Gefin verði út lágmarksvóti í loðnu

Páll snorrason framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði
Páll snorrason framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði Ljósmynd/Eskja

Í viðtali í nýjasta blaði 200 mílna sagði Páll Snorrason framkvæmdastjóri Eskju að það þurfi nýja nýtingarstefnu í loðnunni og lagði til að tryggð verði ávallt lágmarksveiði til manneldis til að tryggja stöðuna á mörkuðum.

Útflutningsverðmæti loðnuafurða árin 2021 til 2023 námu rúmlega 108 milljörðum króna, þar af mest árið 2022 þegar útflutningsverðmætin námu 51,3 milljörðum króna. Loðnuvertíð hefur víðtæk áhrif á hagkerfið allt, bæði í gegnum skattspor reksturs sjávarútvegsfyrirtækjanna og vegna tekna þeirra sem hafa beina og óbeina atvinnu af henni.

Mátti til að mynda greina 9% samdrátt í atvinnutekjum í sjávarútvegi á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 í samanburði við fyrstu níu mánuði 2023. Áhrifin voru mest áberandi á þeim svæðum þar sem loðnu er landað og hún unnin. Varð 21% samdráttur á Austurlandi og 19% á Suðurlandi. Minnkuðu atvinnutekjur af sjávarútvegi um 25% í Fjarðabyggð, um 28% í Vestmannaeyjum og 17% á Höfn í Hornafirði.

Ekki ánægð með stöðuna

„Já við erum nú ekki ánægð með stöðuna en viljum alls ekki gefa það upp á bátinn að það verði vertíð,“ sagði Páll í viðtalinu inntur álits á stöðunni eins og hún var fyrir síðustu helgi.

Verði niðurstaðan að engar loðnuveiðar verði heimilaðar þetta árið hefur það töluverð áhrif á rekstur Eskju að sögn Páls sem þó tekur fram að útgerðin hafi burði til að laga reksturinn að slíkri stöðu. Hann telur hins vegar að þörf sé á nýrri nálgun hvað loðnuna varðar.

„Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að hugsa þetta upp á nýtt og leyfa alltaf einhverja lágmarksveiði til að vernda mikilvæga manneldismarkaði sem við höfum haft fyrir að byggja upp. Með því móti myndum við einnig fá mikilvægar upplýsingar um loðnuna frá veiðiskipum,“ útskýrði hann.

Ítarlega umfjöllun um loðnumálin má lesa í nýjasta blaði 200 mílna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.25 563,43 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.25 616,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.25 297,98 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.25 266,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.25 236,37 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.25 259,13 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.25 190,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.421 kg
Þorskur 2.977 kg
Ýsa 941 kg
Skarkoli 42 kg
Hlýri 36 kg
Langa 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 9.425 kg
16.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 4.872 kg
Þorskur 922 kg
Keila 31 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 5.842 kg
16.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.918 kg
Ýsa 253 kg
Karfi 34 kg
Samtals 5.205 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.3.25 563,43 kr/kg
Þorskur, slægður 16.3.25 616,43 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.3.25 297,98 kr/kg
Ýsa, slægð 16.3.25 266,93 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.3.25 236,37 kr/kg
Ufsi, slægður 16.3.25 259,13 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 30.1.25 16,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 9.3.25 219,00 kr/kg
Gullkarfi 16.3.25 190,22 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.3.25 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Steinbítur 5.421 kg
Þorskur 2.977 kg
Ýsa 941 kg
Skarkoli 42 kg
Hlýri 36 kg
Langa 5 kg
Keila 3 kg
Samtals 9.425 kg
16.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Steinbítur 4.872 kg
Þorskur 922 kg
Keila 31 kg
Skarkoli 17 kg
Samtals 5.842 kg
16.3.25 Fanney EA 48 Línutrekt
Þorskur 4.918 kg
Ýsa 253 kg
Karfi 34 kg
Samtals 5.205 kg

Skoða allar landanir »