Ekki sérstakt markmið að vera efst

Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir ekki sértsakt markmið að …
Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir ekki sértsakt markmið að vera í efsta sæti á lista yfir aflamestu skipin. Aðalmálið er að koma hráefni til vinnslu á réttum tíma. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

„Systurskipin eru að verða átta ára gömul og hafa þau reynst okkur afskaplega vel, enda var vandað til allra verka við smíði þeirra og viðhald hefur alltaf verið með ágætum. Síðast en ekki síst eru skipin vel mönnuð, valinn maður er í hverju plássi á öllum skipum félagsins,“ segir Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, í færslu á vef útgerðarinnar.

Er þar vakin athygli á því að systurskipin Kaldbakur EA 1, Björgúlfur EA 312 og Björg EA 7 eru efst á lista yfir aflahæstu togara ársins 2024.

Var aflahæsti togarinn Kaldbakur með 8.933 tonna afla á síðasta ári. Í öðru sæti var Björgúlfur með 8.687 tonn og í þriðja sæti var Björg með 8.186, en Aflafréttir tóku saman listan.

„Í sjálfu sér er ekki sérstakt markmið að vera í efstu sætum á þessum listum, verkefnið er fyrst og fremst að koma á tilsettum tíma með góðar afurðir til vinnslu,“ segir Kristján.

Systurskipin eru aflamestu togarar landsins árið 2024.
Systurskipin eru aflamestu togarar landsins árið 2024. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hann útskýrir að „hráefnisstýring er stór þáttur í starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja, þar sem veiðar, vinnsla og sala afurða fara saman. Til þess að sjá vinnslunum fyrir hráefni, þurfa skipin að landa sex til sjö sinnum í viku, sem þýðir í raun að þau landa stundum tvisvar sinnum í sömu vikunni. Stýring veiða getur því á köflum verið nokkuð flókin. Okkur tókst að halda vinnslunum gangandi alla daga ársins nema tvo vegna óveðurs, enda kallar markaðurinn eftir stöðugu framboði.“

Togarar félagsins sjá landvinnslum samstæðunnar á Akureyri og Dalvík fyrir hráefni. Þar starfa um þrjú hundruð manns. Sjómenn á skipum Samherja eru samtals um tvö hundruð, en tvöföld áhöfn er á hverju skipi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.2.25 584,94 kr/kg
Þorskur, slægður 12.2.25 605,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.2.25 375,14 kr/kg
Ýsa, slægð 12.2.25 346,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.2.25 215,29 kr/kg
Ufsi, slægður 12.2.25 289,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 12.2.25 439,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 6.756 kg
Steinbítur 919 kg
Ýsa 440 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 8.133 kg
12.2.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Ýsa 2.143 kg
Þorskur 483 kg
Steinbítur 269 kg
Hlýri 31 kg
Keila 10 kg
Samtals 2.936 kg
12.2.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 4.349 kg
Þorskur 441 kg
Langa 30 kg
Hlýri 27 kg
Keila 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 4.852 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.2.25 584,94 kr/kg
Þorskur, slægður 12.2.25 605,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.2.25 375,14 kr/kg
Ýsa, slægð 12.2.25 346,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.2.25 215,29 kr/kg
Ufsi, slægður 12.2.25 289,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 12.2.25 439,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 6.756 kg
Steinbítur 919 kg
Ýsa 440 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 8.133 kg
12.2.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Ýsa 2.143 kg
Þorskur 483 kg
Steinbítur 269 kg
Hlýri 31 kg
Keila 10 kg
Samtals 2.936 kg
12.2.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 4.349 kg
Þorskur 441 kg
Langa 30 kg
Hlýri 27 kg
Keila 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 4.852 kg

Skoða allar landanir »