Guðbjartur Ingibergur Gunnarsson, skipstjóri til margra ára, fagnaði 85 ára afmæli sínu 11. febrúar síðastliðinn og var í tilefni þess rætt við hann í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag.
„Ég er bara nokkuð ánægður með starfsferilinn. Ég var mjög heppinn með að lenda aldrei í alvarlegum óhöppum eða slysum og er mjög þakklátur fyrir það. Það hafa orðið miklar breytingar á skipum og útbúnaði hvers konar sem hafa létt mönnum starfið og auðveldara og betra að hafa samband við fjölskyldur í landi,“ sagði Guðbjartur.
Hann er fæddur á Stokkseyri 11. febrúar 1940 og kláraði í Stýrimannaskólanum hið meira fiskimannapróf vorið 1961.
Guðbjartur stundaði sjómennsku mestallan starfsferilinn. Þegar hann hætti til sjós voru liðin 52 ár frá því að hann var fyrst skráður á skip. Hann byrjaði 15 ára á togaranum Surprise og fór árið eftir 16 ára á togarann Ísborg frá Ísafirði. Svo var hann á vertíðarbátum og togurum í nokkur ár. Í september 1969 réðst hann til ÍSAL og var þar í fjögur ár.
Árið 1978 byrjaði Guðbjartur hjá Hafrannsóknastofnun, fyrst í afleysingum en síðan sem fastráðinn stýrimaður. Hann var skipstjóri á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni er hann fór á eftirlaun.
Árið 1990 var flutti Guðbjartur áamt eiginkonu sinni til Swakopmund í Namibíu á vegum Þróunarsamvinnustofnunar.
Í Namibíu var Guðbjartur yfirstýrimaður á rannsóknarskipinu Benguela og var svo beðinn að taka að sér að kenna verðandi veiðieftirlitsmönnum í Luderitz. Voru þau í Namibíu í tvö ár. Fóru svo aftur til Namibíu í upphafi árs 1999 og dvöldu þá í eitt og hálft ár. Hann var þá skipstjóri á hafrannsóknaskipinu Welwitschia en síðustu mánuðina að kenna í Sjómannaskólanum í Walvis Bay.
Nánar má lesa um skipstjórann Guðbjart Ingiberg Gunnarsson hér.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.3.25 | 563,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.3.25 | 616,43 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.3.25 | 297,98 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.3.25 | 266,93 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.3.25 | 236,37 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.3.25 | 259,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 9.3.25 | 219,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.3.25 | 190,22 kr/kg |
16.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 5.421 kg |
Þorskur | 2.977 kg |
Ýsa | 941 kg |
Skarkoli | 42 kg |
Hlýri | 36 kg |
Langa | 5 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 9.425 kg |
16.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 4.872 kg |
Þorskur | 922 kg |
Keila | 31 kg |
Skarkoli | 17 kg |
Samtals | 5.842 kg |
16.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.918 kg |
Ýsa | 253 kg |
Karfi | 34 kg |
Samtals | 5.205 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 16.3.25 | 563,33 kr/kg |
Þorskur, slægður | 16.3.25 | 616,43 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 16.3.25 | 297,98 kr/kg |
Ýsa, slægð | 16.3.25 | 266,93 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 16.3.25 | 236,37 kr/kg |
Ufsi, slægður | 16.3.25 | 259,13 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 30.1.25 | 16,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 9.3.25 | 219,00 kr/kg |
Gullkarfi | 16.3.25 | 190,22 kr/kg |
16.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 5.421 kg |
Þorskur | 2.977 kg |
Ýsa | 941 kg |
Skarkoli | 42 kg |
Hlýri | 36 kg |
Langa | 5 kg |
Keila | 3 kg |
Samtals | 9.425 kg |
16.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Steinbítur | 4.872 kg |
Þorskur | 922 kg |
Keila | 31 kg |
Skarkoli | 17 kg |
Samtals | 5.842 kg |
16.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt | |
---|---|
Þorskur | 4.918 kg |
Ýsa | 253 kg |
Karfi | 34 kg |
Samtals | 5.205 kg |