Bandaríkin helstu kaupendur íslensks lax

Bandaríkjamenn voru helstu kaupendur íslenskra eldisafurða í janúar. Lax var …
Bandaríkjamenn voru helstu kaupendur íslenskra eldisafurða í janúar. Lax var lang stærsta tegundin og stóð fyrir 95% afurðanna sem þangað voru seldar. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Seldar voru til Bandaríkjanna eldisafurðir fyrir 2,3 milljarða króna í janúar síðastliðnum og hefur útflutningsverðmæti ílenskra eldisafurða til Bandaríkjanna aldrei verið meira í einum mánuði. Bandaríkin voru jafnframt helsti markaður íslenskra eldisafurða í janúarmánuði.

Þetta kemur fram í greiningu Radarsins, en þar er fjallað um nýjustu útflutningstölur Hagstofu Íslands.

Þar segir að 95% þeirra eldisafurða sem seldar voru til Bandaríkjanna hafi verið lax.

Mynd/Radarinn

Eins og nefnt hefur verið voru Bandaríkin helsti markaður fyrir íslenskar eldisafurðir í janúar, en næst mest af eldisafurðum var selt til Hollands eða fyrir um 1,6 milljarða króna. Á eftir fylgir Danmörk með 900 milljónir króna.

„Athygli vekur að útflutningur til Þýskalands vex stórum og slagar hann nú í hálfan milljarð. Annars staðar dregst hann nokkuð saman og nefna má Danmörku, Frakkland og Pólland en Holland stendur nokkurn veginn í stað. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar sem nýlega voru birtar,“ segir í greiningu Radarsins.

Óvissa um áhrif tolla

Eins og flestum er kunnugt hefur Donald Trump forseti Bandaríkjanna lýst yfir tollum á vörur frá Kanada, Mexíkó og Kína, en í Kanada er framleitt töluvert af eldislaxi. Hafa þar einnig verið viðraðar hugmyndir um innflutningstolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins.

Philip Scrase, yfirmaður greiningadeildar fiskeldis hjá Kontali, hefur sagt tolla á kanadískan eldislax leiða af sér samkeppnisforskot annarra framleiðenda eldislax á bandarískum markaði til skamms tíma, en harðnandi samkeppnisskilyrði á öðrum mörkuðum.

„Sem stendur er ómögulegt að geta sér til um hvort áformin muni hafa áhrif á útflutning frá Íslandi. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann, til ársins 2019, kemur í ljós að hlutfall eldisafurða af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða í janúar og febrúar hefur aukist umtalsvert, úr 10% í 26%. Bara frá árinu 2022 hefur það rúmlega tvöfaldast,“ segir í greiningu Radarsins.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam útflutningsverðmæti eldisafurða 14,6 milljörðum króna sem er rúmlega 11% aukning frá sömu mánuðum á síðasta ári og ríflega 55% aukning frá janúar og febrúar 2023.

Mynd/Radarinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 23.3.25 546,49 kr/kg
Þorskur, slægður 23.3.25 634,78 kr/kg
Ýsa, óslægð 23.3.25 306,62 kr/kg
Ýsa, slægð 23.3.25 233,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 23.3.25 206,33 kr/kg
Ufsi, slægður 23.3.25 244,50 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 19.3.25 11,00 kr/kg
Undirmálsufsi, slægður 21.1.25 249,00 kr/kg
Djúpkarfi 17.3.25 188,00 kr/kg
Gullkarfi 23.3.25 241,92 kr/kg

Fleiri tegundir »

22.3.25 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 170 kg
Skarkoli 38 kg
Ýsa 14 kg
Keila 5 kg
Samtals 227 kg
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt
Steinbítur 5.565 kg
Þorskur 958 kg
Skarkoli 23 kg
Keila 16 kg
Samtals 6.562 kg
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína
Grálúða 3.238 kg
Steinbítur 1.055 kg
Ýsa 929 kg
Þorskur 688 kg
Keila 368 kg
Hlýri 191 kg
Karfi 55 kg
Samtals 6.524 kg

Skoða allar landanir »