Björgunarskipið Björg kallað út á mesta forgangi

Frá vettvangi í nótt.
Frá vettvangi í nótt. Ljósmynd/Landsbjörg

Rétt upp úr klukkan 5 í nótt kallaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út áhöfnina á björgunarskipinu Björgu á Rifi á mesta forgangi vegna fiskibáts með tvo um borð sem hafði misst stýrið og rak nálægt landi.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að fiskibáturinn hafi verið staddur rétt undan Svörtuloftum og rak í norður meðfram landi, aðeins um hálfa sjómílu frá landi.

Laust fyrir klukkan 7 kom björgunarskipið með fiskibátinn í togi …
Laust fyrir klukkan 7 kom björgunarskipið með fiskibátinn í togi til hafnar á Rifi. Ljósmynd/Landsbjörg

Stundarfjórðungi eftir að áhöfnin var kölluð út, klukkan 5.20, var Björg lögð úr höfn og hélt áleiðis á vettvang. Björgunarskipið var komið að fiskibátnum rúmum 20 mínútum síðar og hófust strax aðgerðir við að koma tógi á milli skipanna.

Það gekk vel fyrir sig og skömmu fyrir klukkan 6 í morgun var komin taug á milli. Það var svo rétt um klukkan 7.24 sem björgunarskipið kom til hafnar á Rifi með fiskibátinn í togi.

Þyrlusveitin afturkölluð

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi borist neyðarkall fá fiskibáti sem var staddur um hálfa sjómílu undan Svörtuloftum á Snæfellsnesi um klukkan fimm í morgun.

Tveir voru um borð í bátnum og tjáðu þeir varðstjórum stjórnstöðvar að báturinn væri stjórnvana og ræki með sjávarfallastraumi norður með landinu. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út ásamt sjóbjörgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi.

„Áhöfnin á björgunarskipinu Björgu frá Rifi var fyrst á vettvang og klukkan 5:45 var fiskibáturinn kominn í tog hjá áhöfn björgunarskipsins. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þá afturkölluð og björgunarskipið hélt með fiskibátinn á Rif. Landhelgisgæslan hefur tilkynnt Rannsóknarnefnd samgönguslysa um atvikið,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.2.25 584,94 kr/kg
Þorskur, slægður 12.2.25 605,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.2.25 375,14 kr/kg
Ýsa, slægð 12.2.25 346,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.2.25 215,29 kr/kg
Ufsi, slægður 12.2.25 289,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 12.2.25 439,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 6.756 kg
Steinbítur 919 kg
Ýsa 440 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 8.133 kg
12.2.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Ýsa 2.143 kg
Þorskur 483 kg
Steinbítur 269 kg
Hlýri 31 kg
Keila 10 kg
Samtals 2.936 kg
12.2.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 4.349 kg
Þorskur 441 kg
Langa 30 kg
Hlýri 27 kg
Keila 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 4.852 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.2.25 584,94 kr/kg
Þorskur, slægður 12.2.25 605,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.2.25 375,14 kr/kg
Ýsa, slægð 12.2.25 346,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.2.25 215,29 kr/kg
Ufsi, slægður 12.2.25 289,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 12.2.25 439,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.2.25 Hrefna ÍS 267 Landbeitt lína
Þorskur 6.756 kg
Steinbítur 919 kg
Ýsa 440 kg
Skarkoli 18 kg
Samtals 8.133 kg
12.2.25 Emil NS 5 Landbeitt lína
Ýsa 2.143 kg
Þorskur 483 kg
Steinbítur 269 kg
Hlýri 31 kg
Keila 10 kg
Samtals 2.936 kg
12.2.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 4.349 kg
Þorskur 441 kg
Langa 30 kg
Hlýri 27 kg
Keila 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 4.852 kg

Skoða allar landanir »