Grænlendingar landa þorski í Hafnarfirði

Sisimiut er eitt þriggja skipa Royal Greenland sem hefur landað …
Sisimiut er eitt þriggja skipa Royal Greenland sem hefur landað afla í Hafnarfirði í janúar. Ljósmynd/Royal Greenland

Þó nokkuð hefur borið á löndunum grænlenskra skipa í Hafnarfirði það sem af er janúar. Í höfninni í dag má sjá togarann Sisimiut landa bolfiski, en ekki hefur endanlegt magn eða aflasamsetning verið fært inn í gagnagrunn Fiskistofu.

Samkvæmt skráningu stofnunarinnar hafa grænlensk skip landað 2.725 tonnum í Hafnarfirði á tímabilinu 1. til 20. janúar, ríflega helmingur aflans er þorskur fenginn á Dohrnbanka grænlandsmegin við lögsögumörkin. Þriðjungur aflans er rækja en minna er af öðrum tegundum.

Athygli er vakin á því að nýrri löndunartölur fyrir grænlensku togarana er ekki að finna í gagnagrunni Fiskistofu en 20. janúar, en nokkra daga tekur fyrir löndunartölur að uppfærast.

Tuugaalik fyrsta skip ársins

Fyrsta grænlenska skipið sem landaði afla í Hafnarfirði á árinu var togarinn Tuugaalik GR6-10 sem landaði þar tæplega 568 tonnum 3. janúar. Þar af var mest þorskur. Sjötta janúar kom síðan Masilik GR8-350 með 246 tonn og var uppistaðan einnig mest þorskur hjá því skipi. Sama var upp á teningnum er Sisimiut GR6-18 landaði 365 tonnum í Hafnarfirði 7. janúar.

Þá var 151 tonni af rækju landað úr Nataarnaq GL166 9. janúar og 605 tonnum af bolfiski úr Polar Nanoq GR15-203 daginn eftir, mest þorski.

Markus GR6-84 kom til Hafnarfjarðar með 304 tonn af rækju 15. janúar og Polar Nattoralik GR6-49 368 tonn af rækju 20. janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.2.25 585,08 kr/kg
Þorskur, slægður 12.2.25 605,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.2.25 375,78 kr/kg
Ýsa, slægð 12.2.25 346,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.2.25 215,29 kr/kg
Ufsi, slægður 12.2.25 289,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 12.2.25 439,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 1.926 kg
Þorskur 1.801 kg
Keila 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 3.732 kg
12.2.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 273 kg
Þorskur 91 kg
Steinbítur 85 kg
Keila 59 kg
Samtals 508 kg
12.2.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.220 kg
Þorskur 424 kg
Hlýri 18 kg
Keila 9 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.674 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 12.2.25 585,08 kr/kg
Þorskur, slægður 12.2.25 605,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 12.2.25 375,78 kr/kg
Ýsa, slægð 12.2.25 346,92 kr/kg
Ufsi, óslægður 12.2.25 215,29 kr/kg
Ufsi, slægður 12.2.25 289,60 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 12.2.25 439,77 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

12.2.25 Hlökk ST 66 Landbeitt lína
Ýsa 1.926 kg
Þorskur 1.801 kg
Keila 3 kg
Karfi 2 kg
Samtals 3.732 kg
12.2.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 273 kg
Þorskur 91 kg
Steinbítur 85 kg
Keila 59 kg
Samtals 508 kg
12.2.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Ýsa 1.220 kg
Þorskur 424 kg
Hlýri 18 kg
Keila 9 kg
Karfi 3 kg
Samtals 1.674 kg

Skoða allar landanir »