 kg
Grásleppa 19 kg
Samtals 5.217 kg
7.2.25 Tryggvi Eðvarðs SH 2 Lína
Þorskur 177 kg
Ýsa 76 kg
Steinbítur 42 kg
Sandkoli 8 kg
Samtals 303 kg
7.2.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet
Ufsi 153 kg
Þorskur 42 kg
Karfi 13 kg
Samtals 208 kg

Skoða allar landanir »