Seldar voru til Bandaríkjanna eldisafurðir fyrir 2,3 milljarða króna í janúar síðastliðnum og hefur útflutningsverðmæti ílenskra eldisafurða til Bandaríkjanna aldrei verið meira í einum mánuði. Bandaríkin voru jafnframt helsti markaður íslenskra eldisafurða í janúarmánuði.
Þetta kemur fram í greiningu Radarsins, en þar er fjallað um nýjustu útflutningstölur Hagstofu Íslands.
Þar segir að 95% þeirra eldisafurða sem seldar voru til Bandaríkjanna hafi verið lax.
Eins og nefnt hefur verið voru Bandaríkin helsti markaður fyrir íslenskar eldisafurðir í janúar, en næst mest af eldisafurðum var selt til Hollands eða fyrir um 1,6 milljarða króna. Á eftir fylgir Danmörk með 900 milljónir króna.
„Athygli vekur að útflutningur til Þýskalands vex stórum og slagar hann nú í hálfan milljarð. Annars staðar dregst hann nokkuð saman og nefna má Danmörku, Frakkland og Pólland en Holland stendur nokkurn veginn í stað. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar sem nýlega voru birtar,“ segir í greiningu Radarsins.
Eins og flestum er kunnugt hefur Donald Trump forseti Bandaríkjanna lýst yfir tollum á vörur frá Kanada, Mexíkó og Kína, en í Kanada er framleitt töluvert af eldislaxi. Hafa þar einnig verið viðraðar hugmyndir um innflutningstolla á vörur frá ríkjum Evrópusambandsins.
Philip Scrase, yfirmaður greiningadeildar fiskeldis hjá Kontali, hefur sagt tolla á kanadískan eldislax leiða af sér samkeppnisforskot annarra framleiðenda eldislax á bandarískum markaði til skamms tíma, en harðnandi samkeppnisskilyrði á öðrum mörkuðum.
„Sem stendur er ómögulegt að geta sér til um hvort áformin muni hafa áhrif á útflutning frá Íslandi. Ef litið er nokkur ár aftur í tímann, til ársins 2019, kemur í ljós að hlutfall eldisafurða af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða í janúar og febrúar hefur aukist umtalsvert, úr 10% í 26%. Bara frá árinu 2022 hefur það rúmlega tvöfaldast,“ segir í greiningu Radarsins.
Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nam útflutningsverðmæti eldisafurða 14,6 milljörðum króna sem er rúmlega 11% aukning frá sömu mánuðum á síðasta ári og ríflega 55% aukning frá janúar og febrúar 2023.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.3.25 | 546,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.3.25 | 634,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.3.25 | 306,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.3.25 | 233,20 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.3.25 | 206,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.3.25 | 244,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.3.25 | 241,92 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 23.3.25 | 546,49 kr/kg |
Þorskur, slægður | 23.3.25 | 634,78 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 23.3.25 | 306,62 kr/kg |
Ýsa, slægð | 23.3.25 | 233,20 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 23.3.25 | 206,33 kr/kg |
Ufsi, slægður | 23.3.25 | 244,50 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 19.3.25 | 11,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 17.3.25 | 188,00 kr/kg |
Gullkarfi | 23.3.25 | 241,92 kr/kg |
22.3.25 Sandfell SU 75 Lína | |
---|---|
Þorskur | 170 kg |
Skarkoli | 38 kg |
Ýsa | 14 kg |
Keila | 5 kg |
Samtals | 227 kg |
22.3.25 Elli P SU 206 Línutrekt | |
---|---|
Steinbítur | 5.565 kg |
Þorskur | 958 kg |
Skarkoli | 23 kg |
Keila | 16 kg |
Samtals | 6.562 kg |
22.3.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
---|---|
Grálúða | 3.238 kg |
Steinbítur | 1.055 kg |
Ýsa | 929 kg |
Þorskur | 688 kg |
Keila | 368 kg |
Hlýri | 191 kg |
Karfi | 55 kg |
Samtals | 6.524 kg |