„Það er bölvuð ótíð“

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE.
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE.

Togararnir Vestmannaey VE og Bergur VE liggja báðir bundnir við bryggju í Vestmannaeyjum vegna veðurs, að því er segir á vef Síldarvinnslunnar.

„Það er bölvuð ótíð og ég geri varla ráð fyrir að unnt verði að komast á sjó fyrr en á fimmtudagskvöld eða á föstudag. Við erum ósköp rólegir enda byrjar engin vertíð hér af krafti fyrr en loðna lætur sjá sig og það verður varla fyrr en seinni part mánaðarins,“ er haft eftir Birgi Þór Sverrissyni skipstjóra á Vestmannaey.

Togarinn kom til Eyja síðastliðinn föstudag eftir rúman sólarhring á sjó.

togararnir verða við bryggju þar til fer að lægja.
togararnir verða við bryggju þar til fer að lægja. mbl.is

Kom síðan Bergur til Vestmannaeyja á laugardag og var landað úr skipinu í gær. Að sögn Jóns Valgeirssonar skipstjóra fiskaðist vel austur af landinu.

„Við fórum frá Neskaupstað og hófum veiðar á Breiðdalsgrunni og síðan var farið í Hvalbakshallið. Þarna var ágæt veiði; mest þorskur með dálítilli ýsu á nóttunni og mest ýsa með dálitlum þorski á daginn. Á meðan við vorum þarna var veður ekki slæmt, svona kaldaskítur. Nú er hins vegar komin hörkubræla og vonsku sjólag. Gert er ráð fyrir að mögulegt verði að halda til veiða á ný á fimmtudag og ekki er ólíklegt að farið verði austur fyrir landið á ný,“ segir Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.2.25 578,83 kr/kg
Þorskur, slægður 14.2.25 518,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.2.25 346,10 kr/kg
Ýsa, slægð 14.2.25 305,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.2.25 233,75 kr/kg
Ufsi, slægður 14.2.25 276,38 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 14.2.25 435,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.331 kg
Þorskur 592 kg
Ýsa 24 kg
Keila 20 kg
Samtals 1.967 kg
14.2.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 12.630 kg
Ýsa 826 kg
Langa 144 kg
Steinbítur 112 kg
Ufsi 25 kg
Karfi 15 kg
Keila 15 kg
Samtals 13.767 kg
14.2.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur
Sæbjúga Au G 5.897 kg
Samtals 5.897 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.2.25 578,83 kr/kg
Þorskur, slægður 14.2.25 518,89 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.2.25 346,10 kr/kg
Ýsa, slægð 14.2.25 305,04 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.2.25 233,75 kr/kg
Ufsi, slægður 14.2.25 276,38 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Gullkarfi 14.2.25 435,51 kr/kg
Litli karfi 22.10.24 15,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

14.2.25 Hafrafell SU 65 Lína
Steinbítur 1.331 kg
Þorskur 592 kg
Ýsa 24 kg
Keila 20 kg
Samtals 1.967 kg
14.2.25 Eskey ÓF 80 Línutrekt
Þorskur 12.630 kg
Ýsa 826 kg
Langa 144 kg
Steinbítur 112 kg
Ufsi 25 kg
Karfi 15 kg
Keila 15 kg
Samtals 13.767 kg
14.2.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur
Sæbjúga Au G 5.897 kg
Samtals 5.897 kg

Skoða allar landanir »